Fótbolti

Messi myndi elska það að fá Neymar til baka

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi og Neymar á sínum tíma hjá Barca.
Messi og Neymar á sínum tíma hjá Barca. vísir/getty
Lionel Messi, einn besti leikmaður heims ef ekki sá besti, segir að hann myndi elska það ef brasilíski snillingurinn, Neymar, myndi snúa aftur á Camp Nou.

Neymar fór frá Barca fyrir síðasta tímabilið er hann gekk í raðir PSG fyrir fúlgu fjár en kurr er í kringum hann í Frakklandi. Messi myndi ekki slá hendinni á móti því að fá kappann aftur til Barca.

„Ég myndi elska það ef Neymar kæmi til baka en það lítur erfiðlega út. Sannleikurinn er sá að mér myndi ekki líka vel við það færi hann til Madrídar,” sagði Messi í samtali við spænska dagblaðið Mundo Deportivo.

„Hann er stórkostlegur leikmaður og ef hann kæmi til baka til okkar væri það frábært en það lítur ekki svo vel út. Við viljum vera besta lið í heimi og þess vegna viljum við hafa bestu leikmenn í heimi.”

Antoine Griezmann hefur verið mikið orðaður við Barca í sumar en nú er staðan sögð sú að hann verði áfram hjá Atletico Madrid til að halda tryggt við stjóra sinn Diego Simone.

„Það er auðvelt að skilja góða leikmenn og Griezmann er leikmaður sem er að fara í gegnum gott skeið á sínum ferli. Ef hann kæmi þá myndi stjórinn vita hvernig við myndum gera þetta.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×