Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2018 14:24 Nora Mörk hefur sýnt mikinn styrk í þessu leiðinlega máli. Vísir/Getty Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. Handboltakonan Nora Mörk hefur nú hótað því að hætta að spila með norska landsliðinu en Þórir vonast til að geta sannfært hana um að halda áfram. Nora Mörk segir að norska handboltasambandið hafi reynt að fela þá staðreynd að leikmenn norska karlalandsliðsins voru uppvísir að því að dreifa sín á milli viðkvæmum myndum af Noru Mörku sem hafði verið stolið úr síma hennar. „Þetta er skelfilega leiðinlegt og hræðilegt að þetta mál sé komið í þessa stöðu,“ sagði Þórir Hergeirsson í samtali við Verdens Gang. Næstu leikir norska landsliðsins eru í undankeppni næsta Evrópumóts þar sem Noregur mætir Króatíu í tveimur leikjum í mars. Evrópumótið fer síðan fram í Frakklandi í desember. „Ég er bjartsýnn á að hún haldi áfram með landsliðinu. Við erum að vinna í því,“ sagði Þórir. Thorir Hergeirsson om Mørk-saken: – Beklagelig og fryktelig leit https://t.co/Jl07VI09GC — VG (@vgnett) January 16, 2018 Það var mikið áfall fyrir Noru Mörk þegar hún komst að því að leikmenn karlalandsliðsins hafi verið að dreifa á milli sín myndunum af henni.Vísir/gettyÞórir staðfestir það að norska sambandið hafi fengið að vita af þessu 3. nóvember síðastliðinn. „Ég sendi þessar upplýsingar áfram á framkvæmdastjórann. Ég vil samt ekki ræða það meira. Það þarf að taka á þessu í stjórninni,“ sagði Þórir. „Ég hef reynt eftir minni bestu getu að styðja við bakið á Noru. Enginn okkar getur vitað hvað hún gekk í gegnum. Það var nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst,“ sagði Þórir. Þórir hrósar Noru fyrir að klára heimsmeistaramótið þar sem hún varð markahæsti leikmaðurinn og var kosin í úrvalslið mótsins. „Nora er mjög flott stelpa. Hún er mjög andlega sterk. Það eru ekki margir sem hefðu getað klárað stórmót verandi í hennar stöðu,“ sagði Þórir. Handbolti Tengdar fréttir Leikmaður Frakklands: Gott að sjá Noru Mørk gráta Alexandra Lacrabére, leikmaður nýkrýndra heimsmeistara Frakka í handbolta kvenna, sagði að norska liðið hafi sýnt hroka fyrir úrslitaleikinn á HM í gær. 18. desember 2017 15:15 Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Óprúttinn aðili braust inn í síma Noru Mørk, einnar bestu handboltakonu í heimi, í haust og stal þaðan persónulegum myndum og dreifði á veraldarvefnum. 14. nóvember 2017 13:00 Þórir um Noru Mörk: Hefði ekki getað verið á betri stað en hjá okkur í landsliðinu Nora Mörk varð fyrir áfalli þegar nektarmyndir af henni fóru í dreifingu á internetinu. 20. desember 2017 13:00 Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00 Krefur dólgana sem dreifðu nektarmyndum af henni um rúmar 28 milljónir Norska landsliðskonan í handbolta, Nora Mørk, krefst rúmlega 28 milljóna króna í skaðabætur frá mönnunum sem dreifðu nektarmyndum af henni. 11. desember 2017 09:00 Nora Mörk kærir fimmtán menn fyrir að dreifa myndunum af sér Norska handboltakonan Nora Mörk ætlar ekki gefa neitt eftir í baráttunni við þá óprúttnu aðila sem brutust inn í símann hennar í haust og komust yfir viðkvæmar myndir af henni. 15. nóvember 2017 16:05 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Sjá meira
Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. Handboltakonan Nora Mörk hefur nú hótað því að hætta að spila með norska landsliðinu en Þórir vonast til að geta sannfært hana um að halda áfram. Nora Mörk segir að norska handboltasambandið hafi reynt að fela þá staðreynd að leikmenn norska karlalandsliðsins voru uppvísir að því að dreifa sín á milli viðkvæmum myndum af Noru Mörku sem hafði verið stolið úr síma hennar. „Þetta er skelfilega leiðinlegt og hræðilegt að þetta mál sé komið í þessa stöðu,“ sagði Þórir Hergeirsson í samtali við Verdens Gang. Næstu leikir norska landsliðsins eru í undankeppni næsta Evrópumóts þar sem Noregur mætir Króatíu í tveimur leikjum í mars. Evrópumótið fer síðan fram í Frakklandi í desember. „Ég er bjartsýnn á að hún haldi áfram með landsliðinu. Við erum að vinna í því,“ sagði Þórir. Thorir Hergeirsson om Mørk-saken: – Beklagelig og fryktelig leit https://t.co/Jl07VI09GC — VG (@vgnett) January 16, 2018 Það var mikið áfall fyrir Noru Mörk þegar hún komst að því að leikmenn karlalandsliðsins hafi verið að dreifa á milli sín myndunum af henni.Vísir/gettyÞórir staðfestir það að norska sambandið hafi fengið að vita af þessu 3. nóvember síðastliðinn. „Ég sendi þessar upplýsingar áfram á framkvæmdastjórann. Ég vil samt ekki ræða það meira. Það þarf að taka á þessu í stjórninni,“ sagði Þórir. „Ég hef reynt eftir minni bestu getu að styðja við bakið á Noru. Enginn okkar getur vitað hvað hún gekk í gegnum. Það var nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst,“ sagði Þórir. Þórir hrósar Noru fyrir að klára heimsmeistaramótið þar sem hún varð markahæsti leikmaðurinn og var kosin í úrvalslið mótsins. „Nora er mjög flott stelpa. Hún er mjög andlega sterk. Það eru ekki margir sem hefðu getað klárað stórmót verandi í hennar stöðu,“ sagði Þórir.
Handbolti Tengdar fréttir Leikmaður Frakklands: Gott að sjá Noru Mørk gráta Alexandra Lacrabére, leikmaður nýkrýndra heimsmeistara Frakka í handbolta kvenna, sagði að norska liðið hafi sýnt hroka fyrir úrslitaleikinn á HM í gær. 18. desember 2017 15:15 Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Óprúttinn aðili braust inn í síma Noru Mørk, einnar bestu handboltakonu í heimi, í haust og stal þaðan persónulegum myndum og dreifði á veraldarvefnum. 14. nóvember 2017 13:00 Þórir um Noru Mörk: Hefði ekki getað verið á betri stað en hjá okkur í landsliðinu Nora Mörk varð fyrir áfalli þegar nektarmyndir af henni fóru í dreifingu á internetinu. 20. desember 2017 13:00 Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00 Krefur dólgana sem dreifðu nektarmyndum af henni um rúmar 28 milljónir Norska landsliðskonan í handbolta, Nora Mørk, krefst rúmlega 28 milljóna króna í skaðabætur frá mönnunum sem dreifðu nektarmyndum af henni. 11. desember 2017 09:00 Nora Mörk kærir fimmtán menn fyrir að dreifa myndunum af sér Norska handboltakonan Nora Mörk ætlar ekki gefa neitt eftir í baráttunni við þá óprúttnu aðila sem brutust inn í símann hennar í haust og komust yfir viðkvæmar myndir af henni. 15. nóvember 2017 16:05 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Sjá meira
Leikmaður Frakklands: Gott að sjá Noru Mørk gráta Alexandra Lacrabére, leikmaður nýkrýndra heimsmeistara Frakka í handbolta kvenna, sagði að norska liðið hafi sýnt hroka fyrir úrslitaleikinn á HM í gær. 18. desember 2017 15:15
Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Óprúttinn aðili braust inn í síma Noru Mørk, einnar bestu handboltakonu í heimi, í haust og stal þaðan persónulegum myndum og dreifði á veraldarvefnum. 14. nóvember 2017 13:00
Þórir um Noru Mörk: Hefði ekki getað verið á betri stað en hjá okkur í landsliðinu Nora Mörk varð fyrir áfalli þegar nektarmyndir af henni fóru í dreifingu á internetinu. 20. desember 2017 13:00
Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00
Krefur dólgana sem dreifðu nektarmyndum af henni um rúmar 28 milljónir Norska landsliðskonan í handbolta, Nora Mørk, krefst rúmlega 28 milljóna króna í skaðabætur frá mönnunum sem dreifðu nektarmyndum af henni. 11. desember 2017 09:00
Nora Mörk kærir fimmtán menn fyrir að dreifa myndunum af sér Norska handboltakonan Nora Mörk ætlar ekki gefa neitt eftir í baráttunni við þá óprúttnu aðila sem brutust inn í símann hennar í haust og komust yfir viðkvæmar myndir af henni. 15. nóvember 2017 16:05