Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. apríl 2018 13:30 Stígamót kynntu ársskýrslu fyrir starfsárið 2017 í morgun. Vísir/Sigurjón „Ég held að það hafi gerst í ár sem við þekkjum frá fyrri árum að aðsókn endurspegli umræðu í samfélaginu,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Það var 30 prósent aukning á nýjum andlitum hér á Stígamótum. Það eru nærri 500 manns.“ Þessar tölur og fleiri komu fram í ársskýrslu Stígamóta sem kom út í morgun. Guðrún kynnti skýrsluna fyrir blaðamönnum en í máli hennar kom meðal annars fram að aldrei hafi verið jafn mikil aukning á málum á milli ára. „Það voru 112 fleiri en við höfðum séð frá árinu áður. Við höfum aldrei séð álíka tölur“ segir hún en 484 einstaklingar leituðu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra en næstflest ný mál á borði Stígamóta voru árið 1992 þegar 454 mál komu inn.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir fjölgun mála í takt við samfélagsumræðunaMynd/SigurjónÞá voru tæplega þúsund manns sem komu aftur til Stígamóta og fylgdu starfseminni á milli ára. „Það er svona ákveðinn mælikvarði á það að þeir sem áður hafi leitað hjálpar hafi komið aftur. Það virðist hafa ýfst upp þeirra eigin tilfinning eftir að hafa hlustað á það sem er í gangi í samfélaginu,“ segir Guðrún. Þá vekur það athygli að fjöldi þeirra mála sem komu á borð Stígamóta í fyrra voru áratugagömul. Guðrún telur að í kjölfar samfélagsumræðunnar, til dæmis í kring um MeToo byltinguna, hafi margt fullorðið fólk komið til þeirra með áratuga gamlar sögur. Mörg mál þar sem viðkomandi voru beitt ofbeldi sem börn. „Það sem að einkennir hópinn okkar er að hann er að koma hingað með eldgömul mál,“ segir Guðrún. „Það voru 132 sem sögðu að ofbeldi gegn sér hefði hafist fyrir ellefu ára aldur og 70 prósent segja að ofbeldi hafi hafist áður en viðkomandi varð átján ára. Fólk er hinsvegar að koma hingað fullorðið vegna þess að við getum ekki tekið á móti börnum nema að mál þeirra séu þekkt. Þannig að við erum að hirða upp mál sem hafa farið fram hjá lögreglu, Barnahúsi og barnaverndarnefndum.“ Fatlaðar konur eiga þá í sérstakri hættu á að verða fyrir ofbeldi en skýrsla Evrópuþingsins um ofbeldi bendir til dæmis til þess að um 80 prósent fatlaðra kvenna hafa orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Aukin aðsókn á Stígamótum átti líka við um fólk með skerðingar. Fjöldi þeirra jókst um 33 prósent á meðan heildarfjölgunin í aðsókn nam 30 prósent. Þannig varð hópur fólks með skerðingar stærri hluti heildarhópsins en áður hefur mælst. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Ég held að það hafi gerst í ár sem við þekkjum frá fyrri árum að aðsókn endurspegli umræðu í samfélaginu,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Það var 30 prósent aukning á nýjum andlitum hér á Stígamótum. Það eru nærri 500 manns.“ Þessar tölur og fleiri komu fram í ársskýrslu Stígamóta sem kom út í morgun. Guðrún kynnti skýrsluna fyrir blaðamönnum en í máli hennar kom meðal annars fram að aldrei hafi verið jafn mikil aukning á málum á milli ára. „Það voru 112 fleiri en við höfðum séð frá árinu áður. Við höfum aldrei séð álíka tölur“ segir hún en 484 einstaklingar leituðu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra en næstflest ný mál á borði Stígamóta voru árið 1992 þegar 454 mál komu inn.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir fjölgun mála í takt við samfélagsumræðunaMynd/SigurjónÞá voru tæplega þúsund manns sem komu aftur til Stígamóta og fylgdu starfseminni á milli ára. „Það er svona ákveðinn mælikvarði á það að þeir sem áður hafi leitað hjálpar hafi komið aftur. Það virðist hafa ýfst upp þeirra eigin tilfinning eftir að hafa hlustað á það sem er í gangi í samfélaginu,“ segir Guðrún. Þá vekur það athygli að fjöldi þeirra mála sem komu á borð Stígamóta í fyrra voru áratugagömul. Guðrún telur að í kjölfar samfélagsumræðunnar, til dæmis í kring um MeToo byltinguna, hafi margt fullorðið fólk komið til þeirra með áratuga gamlar sögur. Mörg mál þar sem viðkomandi voru beitt ofbeldi sem börn. „Það sem að einkennir hópinn okkar er að hann er að koma hingað með eldgömul mál,“ segir Guðrún. „Það voru 132 sem sögðu að ofbeldi gegn sér hefði hafist fyrir ellefu ára aldur og 70 prósent segja að ofbeldi hafi hafist áður en viðkomandi varð átján ára. Fólk er hinsvegar að koma hingað fullorðið vegna þess að við getum ekki tekið á móti börnum nema að mál þeirra séu þekkt. Þannig að við erum að hirða upp mál sem hafa farið fram hjá lögreglu, Barnahúsi og barnaverndarnefndum.“ Fatlaðar konur eiga þá í sérstakri hættu á að verða fyrir ofbeldi en skýrsla Evrópuþingsins um ofbeldi bendir til dæmis til þess að um 80 prósent fatlaðra kvenna hafa orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Aukin aðsókn á Stígamótum átti líka við um fólk með skerðingar. Fjöldi þeirra jókst um 33 prósent á meðan heildarfjölgunin í aðsókn nam 30 prósent. Þannig varð hópur fólks með skerðingar stærri hluti heildarhópsins en áður hefur mælst.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent