Enski boltinn

United að fá bakvörð

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/afp
Diogo Dalot, bakvörður Porto, er á leið í læknisskoðun hjá Manchester United í vikunni. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Jose Mourinho, stjóri United, er sagður vilja styrkja hægri og vinstri bakvörðinn í liði United og er þessi nítján ára gamli bakvörður á leið í United.

Ekki er gefið upp hversu mikið United greiðir fyrir þennan nítján ára gamla bakvörð en talið er að hann sé með klásúlu í samningi sínum sem hljóðar upp á að hann geti verið laus fyrir tuttugu milljónir evra.

Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Porto í febrúar og var meðal annars í liði Porto sem datt út fyrir Liverpool í úrslitakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann kemur úr akademíu Porto.

Dalot er ekki eini leikmaðurinn sem United er við það að fá. Miðjumaður Shaktar Donetsk, Fred, er einnig talinn að ganga í raðir United en talið er að United borgi 50 milljónir punda fyrir kappann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×