Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. apríl 2018 13:30 Stígamót kynntu ársskýrslu fyrir starfsárið 2017 í morgun. Vísir/Sigurjón „Ég held að það hafi gerst í ár sem við þekkjum frá fyrri árum að aðsókn endurspegli umræðu í samfélaginu,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Það var 30 prósent aukning á nýjum andlitum hér á Stígamótum. Það eru nærri 500 manns.“ Þessar tölur og fleiri komu fram í ársskýrslu Stígamóta sem kom út í morgun. Guðrún kynnti skýrsluna fyrir blaðamönnum en í máli hennar kom meðal annars fram að aldrei hafi verið jafn mikil aukning á málum á milli ára. „Það voru 112 fleiri en við höfðum séð frá árinu áður. Við höfum aldrei séð álíka tölur“ segir hún en 484 einstaklingar leituðu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra en næstflest ný mál á borði Stígamóta voru árið 1992 þegar 454 mál komu inn.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir fjölgun mála í takt við samfélagsumræðunaMynd/SigurjónÞá voru tæplega þúsund manns sem komu aftur til Stígamóta og fylgdu starfseminni á milli ára. „Það er svona ákveðinn mælikvarði á það að þeir sem áður hafi leitað hjálpar hafi komið aftur. Það virðist hafa ýfst upp þeirra eigin tilfinning eftir að hafa hlustað á það sem er í gangi í samfélaginu,“ segir Guðrún. Þá vekur það athygli að fjöldi þeirra mála sem komu á borð Stígamóta í fyrra voru áratugagömul. Guðrún telur að í kjölfar samfélagsumræðunnar, til dæmis í kring um MeToo byltinguna, hafi margt fullorðið fólk komið til þeirra með áratuga gamlar sögur. Mörg mál þar sem viðkomandi voru beitt ofbeldi sem börn. „Það sem að einkennir hópinn okkar er að hann er að koma hingað með eldgömul mál,“ segir Guðrún. „Það voru 132 sem sögðu að ofbeldi gegn sér hefði hafist fyrir ellefu ára aldur og 70 prósent segja að ofbeldi hafi hafist áður en viðkomandi varð átján ára. Fólk er hinsvegar að koma hingað fullorðið vegna þess að við getum ekki tekið á móti börnum nema að mál þeirra séu þekkt. Þannig að við erum að hirða upp mál sem hafa farið fram hjá lögreglu, Barnahúsi og barnaverndarnefndum.“ Fatlaðar konur eiga þá í sérstakri hættu á að verða fyrir ofbeldi en skýrsla Evrópuþingsins um ofbeldi bendir til dæmis til þess að um 80 prósent fatlaðra kvenna hafa orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Aukin aðsókn á Stígamótum átti líka við um fólk með skerðingar. Fjöldi þeirra jókst um 33 prósent á meðan heildarfjölgunin í aðsókn nam 30 prósent. Þannig varð hópur fólks með skerðingar stærri hluti heildarhópsins en áður hefur mælst. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Sjá meira
„Ég held að það hafi gerst í ár sem við þekkjum frá fyrri árum að aðsókn endurspegli umræðu í samfélaginu,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Það var 30 prósent aukning á nýjum andlitum hér á Stígamótum. Það eru nærri 500 manns.“ Þessar tölur og fleiri komu fram í ársskýrslu Stígamóta sem kom út í morgun. Guðrún kynnti skýrsluna fyrir blaðamönnum en í máli hennar kom meðal annars fram að aldrei hafi verið jafn mikil aukning á málum á milli ára. „Það voru 112 fleiri en við höfðum séð frá árinu áður. Við höfum aldrei séð álíka tölur“ segir hún en 484 einstaklingar leituðu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra en næstflest ný mál á borði Stígamóta voru árið 1992 þegar 454 mál komu inn.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir fjölgun mála í takt við samfélagsumræðunaMynd/SigurjónÞá voru tæplega þúsund manns sem komu aftur til Stígamóta og fylgdu starfseminni á milli ára. „Það er svona ákveðinn mælikvarði á það að þeir sem áður hafi leitað hjálpar hafi komið aftur. Það virðist hafa ýfst upp þeirra eigin tilfinning eftir að hafa hlustað á það sem er í gangi í samfélaginu,“ segir Guðrún. Þá vekur það athygli að fjöldi þeirra mála sem komu á borð Stígamóta í fyrra voru áratugagömul. Guðrún telur að í kjölfar samfélagsumræðunnar, til dæmis í kring um MeToo byltinguna, hafi margt fullorðið fólk komið til þeirra með áratuga gamlar sögur. Mörg mál þar sem viðkomandi voru beitt ofbeldi sem börn. „Það sem að einkennir hópinn okkar er að hann er að koma hingað með eldgömul mál,“ segir Guðrún. „Það voru 132 sem sögðu að ofbeldi gegn sér hefði hafist fyrir ellefu ára aldur og 70 prósent segja að ofbeldi hafi hafist áður en viðkomandi varð átján ára. Fólk er hinsvegar að koma hingað fullorðið vegna þess að við getum ekki tekið á móti börnum nema að mál þeirra séu þekkt. Þannig að við erum að hirða upp mál sem hafa farið fram hjá lögreglu, Barnahúsi og barnaverndarnefndum.“ Fatlaðar konur eiga þá í sérstakri hættu á að verða fyrir ofbeldi en skýrsla Evrópuþingsins um ofbeldi bendir til dæmis til þess að um 80 prósent fatlaðra kvenna hafa orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Aukin aðsókn á Stígamótum átti líka við um fólk með skerðingar. Fjöldi þeirra jókst um 33 prósent á meðan heildarfjölgunin í aðsókn nam 30 prósent. Þannig varð hópur fólks með skerðingar stærri hluti heildarhópsins en áður hefur mælst.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Sjá meira