Spielberg fyrstur yfir tíu milljarða Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2018 13:40 Steven Spielberg er hér mögulega að útskýra hvernig hann þarf einungis að snerta handrit til að breyta því í peninga. Vísir/Getty Kvikmyndir leikstjórans Steven Spielberg hafa samanlagt halað rúmlega tíu milljarða dala í kvikmyndahúsum. Spielberg er fyrsti leikstjórinn sem nær þessum árangri og var það nýjasta mynd hans Ready Player One sem skaut honum yfir milljarðana tíu. Næstir á eftir honum eru þeir Peter Jackson með 6,52 milljarða dala og Michael Bay með 6,4 milljarða. James Cameron er með 6,1 milljarð, David Yates er með 5,3 milljarða og Christopher Nolan með 4,7. Svo það er nokkuð ljóst að Spielberg er í sérflokki þegar kemur að tekjum kvikmynda. Allra tekjuhæsta mynd Spielberg er Jurassic Park, sem halaði inn 938,9 milljónum dala. Þar á eftir kemur Indiana Jons and the Kingdom of the Crystal Skull með 786,6 milljónir. ET er með 717, The Lost World: Jurrassic Park er með 618,6 og War of the Worlds er með 591.7 milljónir. Tvær af hans þekktustu myndum, Raiders of the Lost Ark og Close Encounters of the Third Kind, eru ekki með þeim tíu tekjuhæstu kvikmyndum sem Spielberg hefur gert.Spielberg er með þrjár myndir í smíðum, samkvæmt IMDB, og eru þær West Side Story, The Kidnapping of Edgardo Mortara og fimmta myndin um ævintýri Indiana Jones. Bíó og sjónvarp Mest lesið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Kvikmyndir leikstjórans Steven Spielberg hafa samanlagt halað rúmlega tíu milljarða dala í kvikmyndahúsum. Spielberg er fyrsti leikstjórinn sem nær þessum árangri og var það nýjasta mynd hans Ready Player One sem skaut honum yfir milljarðana tíu. Næstir á eftir honum eru þeir Peter Jackson með 6,52 milljarða dala og Michael Bay með 6,4 milljarða. James Cameron er með 6,1 milljarð, David Yates er með 5,3 milljarða og Christopher Nolan með 4,7. Svo það er nokkuð ljóst að Spielberg er í sérflokki þegar kemur að tekjum kvikmynda. Allra tekjuhæsta mynd Spielberg er Jurassic Park, sem halaði inn 938,9 milljónum dala. Þar á eftir kemur Indiana Jons and the Kingdom of the Crystal Skull með 786,6 milljónir. ET er með 717, The Lost World: Jurrassic Park er með 618,6 og War of the Worlds er með 591.7 milljónir. Tvær af hans þekktustu myndum, Raiders of the Lost Ark og Close Encounters of the Third Kind, eru ekki með þeim tíu tekjuhæstu kvikmyndum sem Spielberg hefur gert.Spielberg er með þrjár myndir í smíðum, samkvæmt IMDB, og eru þær West Side Story, The Kidnapping of Edgardo Mortara og fimmta myndin um ævintýri Indiana Jones.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira