Ný hugsun skilar árangri Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 27. júní 2018 07:00 Það er ekki ýkja langt síðan ferðaþjónusta var tiltölulega lítil atvinnugrein á Íslandi, lítil en vaxandi og með mikla framtíðarmöguleika – eins og þeir vissu sem gáfu henni gaum. En ferðaþjónusta var alltaf hálfgert olnbogabarn í stjórnkerfinu. Hún átti í raun hvergi heima, fékk litla athygli, sáralítið vægi – hvað þá fyrirhyggju eða nokkurn stuðning sem heitið gat. Hún kraumaði í rólegheitum undir yfirborðinu, þar sem hún óx úr grasi, mest fyrir tilstilli einkaframtaksins. Hún var í mesta lagi nefnd á nafn í hátíðarræðum og í seinni fréttum í sjónvarpinu, ef mikil tíðindi urðu. Í kjölfar efnahagshrunsins og falls íslensku krónunnar sprakk ferðaþjónustan hins vegar út af svo gríðarlegum krafti að ekki varð lengur fram hjá henni horft og þýðing hennar fyrir íslenskt efnahagslíf hefur farið stigvaxandi æ síðan. Frá árinu 2010 hefur hlutfall ferðaþjónustu af heildarútflutningstekjum Íslands farið úr 19% í 42% og beinum störfum í greininni hefur á sama tíma fjölgað um 55%. Ferðaþjónusta er nú orðin stærsta útflutningsgrein Íslendinga og burðarás í efnahagslífi landsins.Framsýnt og nauðsynlegt skref Eftir að vaxtarskeið ferðaþjónustu hófst, þá ákváðu stjórnvöld í samvinnu við atvinnugreinina að fara í stefnumótun fyrir ferðaþjónustu. Þá kom í ljós að forsendur til að hefja slíka vinnu voru ekki fyrir hendi, þar sem mjög lítið var til af upplýsingum og áreiðanlegum gögnum til að byggja á. Sú uppgötvun var fræið sem síðar varð að hinu einstaka fyrirbæri sem var gefið nafnið Stjórnstöð ferðamála. Stjórnstöð ferðamála er tímabundið „private-public“ verkefni með þátttöku fjögurra ráðuneyta, Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka íslenskra sveitarfélaga. Ferðaþjónusta er óhemju víðfeðm atvinnugrein sem snertir ótal ólíka anga stjórnsýslunnar, mörg ráðuneyti og stofnanir, sveitarfélög landsins og svo auðvitað fyrirtækin sem starfa innan hennar. Þessir aðilar þurfa því allir að tala saman og vinna saman að hagsmunamálum ferðaþjónustu og samspili hennar við samfélagið. Það er auðséð að slík samvinna er flókin og tímafrek – ferðaþjónustan í landinu mátti hins vegar engan tíma missa. Hið framsýna skref sem stofnun Stjórnstöðvarinnar var bætti svo um munaði upp þann tíma sem hafði tapast við að koma skikki á þau ótal mál sem krefjast samvinnu allra þessara ólíku hópa. Hún skapaði nauðsynlegt samtal milli stofnana og atvinnulífs, opnaði flóðgáttir upplýsinga, rauf múra, jók gagnkvæman skilning og hefur sett málefni ferðaþjónustu ofar í huga þeirra sem sýsla með málefni hennar af hálfu hins opinbera. Einstök samvinna Stjórnstöðin er vissulega óvenjuleg og einstakt að svona samvinnu sé komið á á milli stjórnvalda og atvinnulífs. Vegna þess hefur borið á gagnrýni og tortryggni í hennar garð en þær raddir eru nú að þagna ein af annarri í ljósi þess ótrúlega starfs sem Stjórnstöðin hefur unnið á þessum rúmu tveimur árum sem hún hefur verið starfrækt. Á þeim tíma hefur málefnum ferðaþjónustunnar fleygt fram margfalt hraðar en annars hefði orðið. Á þessum tíma hefur um 70 ólíkum verkefnum verið hleypt af stokkunum og meirihluta þeirra er þegar lokið eða þeim verið komið fyrir annars staðar til framtíðar, eftir upphafsstarf í Stjórnstöðinni. Má þar nefna Mælaborð ferðaþjónustunnar sem er upplýsingaveita sem sýnir upplýsingar um ferðaþjónustuna á einum stað og birtir þær með myndrænum hætti, og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar sem hefur það hlutverk að auka hæfni starfsfólks, gæði, starfsánægju og arðsemi í ferðaþjónustu. Langt á veg komin er rannsókn um þolmörk Íslands gagnvart ferðamönnum, sem er gríðarlega brýnt verkefni. Fram undan er eitt mikilvægasta verkefnið, en það er stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir Ísland, sem – þökk sé Stjórnstöð ferðamála – hefur töluvert mikla möguleika á að lenda ekki í skýrslubunkanum í skúffunni heldur verða alvöru stefnumótun sem hjálpar okkur öllum að byggja upp gæðaferðaþjónustu til framtíðar, þjóðinni allri til heilla.