Veiðifélag Víðidalsár átelur skipulagsstofnun fyrir hringlandahátt Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2018 14:37 Þeim í Víðidalnum líst ekki á blikuna vegna sjókvíaeldis en veiðifélög um land allt hafa þungar áhyggjur af sjókvíaeldi sem til stendur að stórauka við Íslandsstrendur. einar falur Veiðifélag Víðdalsár átelur Skipulagsstofnun fyrir hringlandahátt og mótmælir eindregið öllum hugmyndum um útgáfu eldisleyfa á norskum kynbættum laxi í opnum sjókvíum, bæði á Vestfjörðum sem og Austfjörðum.Öflugt félag sem að Víðidalsá stendur Veiðifélag Víðidalsár er öflugt félag en Víðidalsá er ein af þekktustu lax- og silungsveiðiám landsins. Áin rennur af húnvetnsku heiðunum um Víðidalinn og fellur þaðan í stöðuvatnið Hópið. Að baki félaginu standa 42 bæir. Fundurinn sendi frá sér harðorða ályktun en tilefnið eru áform um stóraukið laxaeldi við Íslandsstrendur. Fyrir Alþingi er nú til meðferðar frumvarp um breytingar á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi. Og því vill Veiðifélag Víðidalsár senda frá sér ályktun um sjókvíaeldi, svohljóðandi:Ályktun Veiðifélags Víðidalsár „Aðalfundur Veiðifélags Víðidalsár haldinn í Tjarnarbrekku 9. apríl 2018 mótmælir öllum hugmyndum um útgáfu eldisleyfa á norskum kynbættum laxi í opnum sjókvíum bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Fundurinn minnir á að Hafrannsóknarstofnun leggst gegn stjórnlausu laxeldi í sjókvíum í áhættumati sínu og telur að það geti stórskaðað villta laxastofna landsins. Þá bendir fundurinn á nálægð við verðmætar laxveiðiár allt í kringum landið og þau miklu náttúruverðmæti sem þar eru í húfi.Fundurinn átelur Skipulagsstofnun fyrir hringlandahátt svo sem í Ísafjarðardjúpi, þegar stofnunin dró til baka álit sitt nýverið þar sem stofnunin lagðist gegn fyrirhuguðu laxeldi. Fundurinn skorar á núverandi umhverfisráðherra Guðmund Inga Guðbrandsson, að sitja ekki hjá í þessu mikilvæga náttúruverndarmáli.“ Ályktunin var samþykkt samhljóða og hefur hún verið send umhverfisráðherra sem og þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Umhverfismál Tengdar fréttir Veiðimenn hafa þungar áhyggjur af sjókvíaeldinu Fyrsta íslenska fluguveiðisýningin verður haldin í næsta mánuði. 19. febrúar 2018 10:26 Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. 22. janúar 2018 06:00 Full ástæða til að óttast erfðablöndun í laxeldi Einn helsti sérfræðingur Noregs á sviði rannsókna á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis segir að full ástæða sé til að óttast erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa hér á landi. 1. febrúar 2018 22:44 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Veiðifélag Víðdalsár átelur Skipulagsstofnun fyrir hringlandahátt og mótmælir eindregið öllum hugmyndum um útgáfu eldisleyfa á norskum kynbættum laxi í opnum sjókvíum, bæði á Vestfjörðum sem og Austfjörðum.Öflugt félag sem að Víðidalsá stendur Veiðifélag Víðidalsár er öflugt félag en Víðidalsá er ein af þekktustu lax- og silungsveiðiám landsins. Áin rennur af húnvetnsku heiðunum um Víðidalinn og fellur þaðan í stöðuvatnið Hópið. Að baki félaginu standa 42 bæir. Fundurinn sendi frá sér harðorða ályktun en tilefnið eru áform um stóraukið laxaeldi við Íslandsstrendur. Fyrir Alþingi er nú til meðferðar frumvarp um breytingar á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi. Og því vill Veiðifélag Víðidalsár senda frá sér ályktun um sjókvíaeldi, svohljóðandi:Ályktun Veiðifélags Víðidalsár „Aðalfundur Veiðifélags Víðidalsár haldinn í Tjarnarbrekku 9. apríl 2018 mótmælir öllum hugmyndum um útgáfu eldisleyfa á norskum kynbættum laxi í opnum sjókvíum bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Fundurinn minnir á að Hafrannsóknarstofnun leggst gegn stjórnlausu laxeldi í sjókvíum í áhættumati sínu og telur að það geti stórskaðað villta laxastofna landsins. Þá bendir fundurinn á nálægð við verðmætar laxveiðiár allt í kringum landið og þau miklu náttúruverðmæti sem þar eru í húfi.Fundurinn átelur Skipulagsstofnun fyrir hringlandahátt svo sem í Ísafjarðardjúpi, þegar stofnunin dró til baka álit sitt nýverið þar sem stofnunin lagðist gegn fyrirhuguðu laxeldi. Fundurinn skorar á núverandi umhverfisráðherra Guðmund Inga Guðbrandsson, að sitja ekki hjá í þessu mikilvæga náttúruverndarmáli.“ Ályktunin var samþykkt samhljóða og hefur hún verið send umhverfisráðherra sem og þingmönnum Norðvesturkjördæmis.
Umhverfismál Tengdar fréttir Veiðimenn hafa þungar áhyggjur af sjókvíaeldinu Fyrsta íslenska fluguveiðisýningin verður haldin í næsta mánuði. 19. febrúar 2018 10:26 Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. 22. janúar 2018 06:00 Full ástæða til að óttast erfðablöndun í laxeldi Einn helsti sérfræðingur Noregs á sviði rannsókna á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis segir að full ástæða sé til að óttast erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa hér á landi. 1. febrúar 2018 22:44 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Veiðimenn hafa þungar áhyggjur af sjókvíaeldinu Fyrsta íslenska fluguveiðisýningin verður haldin í næsta mánuði. 19. febrúar 2018 10:26
Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. 22. janúar 2018 06:00
Full ástæða til að óttast erfðablöndun í laxeldi Einn helsti sérfræðingur Noregs á sviði rannsókna á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis segir að full ástæða sé til að óttast erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa hér á landi. 1. febrúar 2018 22:44