Nýtt risaáfall fyrir Noru Mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2018 08:00 Nora Mörk. Vísir/Getty Norska handboltakonan Nora Mörk hefur síðustu mánuði verið glíma við nettröll og útbreiðslu viðkvæmra mynda af sér en í gærkvöldi kom annarskonar áfall. Nora vakti mikla athygli þegar hún sagði frá því að brotist hafi verið inn í símann hennar og stolið viðkvæmum myndum. Myndirnar hafa síðan poppað upp á netinu og farið mjög víða þrátt fyrir að Nora og fjölskylda hennar hafi gert allt í valdi sínu til að stoppa það. Áfallið í gær tengist hinsvegar ekki þessum viðkvæmu myndum eða útbreiðslu þeirra en nú mun reyna mikið á eina af bestu handboltakonum heimsins. Mörk var í gær að spila með liði sínu Györ á móti Nyköbing Falster í Meistaradeildinni þegar hún lenti illa eftir sextán mínútna leik í seinni hálfleik. Nora öskraði af sársauka og það var ljóst strax að hún var mikið meidd á hné. Nú er komið í ljós að hún sleit þarna krossband og verður frá keppni í sex mánuði. Verdens Gang fékk það staðfest frá upplýsingafulltrúa Györ að myndataka hefði sýnt fram á alvarleika meiðslanna. Nora Mörk staðfesti það líka sjálf inn á Instagram þar sem hún sagði að tímabilið sitt væri búið eins og sést hér fyrir neðan. So my season is over. Today my ACL ruptured..Thanks for all your messages #Iwillmissthis Da var sesongen min over. Korsbåndet røk dessverre i dagens kamp. Tusen takk for alle meldinger A post shared by Nora Mørk (@noramrk_9) on Feb 5, 2018 at 2:38pm PST Norska handboltasambandið ætlaði að hitta Nora Mörk seinna í þessum mánuði til að reyna að sannfæra hana um að hætta ekki í norska landsliðinu. Hún hafði hótað því eftir að henni fannst sambandið ekki taka á því þegar upp komst að leikmenn karlalandsliðsins væri að dreifa á milli sín myndunum af henni. Næsta stórmót hjá Þóri Hergeirssyni og stelpunum hans er EM í Frakklandi í desember. Nora ætti að vera komin til baka fyrir það ef allt gengur upp í endurhæfingunni. Hún þarf hinsvegar að gefa kosta á sér aftur. Þrátt fyrir meiðslin var Nora Mörk samt markahæst í sínu liði í leiknum í gær með átta mörk. Handbolti Tengdar fréttir Ætlar að heimsækja Noru Mörk og fara yfir myndamálið Fundur í febrúar og ein besta handboltakona heims er því til í að ræða málin við ráðamenn í norska handboltasambandinu. 29. janúar 2018 14:30 Danskir handboltamenn hafa verið að dreifa myndunum af Noru Mörk á milli sín í tvo mánuði Flóðbylja frétta af útbreiðslu mynda af norsku handboltakonunni Noru Mörk innan handboltaheimsins ætlar ekki neinn enda að taka. Nýjustu fréttirnar koma frá Danmörku. 19. janúar 2018 08:30 Afsökunin fyrir að birta myndirnar af Noru Mörk | Héldu að þær væru af Instagram Eitt dagblaðið sem birti stolnu myndirnir af norsku handboltakonunni Noru Mörk bauð blaðamannni Verdens Gang upp á eina lélegustu afsökun ársins þegar hann leitaði útskýringa á myndbirtingunum. 22. janúar 2018 12:30 Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00 Evrópsk dagblöð birta myndirnar af Noru Mörk | „Eins og að reyna að stoppa flóðbylgju“ Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú leitað aðstoðar norsku utanríkisþjónustunnar eftir að viðkvæmar myndir af henni fóru að birtast í evrópskum fjölmiðlum. 18. janúar 2018 08:30 Nora Mörk svarar Myrhol: Hefur ekki misst trúna á öllum karlmönnum Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú svarað gagnrýni fyrirliða norska karlalandsliðsins en Bjarte Myrhol gagnrýndi hana fyrir slæma tímasetningu á því þegar hún sagði frá því að viðkvæmar myndir af henni hefðu gengið á milli leikmanna norska karlalandsliðsins í handbolta. 17. janúar 2018 13:45 Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Norska handboltakonan Nora Mörk hefur síðustu mánuði verið glíma við nettröll og útbreiðslu viðkvæmra mynda af sér en í gærkvöldi kom annarskonar áfall. Nora vakti mikla athygli þegar hún sagði frá því að brotist hafi verið inn í símann hennar og stolið viðkvæmum myndum. Myndirnar hafa síðan poppað upp á netinu og farið mjög víða þrátt fyrir að Nora og fjölskylda hennar hafi gert allt í valdi sínu til að stoppa það. Áfallið í gær tengist hinsvegar ekki þessum viðkvæmu myndum eða útbreiðslu þeirra en nú mun reyna mikið á eina af bestu handboltakonum heimsins. Mörk var í gær að spila með liði sínu Györ á móti Nyköbing Falster í Meistaradeildinni þegar hún lenti illa eftir sextán mínútna leik í seinni