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það er ekki ýkja langt síðan ferðaþjónusta var tiltölulega lítil atvinnugrein á Íslandi, lítil en vaxandi og með mikla framtíðarmöguleika – eins og þeir vissu sem gáfu henni gaum. En ferðaþjónusta var alltaf hálfgert olnbogabarn í stjórnkerfinu. Hún átti í raun hvergi heima, fékk litla athygli, sáralítið vægi – hvað þá fyrirhyggju eða nokkurn stuðning sem heitið gat. Hún kraumaði í rólegheitum undir yfirborðinu, þar sem hún óx úr grasi, mest fyrir tilstilli einkaframtaksins. Hún var í mesta lagi nefnd á nafn í hátíðarræðum og í seinni fréttum í sjónvarpinu, ef mikil tíðindi urðu. Í kjölfar efnahagshrunsins og falls íslensku krónunnar sprakk ferðaþjónustan hins vegar út af svo gríðarlegum krafti að ekki varð lengur fram hjá henni horft og þýðing hennar fyrir íslenskt efnahagslíf hefur farið stigvaxandi æ síðan. Frá árinu 2010 hefur hlutfall ferðaþjónustu af heildarútflutningstekjum Íslands farið úr 19% í 42% og beinum störfum í greininni hefur á sama tíma fjölgað um 55%. Ferðaþjónusta er nú orðin stærsta útflutningsgrein Íslendinga og burðarás í efnahagslífi landsins.Framsýnt og nauðsynlegt skref Eftir að vaxtarskeið ferðaþjónustu hófst, þá ákváðu stjórnvöld í samvinnu við atvinnugreinina að fara í stefnumótun fyrir ferðaþjónustu. Þá kom í ljós að forsendur til að hefja slíka vinnu voru ekki fyrir hendi, þar sem mjög lítið var til af upplýsingum og áreiðanlegum gögnum til að byggja á. Sú uppgötvun var fræið sem síðar varð að hinu einstaka fyrirbæri sem var gefið nafnið Stjórnstöð ferðamála. Stjórnstöð ferðamála er tímabundið „private-public“ verkefni með þátttöku fjögurra ráðuneyta, Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka íslenskra sveitarfélaga. Ferðaþjónusta er óhemju víðfeðm atvinnugrein sem snertir ótal ólíka anga stjórnsýslunnar, mörg ráðuneyti og stofnanir, sveitarfélög landsins og svo auðvitað fyrirtækin sem starfa innan hennar. Þessir aðilar þurfa því allir að tala saman og vinna saman að hagsmunamálum ferðaþjónustu og samspili hennar við samfélagið. Það er auðséð að slík samvinna er flókin og tímafrek – ferðaþjónustan í landinu mátti hins vegar engan tíma missa. Hið framsýna skref sem stofnun Stjórnstöðvarinnar var bætti svo um munaði upp þann tíma sem hafði tapast við að koma skikki á þau ótal mál sem krefjast samvinnu allra þessara ólíku hópa. Hún skapaði nauðsynlegt samtal milli stofnana og atvinnulífs, opnaði flóðgáttir upplýsinga, rauf múra, jók gagnkvæman skilning og hefur sett málefni ferðaþjónustu ofar í huga þeirra sem sýsla með málefni hennar af hálfu hins opinbera. Einstök samvinna Stjórnstöðin er vissulega óvenjuleg og einstakt að svona samvinnu sé komið á á milli stjórnvalda og atvinnulífs. Vegna þess hefur borið á gagnrýni og tortryggni í hennar garð en þær raddir eru nú að þagna ein af annarri í ljósi þess ótrúlega starfs sem Stjórnstöðin hefur unnið á þessum rúmu tveimur árum sem hún hefur verið starfrækt. Á þeim tíma hefur málefnum ferðaþjónustunnar fleygt fram margfalt hraðar en annars hefði orðið. Á þessum tíma hefur um 70 ólíkum verkefnum verið hleypt af stokkunum og meirihluta þeirra er þegar lokið eða þeim verið komið fyrir annars staðar til framtíðar, eftir upphafsstarf í Stjórnstöðinni. Má þar nefna Mælaborð ferðaþjónustunnar sem er upplýsingaveita sem sýnir upplýsingar um ferðaþjónustuna á einum stað og birtir þær með myndrænum hætti, og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar sem hefur það hlutverk að auka hæfni starfsfólks, gæði, starfsánægju og arðsemi í ferðaþjónustu. Langt á veg komin er rannsókn um þolmörk Íslands gagnvart ferðamönnum, sem er gríðarlega brýnt verkefni. Fram undan er eitt mikilvægasta verkefnið, en það er stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir Ísland, sem – þökk sé Stjórnstöð ferðamála – hefur töluvert mikla möguleika á að lenda ekki í skýrslubunkanum í skúffunni heldur verða alvöru stefnumótun sem hjálpar okkur öllum að byggja upp gæðaferðaþjónustu til framtíðar, þjóðinni allri til heilla.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar