Evrópsk dagblöð birta myndirnar af Noru Mörk | „Eins og að reyna að stoppa flóðbylgju“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2018 08:30 Verdens Gang segir frá því að myndir af Noru Mörk hafi birtst í dagblöðum í Austur-Evrópu. Vísir/EPA Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú leitað aðstoðar norsku utanríkisþjónustunnar eftir að viðkvæmar myndir af henni fóru að birtast í evrópskum fjölmiðlum. Nora Mörk kom fram í lok síðasta árs og sagði frá því að viðkvæmum myndum hafði verið stolið úr síma hennar en þjófarnir fóru síðan að dreifa myndunum af henni á netinu. Nora Mörk komst meðal annars að því að myndirnar af henni höfðu verið í dreifingu innan norska karlalandsliðsins en nú hafa fjölmiðlamenn í Austur-Evrópu gengið einu skrefi lengra. Verdens Gang segir frá því að umræddar myndir af Noru hefði birtst í dagblöðum í Austur-Evrópu.Avis publiserte stjålne bilder av Nora Mørk https://t.co/HvD1YTtIes — VG (@vgnett) January 17, 2018 TV2 talaði við Kåre Geir Lio, formann norska handboltasambandins. Hann hafði fengið að vita af þessu frá norska utanríkisráðuneytinu í viðkomandi landi. „Þetta er svo sorglegt að ég veit varla hvaða orð ég get notað,“ sagði Kåre Geir Lio. Lögmaður Noru fékk upplýsingar um hvaða fjölmiðlar þetta voru og fór í málið. „Við höfum unnið að því að fjarlægja þessar myndir með hjálp lögfræðinga. Enginn fjölmiðill sem tekur sig alvarlega vill brjóta lög. Það er einnig hægt að nálgast þessa fjölmiðla allstaðar að í heiminum í gegnum netið,“ sagði John Christian Elden í yfirlýsingu sem hann sendi VG. Norskir fjölmiðlar hafa ekki fengið viðtal við Noru Mörk en hafa rætt við föður hennar. Morten Mörk segir að fjölskyldan sé að fá hjálp í þessu máli en að þetta sé erfitt. Hann segir dóttur sína vera niðurbrotna og að hún sé orðin mjög örvæntingarfull enda virðast myndirnar alltaf poppa upp á nýjum og nýjum vettvangi. „Þetta er eins og að reyna að stoppa flóðbylgju,“ sagði Morten Mörk við TV2.Lokað hefur verið fyrir ummæli við fréttina þar sem einstaka lesendur birtu slóð á myndirnar. Handbolti MeToo Tengdar fréttir Fyrirliði karlalandsliðsins gagnrýnir tímasetninguna hjá Noru Norska handboltalandsliðið tryggði sér í gær sæti í milliriðli á EM í Króatíu eftir öruggan ellefu marka sigur á Austurríkismönnum. Það gekk hinsvegar mikið á í kringum liðið í aðdraganda leiksins eftir yfirlýsingu landsliðskonunnar Noru Mörk. 17. janúar 2018 10:00 Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00 Nora Mörk svarar Myrhol: Hefur ekki misst trúna á öllum karlmönnum Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú svarað gagnrýni fyrirliða norska karlalandsliðsins en Bjarte Myrhol gagnrýndi hana fyrir slæma tímasetningu á því þegar hún sagði frá því að viðkvæmar myndir af henni hefðu gengið á milli leikmanna norska karlalandsliðsins í handbolta. 17. janúar 2018 13:45 Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú leitað aðstoðar norsku utanríkisþjónustunnar eftir að viðkvæmar myndir af henni fóru að birtast í evrópskum fjölmiðlum. Nora Mörk kom fram í lok síðasta árs og sagði frá því að viðkvæmum myndum hafði verið stolið úr síma hennar en þjófarnir fóru síðan að dreifa myndunum af henni á netinu. Nora Mörk komst meðal annars að því að myndirnar af henni höfðu verið í dreifingu innan norska karlalandsliðsins en nú hafa fjölmiðlamenn í Austur-Evrópu gengið einu skrefi lengra. Verdens Gang segir frá því að umræddar myndir af Noru hefði birtst í dagblöðum í Austur-Evrópu.Avis publiserte stjålne bilder av Nora Mørk https://t.co/HvD1YTtIes — VG (@vgnett) January 17, 2018 TV2 talaði við Kåre Geir Lio, formann norska handboltasambandins. Hann hafði fengið að vita af þessu frá norska utanríkisráðuneytinu í viðkomandi landi. „Þetta er svo sorglegt að ég veit varla hvaða orð ég get notað,“ sagði Kåre Geir Lio. Lögmaður Noru fékk upplýsingar um hvaða fjölmiðlar þetta voru og fór í málið. „Við höfum unnið að því að fjarlægja þessar myndir með hjálp lögfræðinga. Enginn fjölmiðill sem tekur sig alvarlega vill brjóta lög. Það er einnig hægt að nálgast þessa fjölmiðla allstaðar að í heiminum í gegnum netið,“ sagði John Christian Elden í yfirlýsingu sem hann sendi VG. Norskir fjölmiðlar hafa ekki fengið viðtal við Noru Mörk en hafa rætt við föður hennar. Morten Mörk segir að fjölskyldan sé að fá hjálp í þessu máli en að þetta sé erfitt. Hann segir dóttur sína vera niðurbrotna og að hún sé orðin mjög örvæntingarfull enda virðast myndirnar alltaf poppa upp á nýjum og nýjum vettvangi. „Þetta er eins og að reyna að stoppa flóðbylgju,“ sagði Morten Mörk við TV2.Lokað hefur verið fyrir ummæli við fréttina þar sem einstaka lesendur birtu slóð á myndirnar.
Handbolti MeToo Tengdar fréttir Fyrirliði karlalandsliðsins gagnrýnir tímasetninguna hjá Noru Norska handboltalandsliðið tryggði sér í gær sæti í milliriðli á EM í Króatíu eftir öruggan ellefu marka sigur á Austurríkismönnum. Það gekk hinsvegar mikið á í kringum liðið í aðdraganda leiksins eftir yfirlýsingu landsliðskonunnar Noru Mörk. 17. janúar 2018 10:00 Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00 Nora Mörk svarar Myrhol: Hefur ekki misst trúna á öllum karlmönnum Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú svarað gagnrýni fyrirliða norska karlalandsliðsins en Bjarte Myrhol gagnrýndi hana fyrir slæma tímasetningu á því þegar hún sagði frá því að viðkvæmar myndir af henni hefðu gengið á milli leikmanna norska karlalandsliðsins í handbolta. 17. janúar 2018 13:45 Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Fyrirliði karlalandsliðsins gagnrýnir tímasetninguna hjá Noru Norska handboltalandsliðið tryggði sér í gær sæti í milliriðli á EM í Króatíu eftir öruggan ellefu marka sigur á Austurríkismönnum. Það gekk hinsvegar mikið á í kringum liðið í aðdraganda leiksins eftir yfirlýsingu landsliðskonunnar Noru Mörk. 17. janúar 2018 10:00
Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00
Nora Mörk svarar Myrhol: Hefur ekki misst trúna á öllum karlmönnum Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú svarað gagnrýni fyrirliða norska karlalandsliðsins en Bjarte Myrhol gagnrýndi hana fyrir slæma tímasetningu á því þegar hún sagði frá því að viðkvæmar myndir af henni hefðu gengið á milli leikmanna norska karlalandsliðsins í handbolta. 17. janúar 2018 13:45
Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24