Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. febrúar 2018 14:40 Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. Vísir/Getty Mannúðarsamtök áætla að meira en 500 manns hafi fallið í loftárásum Sýrlandshers á Ghouta héraðið í Damaskus í vikunni en þetta eru mannskæðustu árásir frá því stríðið í Sýrlandi hófst fyrir sjö árum. Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti vopnahlé einróma á fundi sínum á áttunda tímanum í gærkvöldi að íslenskum tíma. Ályktun ráðsins um vopnahlé í þrjátíu daga var samþykkt eftir nær linnulausar loftárásir Sýrlandshers á Ghouta úthverfið í Damaskus í vikunni en þetta eru mannskæðustu árásir í borgarastríðinu í Sýrlandi frá því það hófst fyrir sjö árum. Vopnahlé átti að taka gildi þegar í stað en vef Guardian segir að óvíst sé hversu lengi það vari eða hvort það verði yfirleitt virt. Nokkrum mínútum eftir að ályktun um vopnahlé var samþykkt í öryggisráðinu var greint frá því að herþotur Sýrlandshers hefðu gert loftárásir á Ghouta. Þá vöknuðu íbúar í nokkrum bæjum austurhluta Ghouta við loftárásir í morgun að því fram kemur á fréttavef Reuters. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights áætla að meira en 500 manns hafi látist í loftárásum á Ghouta í vikunni og að á meðal látinna séu konur og börn. Samtökin Læknar án landamæra telja að 520 hafi látist í árásunum sem hafa meðal annars beinst að sjúkrahúsum. Ályktun öryggisráðsins um vopnahlé nær til alls Sýrlands nema þeirra svæða þar sem hernaðaraðgerðir standa yfir gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS, Al-Nusra og hópum sem tengjast Al Qaeda að því er fram kemur í New York Times. Markmiðið er að tryggja mannúðaraðstoð á stríðshrjáðum svæðum og koma særðum undir læknishendur. Atkvæðagreiðsla frestaðist dögum saman í öryggisráðinu því Rússar gerðu ágreining um orðalag í ályktuninni. Hefur þessi dráttur á atkvæðagreiðslu verið harðlega gagnrýndur. Meðal annars af Nikki Haley sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum og Stephen Hickey fulltrúa Bretlands í öryggisráðinu. Tengdar fréttir Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Sjá meira
Mannúðarsamtök áætla að meira en 500 manns hafi fallið í loftárásum Sýrlandshers á Ghouta héraðið í Damaskus í vikunni en þetta eru mannskæðustu árásir frá því stríðið í Sýrlandi hófst fyrir sjö árum. Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti vopnahlé einróma á fundi sínum á áttunda tímanum í gærkvöldi að íslenskum tíma. Ályktun ráðsins um vopnahlé í þrjátíu daga var samþykkt eftir nær linnulausar loftárásir Sýrlandshers á Ghouta úthverfið í Damaskus í vikunni en þetta eru mannskæðustu árásir í borgarastríðinu í Sýrlandi frá því það hófst fyrir sjö árum. Vopnahlé átti að taka gildi þegar í stað en vef Guardian segir að óvíst sé hversu lengi það vari eða hvort það verði yfirleitt virt. Nokkrum mínútum eftir að ályktun um vopnahlé var samþykkt í öryggisráðinu var greint frá því að herþotur Sýrlandshers hefðu gert loftárásir á Ghouta. Þá vöknuðu íbúar í nokkrum bæjum austurhluta Ghouta við loftárásir í morgun að því fram kemur á fréttavef Reuters. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights áætla að meira en 500 manns hafi látist í loftárásum á Ghouta í vikunni og að á meðal látinna séu konur og börn. Samtökin Læknar án landamæra telja að 520 hafi látist í árásunum sem hafa meðal annars beinst að sjúkrahúsum. Ályktun öryggisráðsins um vopnahlé nær til alls Sýrlands nema þeirra svæða þar sem hernaðaraðgerðir standa yfir gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS, Al-Nusra og hópum sem tengjast Al Qaeda að því er fram kemur í New York Times. Markmiðið er að tryggja mannúðaraðstoð á stríðshrjáðum svæðum og koma særðum undir læknishendur. Atkvæðagreiðsla frestaðist dögum saman í öryggisráðinu því Rússar gerðu ágreining um orðalag í ályktuninni. Hefur þessi dráttur á atkvæðagreiðslu verið harðlega gagnrýndur. Meðal annars af Nikki Haley sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum og Stephen Hickey fulltrúa Bretlands í öryggisráðinu.
Tengdar fréttir Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Sjá meira
Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33
Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00