Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. apríl 2018 13:30 Stígamót kynntu ársskýrslu fyrir starfsárið 2017 í morgun. Vísir/Sigurjón „Ég held að það hafi gerst í ár sem við þekkjum frá fyrri árum að aðsókn endurspegli umræðu í samfélaginu,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Það var 30 prósent aukning á nýjum andlitum hér á Stígamótum. Það eru nærri 500 manns.“ Þessar tölur og fleiri komu fram í ársskýrslu Stígamóta sem kom út í morgun. Guðrún kynnti skýrsluna fyrir blaðamönnum en í máli hennar kom meðal annars fram að aldrei hafi verið jafn mikil aukning á málum á milli ára. „Það voru 112 fleiri en við höfðum séð frá árinu áður. Við höfum aldrei séð álíka tölur“ segir hún en 484 einstaklingar leituðu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra en næstflest ný mál á borði Stígamóta voru árið 1992 þegar 454 mál komu inn.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir fjölgun mála í takt við samfélagsumræðunaMynd/SigurjónÞá voru tæplega þúsund manns sem komu aftur til Stígamóta og fylgdu starfseminni á milli ára. „Það er svona ákveðinn mælikvarði á það að þeir sem áður hafi leitað hjálpar hafi komið aftur. Það virðist hafa ýfst upp þeirra eigin tilfinning eftir að hafa hlustað á það sem er í gangi í samfélaginu,“ segir Guðrún. Þá vekur það athygli að fjöldi þeirra mála sem komu á borð Stígamóta í fyrra voru áratugagömul. Guðrún telur að í kjölfar samfélagsumræðunnar, til dæmis í kring um MeToo byltinguna, hafi margt fullorðið fólk komið til þeirra með áratuga gamlar sögur. Mörg mál þar sem viðkomandi voru beitt ofbeldi sem börn. „Það sem að einkennir hópinn okkar er að hann er að koma hingað með eldgömul mál,“ segir Guðrún. „Það voru 132 sem sögðu að ofbeldi gegn sér hefði hafist fyrir ellefu ára aldur og 70 prósent segja að ofbeldi hafi hafist áður en viðkomandi varð átján ára. Fólk er hinsvegar að koma hingað fullorðið vegna þess að við getum ekki tekið á móti börnum nema að mál þeirra séu þekkt. Þannig að við erum að hirða upp mál sem hafa farið fram hjá lögreglu, Barnahúsi og barnaverndarnefndum.“ Fatlaðar konur eiga þá í sérstakri hættu á að verða fyrir ofbeldi en skýrsla Evrópuþingsins um ofbeldi bendir til dæmis til þess að um 80 prósent fatlaðra kvenna hafa orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Aukin aðsókn á Stígamótum átti líka við um fólk með skerðingar. Fjöldi þeirra jókst um 33 prósent á meðan heildarfjölgunin í aðsókn nam 30 prósent. Þannig varð hópur fólks með skerðingar stærri hluti heildarhópsins en áður hefur mælst. Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Sjá meira
„Ég held að það hafi gerst í ár sem við þekkjum frá fyrri árum að aðsókn endurspegli umræðu í samfélaginu,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Það var 30 prósent aukning á nýjum andlitum hér á Stígamótum. Það eru nærri 500 manns.“ Þessar tölur og fleiri komu fram í ársskýrslu Stígamóta sem kom út í morgun. Guðrún kynnti skýrsluna fyrir blaðamönnum en í máli hennar kom meðal annars fram að aldrei hafi verið jafn mikil aukning á málum á milli ára. „Það voru 112 fleiri en við höfðum séð frá árinu áður. Við höfum aldrei séð álíka tölur“ segir hún en 484 einstaklingar leituðu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra en næstflest ný mál á borði Stígamóta voru árið 1992 þegar 454 mál komu inn.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir fjölgun mála í takt við samfélagsumræðunaMynd/SigurjónÞá voru tæplega þúsund manns sem komu aftur til Stígamóta og fylgdu starfseminni á milli ára. „Það er svona ákveðinn mælikvarði á það að þeir sem áður hafi leitað hjálpar hafi komið aftur. Það virðist hafa ýfst upp þeirra eigin tilfinning eftir að hafa hlustað á það sem er í gangi í samfélaginu,“ segir Guðrún. Þá vekur það athygli að fjöldi þeirra mála sem komu á borð Stígamóta í fyrra voru áratugagömul. Guðrún telur að í kjölfar samfélagsumræðunnar, til dæmis í kring um MeToo byltinguna, hafi margt fullorðið fólk komið til þeirra með áratuga gamlar sögur. Mörg mál þar sem viðkomandi voru beitt ofbeldi sem börn. „Það sem að einkennir hópinn okkar er að hann er að koma hingað með eldgömul mál,“ segir Guðrún. „Það voru 132 sem sögðu að ofbeldi gegn sér hefði hafist fyrir ellefu ára aldur og 70 prósent segja að ofbeldi hafi hafist áður en viðkomandi varð átján ára. Fólk er hinsvegar að koma hingað fullorðið vegna þess að við getum ekki tekið á móti börnum nema að mál þeirra séu þekkt. Þannig að við erum að hirða upp mál sem hafa farið fram hjá lögreglu, Barnahúsi og barnaverndarnefndum.“ Fatlaðar konur eiga þá í sérstakri hættu á að verða fyrir ofbeldi en skýrsla Evrópuþingsins um ofbeldi bendir til dæmis til þess að um 80 prósent fatlaðra kvenna hafa orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Aukin aðsókn á Stígamótum átti líka við um fólk með skerðingar. Fjöldi þeirra jókst um 33 prósent á meðan heildarfjölgunin í aðsókn nam 30 prósent. Þannig varð hópur fólks með skerðingar stærri hluti heildarhópsins en áður hefur mælst.
Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Sjá meira