Tíska og hönnun

Fatalína innblásin af landsliðinu í fótbolta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnar Már hannar línuna.
Arnar Már hannar línuna.

Íslenska útivistafatafyrirtækið 66°Norður hefur gefið út fatalínu í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið keppir á HM í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Nýja línan er framleidd í samstarfi við fatahönnuðinn Arnar Má Jónsson en hann hefur getið sér gott orð sem hönnuður en hann útskrifaðist úr master í fatahönnun frá Royal College of Art í London síðasta sumar.

„Ég var mikið að skoða gamla íslenska búninga og þá helst það sem mér líkaði persónulega best við. Ég vildi svo blanda því við klæðnað ýmissa jaðarhópa og götutísku þeirra og hvernig best væri að hanna og nota efnin fyrir íslenskt veðurfar,“ segir Arnar í tilkynningunni en hann er mikill áhugamaður um fótbolta og fótboltabúninga en línan innblásin af fótboltamenningu og stolti stuðningsmanna íslenska liðsins.

Nýja HM línan er nýkomin í verslanir 66°Norður en einnig er hægt að sjá hana á heimasíðu fyrirtækisins. Má nefna Valtran treyjuna sem er nefnd eftir fótboltafélaginu Valtran sem Hans Kristjánsson, stofnandi Sjóklæðagerðarinnar/66°Norður, stofnaði á Suðureyri árið 1906.

Brot úr línunni.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.