hálfleik. Nora öskraði af sársauka og það var ljóst strax að hún var mikið meidd á hné. Nú er komið í ljós að hún sleit þarna krossband og verður frá keppni í sex mánuði. Verdens Gang fékk það staðfest frá upplýsingafulltrúa Györ að myndataka hefði sýnt fram á alvarleika meiðslanna. Nora Mörk staðfesti það líka sjálf inn á Instagram þar sem hún sagði að tímabilið sitt væri búið eins og sést hér fyrir neðan. So my season is over. Today my ACL ruptured..Thanks for all your messages #Iwillmissthis Da var sesongen min over. Korsbåndet røk dessverre i dagens kamp. Tusen takk for alle meldinger A post shared by Nora Mørk (@noramrk_9) on Feb 5, 2018 at 2:38pm PST Norska handboltasambandið ætlaði að hitta Nora Mörk seinna í þessum mánuði til að reyna að sannfæra hana um að hætta ekki í norska landsliðinu. Hún hafði hótað því eftir að henni fannst sambandið ekki taka á því þegar upp komst að leikmenn karlalandsliðsins væri að dreifa á milli sín myndunum af henni. Næsta stórmót hjá Þóri Hergeirssyni og stelpunum hans er EM í Frakklandi í desember. Nora ætti að vera komin til baka fyrir það ef allt gengur upp í endurhæfingunni. Hún þarf hinsvegar að gefa kosta á sér aftur. Þrátt fyrir meiðslin var Nora Mörk samt markahæst í sínu liði í leiknum í gær með átta mörk.
Handbolti Tengdar fréttir Ætlar að heimsækja Noru Mörk og fara yfir myndamálið Fundur í febrúar og ein besta handboltakona heims er því til í að ræða málin við ráðamenn í norska handboltasambandinu. 29. janúar 2018 14:30 Danskir handboltamenn hafa verið að dreifa myndunum af Noru Mörk á milli sín í tvo mánuði Flóðbylja frétta af útbreiðslu mynda af norsku handboltakonunni Noru Mörk innan handboltaheimsins ætlar ekki neinn enda að taka. Nýjustu fréttirnar koma frá Danmörku. 19. janúar 2018 08:30 Afsökunin fyrir að birta myndirnar af Noru Mörk | Héldu að þær væru af Instagram Eitt dagblaðið sem birti stolnu myndirnir af norsku handboltakonunni Noru Mörk bauð blaðamannni Verdens Gang upp á eina lélegustu afsökun ársins þegar hann leitaði útskýringa á myndbirtingunum. 22. janúar 2018 12:30 Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00 Evrópsk dagblöð birta myndirnar af Noru Mörk | „Eins og að reyna að stoppa flóðbylgju“ Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú leitað aðstoðar norsku utanríkisþjónustunnar eftir að viðkvæmar myndir af henni fóru að birtast í evrópskum fjölmiðlum. 18. janúar 2018 08:30 Nora Mörk svarar Myrhol: Hefur ekki misst trúna á öllum karlmönnum Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú svarað gagnrýni fyrirliða norska karlalandsliðsins en Bjarte Myrhol gagnrýndi hana fyrir slæma tímasetningu á því þegar hún sagði frá því að viðkvæmar myndir af henni hefðu gengið á milli leikmanna norska karlalandsliðsins í handbolta. 17. janúar 2018 13:45 Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Ætlar að heimsækja Noru Mörk og fara yfir myndamálið Fundur í febrúar og ein besta handboltakona heims er því til í að ræða málin við ráðamenn í norska handboltasambandinu. 29. janúar 2018 14:30
Danskir handboltamenn hafa verið að dreifa myndunum af Noru Mörk á milli sín í tvo mánuði Flóðbylja frétta af útbreiðslu mynda af norsku handboltakonunni Noru Mörk innan handboltaheimsins ætlar ekki neinn enda að taka. Nýjustu fréttirnar koma frá Danmörku. 19. janúar 2018 08:30
Afsökunin fyrir að birta myndirnar af Noru Mörk | Héldu að þær væru af Instagram Eitt dagblaðið sem birti stolnu myndirnir af norsku handboltakonunni Noru Mörk bauð blaðamannni Verdens Gang upp á eina lélegustu afsökun ársins þegar hann leitaði útskýringa á myndbirtingunum. 22. janúar 2018 12:30
Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00
Evrópsk dagblöð birta myndirnar af Noru Mörk | „Eins og að reyna að stoppa flóðbylgju“ Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú leitað aðstoðar norsku utanríkisþjónustunnar eftir að viðkvæmar myndir af henni fóru að birtast í evrópskum fjölmiðlum. 18. janúar 2018 08:30
Nora Mörk svarar Myrhol: Hefur ekki misst trúna á öllum karlmönnum Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú svarað gagnrýni fyrirliða norska karlalandsliðsins en Bjarte Myrhol gagnrýndi hana fyrir slæma tímasetningu á því þegar hún sagði frá því að viðkvæmar myndir af henni hefðu gengið á milli leikmanna norska karlalandsliðsins í handbolta. 17. janúar 2018 13:45
Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24