Þingmenn og Eyþór heimsækja lögguna Jakob Bjarnar skrifar 16. febrúar 2018 10:11 Glatt á hjalla. Vaskir laganna verðir, þingmenn, lögreglustjóri, ráðherra og Eyþór stilla sér upp fyrir ljósmyndara lögreglunnar. Þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins auk Eyþórs Arnalds frambjóðanda, fóru fylktu liði á lögreglustöðina í gær. Um var að ræða hálfopinbera heimsókn. Fyrir fríðum flokki Sjálfstæðismanna fór Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og aðstoðarmaður hennar, Laufey Rún Ketilsdóttir en jafnframt voru með í för þingmennirnir Brynjar Níelsson, Óli Björn Kárason, Birgir Ármannsson auk Eyþórs Arnalds sem nýverið sigraði í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í borginni. Nokkra athygli vakti á dögunum þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísaði Eyþóri af fundi, vegna þess að hann hafði enga lögformlega stöðu né hafði honum verið boðið. Eyþór var þá í föruneyti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Margir Sjálfstæðismenn fyrrtust fyrir hönd Eyþórs, meðal annarra Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins, en Dagur sagði að Eyþór hefði ekki átt þarna neitt erindi. En, ljóst er að þingmenn Sjálfstæðisflokkinn ætla ekki að halda Eyþóri úti í kuldanum þó staða hans sé óljós. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók fagnandi á móti Sjálfstæðismönnunum eins og sjá má af mynd sem þeir birtu á Facebooksíðu sinni. „Það er oft gestkvæmt á lögreglustöðinni, en í gær kom hópur sjálfstæðismanna í heimsókn og fundaði með okkar fólki. Þeir höfðu áhuga á að fræðast meira um starfsemi lögreglunnar og var það auðsótt mál,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Jafnframt segir að fundurinn var hinn ánægjulegasti, „en nokkuð reglulega sækja stjórnmálamenn okkur heim og er það vel að þeir, sem og aðrir, sýni starfi lögreglunnar áhuga.“ Meðal þeirra sem tóku á móti Sjálfstæðismönnunum var lögreglustjórinn sjálfur, Sigríður Björg Guðjónsdóttir. Lögreglumál Tengdar fréttir Guðlaugur trúði ekki augum sínum og eyrum í Höfða Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinum, segir utanríkisráðherra. 13. febrúar 2018 12:51 Eyþór vildi setjast í stól forsætisráðherra Borgarstjóri fer yfir æsilega atburðina í Höfða. 14. febrúar 2018 13:57 Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins auk Eyþórs Arnalds frambjóðanda, fóru fylktu liði á lögreglustöðina í gær. Um var að ræða hálfopinbera heimsókn. Fyrir fríðum flokki Sjálfstæðismanna fór Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og aðstoðarmaður hennar, Laufey Rún Ketilsdóttir en jafnframt voru með í för þingmennirnir Brynjar Níelsson, Óli Björn Kárason, Birgir Ármannsson auk Eyþórs Arnalds sem nýverið sigraði í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í borginni. Nokkra athygli vakti á dögunum þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísaði Eyþóri af fundi, vegna þess að hann hafði enga lögformlega stöðu né hafði honum verið boðið. Eyþór var þá í föruneyti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Margir Sjálfstæðismenn fyrrtust fyrir hönd Eyþórs, meðal annarra Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins, en Dagur sagði að Eyþór hefði ekki átt þarna neitt erindi. En, ljóst er að þingmenn Sjálfstæðisflokkinn ætla ekki að halda Eyþóri úti í kuldanum þó staða hans sé óljós. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók fagnandi á móti Sjálfstæðismönnunum eins og sjá má af mynd sem þeir birtu á Facebooksíðu sinni. „Það er oft gestkvæmt á lögreglustöðinni, en í gær kom hópur sjálfstæðismanna í heimsókn og fundaði með okkar fólki. Þeir höfðu áhuga á að fræðast meira um starfsemi lögreglunnar og var það auðsótt mál,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Jafnframt segir að fundurinn var hinn ánægjulegasti, „en nokkuð reglulega sækja stjórnmálamenn okkur heim og er það vel að þeir, sem og aðrir, sýni starfi lögreglunnar áhuga.“ Meðal þeirra sem tóku á móti Sjálfstæðismönnunum var lögreglustjórinn sjálfur, Sigríður Björg Guðjónsdóttir.
Lögreglumál Tengdar fréttir Guðlaugur trúði ekki augum sínum og eyrum í Höfða Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinum, segir utanríkisráðherra. 13. febrúar 2018 12:51 Eyþór vildi setjast í stól forsætisráðherra Borgarstjóri fer yfir æsilega atburðina í Höfða. 14. febrúar 2018 13:57 Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Guðlaugur trúði ekki augum sínum og eyrum í Höfða Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinum, segir utanríkisráðherra. 13. febrúar 2018 12:51
Eyþór vildi setjast í stól forsætisráðherra Borgarstjóri fer yfir æsilega atburðina í Höfða. 14. febrúar 2018 13:57
Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01