Varaformaður ADHD-samtakanna: „Þetta er svakalega erfitt.” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júní 2018 20:00 Framkvæmdastjóra ADHD samtakanna hefur verið vikið frá störfum og kærður til lögreglu vegna gruns um fjármálamisferli. Varaformaður stjórnar samtakanna segir málið þyngra en tárum taki. Þröstur Emilsson var leystur frá störfum sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna á föstudaginn fyrir viku. Samkvæmt heimildum fréttastofu naut Þröstur ekki lengur trausts stjórnarinnar en RÚV greindi fyrst frá kærunni í dag. Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður stjórnar samtakanna, segir málið litið grafalvarlegum augum en ákvörðunin um að víkja Þresti frá störfum var tekin í framhaldi af ábendingum frá endurskoðanda og var ekki tekin af léttúð að sögn Vilhjálms. „Við völdum ákveðna leið og við teljum að hún sé rétt og sú eina sem við gátum, með einhverri virðingu fyrir okkur sjálfum og málefninu, gert,” segir Vilhjálmur. „Þetta er svakalega erfitt.” Hann kveðst aðspurður ekki geta tjá sig um hversu miklar upphæðir sé að ræða en samkvæmt heimildum fréttastofu er Þröstur grunaður um bæði fjárdrátt og umboðssvik. „Við sem vinnum þarna, launalaust eða á launum, og brennum fyrir málefnið. Og ofan á það náttúrlega eru vinslit og samstarf til margra ára, þannig þetta er mjög flókið,” segir Vilhjálmur. Þröstur hafði gegnt starfinu síðan 2013 en Ellen Calmon hefur tekið við hlutverki framkvæmdastjóra tímabundið þar til auglýst verður eftir nýjum framkvæmdastjóra. ADHD samtökin halda ótrauð áfram starfi sínu að sögn Vilhjálms en ráðist verði í ítarlega skoðun ferla innan félagsins. „Það er einhver ástæða fyrir því að þetta var hægt og við þurfum að finna leiðir og gera hlutina í framtíðinni þannig að svona lagað geti ekki gerst.” Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Framkvæmdastjóra ADHD samtakanna hefur verið vikið frá störfum og kærður til lögreglu vegna gruns um fjármálamisferli. Varaformaður stjórnar samtakanna segir málið þyngra en tárum taki. Þröstur Emilsson var leystur frá störfum sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna á föstudaginn fyrir viku. Samkvæmt heimildum fréttastofu naut Þröstur ekki lengur trausts stjórnarinnar en RÚV greindi fyrst frá kærunni í dag. Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður stjórnar samtakanna, segir málið litið grafalvarlegum augum en ákvörðunin um að víkja Þresti frá störfum var tekin í framhaldi af ábendingum frá endurskoðanda og var ekki tekin af léttúð að sögn Vilhjálms. „Við völdum ákveðna leið og við teljum að hún sé rétt og sú eina sem við gátum, með einhverri virðingu fyrir okkur sjálfum og málefninu, gert,” segir Vilhjálmur. „Þetta er svakalega erfitt.” Hann kveðst aðspurður ekki geta tjá sig um hversu miklar upphæðir sé að ræða en samkvæmt heimildum fréttastofu er Þröstur grunaður um bæði fjárdrátt og umboðssvik. „Við sem vinnum þarna, launalaust eða á launum, og brennum fyrir málefnið. Og ofan á það náttúrlega eru vinslit og samstarf til margra ára, þannig þetta er mjög flókið,” segir Vilhjálmur. Þröstur hafði gegnt starfinu síðan 2013 en Ellen Calmon hefur tekið við hlutverki framkvæmdastjóra tímabundið þar til auglýst verður eftir nýjum framkvæmdastjóra. ADHD samtökin halda ótrauð áfram starfi sínu að sögn Vilhjálms en ráðist verði í ítarlega skoðun ferla innan félagsins. „Það er einhver ástæða fyrir því að þetta var hægt og við þurfum að finna leiðir og gera hlutina í framtíðinni þannig að svona lagað geti ekki gerst.”
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42