Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Hersir Aron Ólafsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 1. apríl 2018 20:10 Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. Hann telur ólíklegt að meirihluti bæjarbúa séu móttfallnir fyrirhugðu niðurrifi. Lengi hefur staðið styr um húsnæðisins við Framnesveg 9 þar sem sundhöll Keflavíkur var áður starfrækt. Húsið var byggt á fimmta áratug síðustu aldar en til stendur að rífa það til að rýma fyrir nýrri íbúðabyggð. Bæjarstjórnin heimilaði niðurrif og uppbyggingu á dögunum en hollvinir hússins ætla að kæra afgreiðslu málsins hjá umhverfis- og skipulagsnefnd. Þeir telja einn nefndarmanna vanhæfan. „Þetta er nefndarmaður sem er vensluð eigendum hússins og í öllum málum sem varða það fyrirtæki og þessa uppbyggingu á þessum reit, eða þessi deilskipulagsáform, þá hefur hún alltaf vikið, þar til núna og það er kannski eina skiptið sem hennar atkvæði skiptir máli því það fór þrjú tvö,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka sundhallarinnar. „Við förum eftir lögum sem heita sveitarstjórnarlög og í 20. grein þeirra laga stendur svo ekki er um villst að viðkomandi nefndarmaður var ekki vanhæfur í málinu,“ segir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Ástand hússins er miður gott en þar er hnefaleikafélag bæjarins nú með aðstöðu. Eigandi hússins vill rífa það og byggja á reitnum. Ragnheiður Elín telur hins vegar að hægt væri að koma því í betra ástand og önnur not. „Það er verið að þyrla upp moldviðri í málinu. Ég held að við eigum bara að fara að hugsa um það sem skiptir máli í þessu. Það er búið að liggja fyrir síðan 2006 að þessi sundlaug átti að fara,“ segir Guðbrandur. Nokkuð virkur Facebook hópur með 1.550 meðlimi berst gegn niðurrifi hússins, en á þeim vettvangi var efnt til undirskriftarsöfnunar um málið. „Ég held að það hafi fengist fimm hundrað undirskriftir. Þar af var helmingurinn búsettur utan svæðis,“ segir Guðbrandur. Ragnheiður Elín segir hins vegar að húsið hafi mikið tilfinningagildi fyrir fjölda bæjarbúa, íbúarnir hafi sjálfir safnað fyrir og byggt höllina sem auk þess sé hönnuð af einum ástsælasta arkitekt þjóðarinnar, Guðjóni Samúelssyni. „Þetta er einungis ein af þremur byggingum sem teiknuð er af Guðjóni hér í bænum þannig að þá aðeins af þeirri ástæðu þykir okkur hún mjög varðveisluverð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir. Reykjanesbær Sundlaugar Tengdar fréttir Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. Hann telur ólíklegt að meirihluti bæjarbúa séu móttfallnir fyrirhugðu niðurrifi. Lengi hefur staðið styr um húsnæðisins við Framnesveg 9 þar sem sundhöll Keflavíkur var áður starfrækt. Húsið var byggt á fimmta áratug síðustu aldar en til stendur að rífa það til að rýma fyrir nýrri íbúðabyggð. Bæjarstjórnin heimilaði niðurrif og uppbyggingu á dögunum en hollvinir hússins ætla að kæra afgreiðslu málsins hjá umhverfis- og skipulagsnefnd. Þeir telja einn nefndarmanna vanhæfan. „Þetta er nefndarmaður sem er vensluð eigendum hússins og í öllum málum sem varða það fyrirtæki og þessa uppbyggingu á þessum reit, eða þessi deilskipulagsáform, þá hefur hún alltaf vikið, þar til núna og það er kannski eina skiptið sem hennar atkvæði skiptir máli því það fór þrjú tvö,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka sundhallarinnar. „Við förum eftir lögum sem heita sveitarstjórnarlög og í 20. grein þeirra laga stendur svo ekki er um villst að viðkomandi nefndarmaður var ekki vanhæfur í málinu,“ segir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Ástand hússins er miður gott en þar er hnefaleikafélag bæjarins nú með aðstöðu. Eigandi hússins vill rífa það og byggja á reitnum. Ragnheiður Elín telur hins vegar að hægt væri að koma því í betra ástand og önnur not. „Það er verið að þyrla upp moldviðri í málinu. Ég held að við eigum bara að fara að hugsa um það sem skiptir máli í þessu. Það er búið að liggja fyrir síðan 2006 að þessi sundlaug átti að fara,“ segir Guðbrandur. Nokkuð virkur Facebook hópur með 1.550 meðlimi berst gegn niðurrifi hússins, en á þeim vettvangi var efnt til undirskriftarsöfnunar um málið. „Ég held að það hafi fengist fimm hundrað undirskriftir. Þar af var helmingurinn búsettur utan svæðis,“ segir Guðbrandur. Ragnheiður Elín segir hins vegar að húsið hafi mikið tilfinningagildi fyrir fjölda bæjarbúa, íbúarnir hafi sjálfir safnað fyrir og byggt höllina sem auk þess sé hönnuð af einum ástsælasta arkitekt þjóðarinnar, Guðjóni Samúelssyni. „Þetta er einungis ein af þremur byggingum sem teiknuð er af Guðjóni hér í bænum þannig að þá aðeins af þeirri ástæðu þykir okkur hún mjög varðveisluverð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Reykjanesbær Sundlaugar Tengdar fréttir Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum