Verkefnisstjóri Alzheimersamtakanna gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2018 22:00 Fræðslu og verkefnisstjóri Alzheimersamtakan gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda í málefnum heilabilaðra, það vanti nauðsynlega stefnu til að geta veitt bestu þjónustu. Í dag eru um fjögur þúsund manns á Íslandi með Alzheimer sem er ólæknandi sjúkdómur. Sirrý Sif Sigurlaugardóttir fræðslu og verkefnisstjóri hjá Alzheimer samtökunum mætti í vikunni á Selfoss til að kynna starfsemi samtakanna og ræða um sjúkdóminn. Í leiðinni fór fram kynning á Vinaminni á Selfossi sem er sérhæfð dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun. Alzheimerssjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila þar sem taugafrumur í heilanum rýrna smám saman og deyja svo ein af annarri. Fyrstu einkenni sjúkdómsins koma oftast fram á efri árum þó dæmi séu um tilvik sjúkdómsins fyrir miðjan aldur. Sirrý Sif kom víða við í erindi sínum. „En við getum hreyft okkur og borðað hollt, þjálfað heilan, haldið okkur virkum, verið í jákvæðum félagslegum samskiptum og það minnkar líkurnar á heilabilunarsjúkdómum.“En hvenær vitum við hvort við erum með Alzheimer eða ekki ?„Það er eðlilegt að ég muni ekki í svipinn hvað þú heitir en það er ekki eðlilegt að muna ekki til hvers á að nota glas eða að glas heitir glas.“Sirrý segir ástandið á íslandi ekki nægilega gott hvað varðar Alzheimersjúkdóminn og beinir gagnrýni sinni á stjórnvöld. „Okkur sárlega vantar stefnu sem fylgir fjármagn til að geta veitt bestu þjónustu. Þá á ég við að fólk þarf að geta gengið að því vísu, þegar það fer í greiningu, inn í hvaða þjónustuferli það fer. Og það þarf að hafa aðgang að þjónustu hvar sem það býr á landinu. Ekki bara á höfuðborgarsvæðinu.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra átti fund með Alzheimersamtökunum í vikunni þar sem rætt var um þingsályktunartillögu um um heildstæða stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun. Ráðherra ætlar að setja af stað vinnu innan ráðuneytisins á grundvelli tillögunnar. Fyrsta skref verður að skoða framkvæmd og þjónustu við fólk með alzheimer og heilabilun á Norðurlöndunum og þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Í kjölfarið verði mótuð stefna í málefnum einstaklinga með heilabilun og lagðar fram tillögur að bættri þjónustu, með þingsályktunartillöguna að leiðarljósi. Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fræðslu og verkefnisstjóri Alzheimersamtakan gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda í málefnum heilabilaðra, það vanti nauðsynlega stefnu til að geta veitt bestu þjónustu. Í dag eru um fjögur þúsund manns á Íslandi með Alzheimer sem er ólæknandi sjúkdómur. Sirrý Sif Sigurlaugardóttir fræðslu og verkefnisstjóri hjá Alzheimer samtökunum mætti í vikunni á Selfoss til að kynna starfsemi samtakanna og ræða um sjúkdóminn. Í leiðinni fór fram kynning á Vinaminni á Selfossi sem er sérhæfð dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun. Alzheimerssjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila þar sem taugafrumur í heilanum rýrna smám saman og deyja svo ein af annarri. Fyrstu einkenni sjúkdómsins koma oftast fram á efri árum þó dæmi séu um tilvik sjúkdómsins fyrir miðjan aldur. Sirrý Sif kom víða við í erindi sínum. „En við getum hreyft okkur og borðað hollt, þjálfað heilan, haldið okkur virkum, verið í jákvæðum félagslegum samskiptum og það minnkar líkurnar á heilabilunarsjúkdómum.“En hvenær vitum við hvort við erum með Alzheimer eða ekki ?„Það er eðlilegt að ég muni ekki í svipinn hvað þú heitir en það er ekki eðlilegt að muna ekki til hvers á að nota glas eða að glas heitir glas.“Sirrý segir ástandið á íslandi ekki nægilega gott hvað varðar Alzheimersjúkdóminn og beinir gagnrýni sinni á stjórnvöld. „Okkur sárlega vantar stefnu sem fylgir fjármagn til að geta veitt bestu þjónustu. Þá á ég við að fólk þarf að geta gengið að því vísu, þegar það fer í greiningu, inn í hvaða þjónustuferli það fer. Og það þarf að hafa aðgang að þjónustu hvar sem það býr á landinu. Ekki bara á höfuðborgarsvæðinu.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra átti fund með Alzheimersamtökunum í vikunni þar sem rætt var um þingsályktunartillögu um um heildstæða stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun. Ráðherra ætlar að setja af stað vinnu innan ráðuneytisins á grundvelli tillögunnar. Fyrsta skref verður að skoða framkvæmd og þjónustu við fólk með alzheimer og heilabilun á Norðurlöndunum og þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Í kjölfarið verði mótuð stefna í málefnum einstaklinga með heilabilun og lagðar fram tillögur að bættri þjónustu, með þingsályktunartillöguna að leiðarljósi.
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira