Innlent

Bíða með lóðina sem Spretta vill

Haraldur Guðmundsson skrifar
Stefán Karl Stefánsson leikari.
Stefán Karl Stefánsson leikari. vísir/andri marinó
Hafnarstjórn Hafnarfjarðar mun ekki ráðstafa lóð sem sprotafyrirtækið Spretta hefur óskað eftir við Strandgötu 86, undir gámaþorp fyrir ræktun spretta (e. microgreens) og salats, fyrr en frekari ákvörðun liggur fyrir um framtíðarskipan á svæðinu.

Telur stjórnin að um áhugavert verkefni sé að ræða en bendir á að samkeppni standi nú yfir um skipulag Flensborgarhafnar/Óseyrarsvæðisins.

Fréttablaðið greindi um miðjan nóvember frá bréfi forsvarsmanna Sprettu, þeirra Stefáns Karls Stefánssonar leikara og Soffíu Steingrímsdóttur, til bæjaryfirvalda þar sem þau óskuðu eftir samstarfi vegna tímabundins tilraunaverkefnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×