Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 21:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. Vísir/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson birti í kvöld upplýsingar um akstur sinn. Mikið hefur verið rætt um akstursgreiðslur þingmanna síðustu vikur og segir Sigmundur Davíð að hann hafi ekki farið fram á akstursgreiðslur nema í sérstökum tilfellum. Telur hann að akstur sinn vegna vinnuferða síðustu sjö ára hafi verið í kringum 145.000 kílómetrar. Sigmundur skrifar um þetta á Facebook síðu sinni og segir þar meðal annars að hann greiði oftar en ekki eigin dvalarkostnað og fari ekki fram á endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og Reykjavíkur. „Það er gömul saga og ný að það er ekki alltaf sama hver á í hlut þegar fjallað er um stjórnmálamenn. Einhverra hluta vegna hafa sumir séð sérstaka ástæðu til að setja út á að ég teldi rétt að eiga lögheimili í kjördæminu eins og aðrir landsbyggðarþingmenn. Því hefur jafnvel verið haldið fram að ég hljóti að hafa gert það í hagnaðarskyni. Auk þess ek ég mikið vegna starfsins, held fundi ofl. sem þessa dagana vekur spurningar um kostnaðargreiðslur. Ég hef ekki talið viðeigandi að gera mikið úr því þótt ég fari ekki fram á kostnaðargreiðslur sem ég á rétt á frá þinginu. Enda ekki ætlunin að gefa í skyn að slíkar greiðslur séu endilega óeðlilegar.“Oftar en ekki greitt dvalarkostnað sjálfur Sigmundur segir að umræðan og birting upplýsinga um kostnaðargreiðslur til þingmanna gefi þó gott tilefni til þess að fara yfir þessi mál. Sigmundur segir að hann hafi beðið þingið um að taka saman allar slíkar greiðslur til sín en hefur ekki enn fengið það yfirlit. Í millitíðinni vildi hann upplýsa um nokkra hluti á Facebook síðu sinni. „Þótt ég hafi ekki farið fram á akstursgreiðslur nema í sérstökum tilvikum hef ég haldið akstursdagbók og reiknast til að ég hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 km á ári vegna vinnuferða. Það á við um þau ár sem ég hef verið þingmaður en ekki ráðherra. Á tæpum 7 árum nemur þetta um 145.000 km.“ Sigmundur upplýsir þar einnig um annars konar kostnaðargreiðslur og kemur þar fram að hann sé með fasta mánaðarlega skattskylda greiðslu að upphæð 40.000 krónur vegna starfskostnaðar. „Eins og áður hefur komið fram hef ég ekki farið fram á greiðslur fyrir að eiga lögheimili í kjördæminu og heimili á höfuðborgarsvæðinu (53.161 kr. á mánuði) né fer ég fram á að fá endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og Reykjavíkur. Fastar greiðslur til landsbyggðarþingmanna vegna heimilis-/dvalarkostnaðar eru óháðar því hvort viðkomandi á lögheimili í kjördæminu eða ekki. Auk þess hef ég oftar en ekki greitt dvalarkostnað (hótelkostnað) vegna vinnu utan kjördæmisins og erlendis sjálfur.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson birti í kvöld upplýsingar um akstur sinn. Mikið hefur verið rætt um akstursgreiðslur þingmanna síðustu vikur og segir Sigmundur Davíð að hann hafi ekki farið fram á akstursgreiðslur nema í sérstökum tilfellum. Telur hann að akstur sinn vegna vinnuferða síðustu sjö ára hafi verið í kringum 145.000 kílómetrar. Sigmundur skrifar um þetta á Facebook síðu sinni og segir þar meðal annars að hann greiði oftar en ekki eigin dvalarkostnað og fari ekki fram á endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og Reykjavíkur. „Það er gömul saga og ný að það er ekki alltaf sama hver á í hlut þegar fjallað er um stjórnmálamenn. Einhverra hluta vegna hafa sumir séð sérstaka ástæðu til að setja út á að ég teldi rétt að eiga lögheimili í kjördæminu eins og aðrir landsbyggðarþingmenn. Því hefur jafnvel verið haldið fram að ég hljóti að hafa gert það í hagnaðarskyni. Auk þess ek ég mikið vegna starfsins, held fundi ofl. sem þessa dagana vekur spurningar um kostnaðargreiðslur. Ég hef ekki talið viðeigandi að gera mikið úr því þótt ég fari ekki fram á kostnaðargreiðslur sem ég á rétt á frá þinginu. Enda ekki ætlunin að gefa í skyn að slíkar greiðslur séu endilega óeðlilegar.“Oftar en ekki greitt dvalarkostnað sjálfur Sigmundur segir að umræðan og birting upplýsinga um kostnaðargreiðslur til þingmanna gefi þó gott tilefni til þess að fara yfir þessi mál. Sigmundur segir að hann hafi beðið þingið um að taka saman allar slíkar greiðslur til sín en hefur ekki enn fengið það yfirlit. Í millitíðinni vildi hann upplýsa um nokkra hluti á Facebook síðu sinni. „Þótt ég hafi ekki farið fram á akstursgreiðslur nema í sérstökum tilvikum hef ég haldið akstursdagbók og reiknast til að ég hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 km á ári vegna vinnuferða. Það á við um þau ár sem ég hef verið þingmaður en ekki ráðherra. Á tæpum 7 árum nemur þetta um 145.000 km.“ Sigmundur upplýsir þar einnig um annars konar kostnaðargreiðslur og kemur þar fram að hann sé með fasta mánaðarlega skattskylda greiðslu að upphæð 40.000 krónur vegna starfskostnaðar. „Eins og áður hefur komið fram hef ég ekki farið fram á greiðslur fyrir að eiga lögheimili í kjördæminu og heimili á höfuðborgarsvæðinu (53.161 kr. á mánuði) né fer ég fram á að fá endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og Reykjavíkur. Fastar greiðslur til landsbyggðarþingmanna vegna heimilis-/dvalarkostnaðar eru óháðar því hvort viðkomandi á lögheimili í kjördæminu eða ekki. Auk þess hef ég oftar en ekki greitt dvalarkostnað (hótelkostnað) vegna vinnu utan kjördæmisins og erlendis sjálfur.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02
Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?