Evrópsk dagblöð birta myndirnar af Noru Mörk | „Eins og að reyna að stoppa flóðbylgju“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2018 08:30 Verdens Gang segir frá því að myndir af Noru Mörk hafi birtst í dagblöðum í Austur-Evrópu. Vísir/EPA Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú leitað aðstoðar norsku utanríkisþjónustunnar eftir að viðkvæmar myndir af henni fóru að birtast í evrópskum fjölmiðlum. Nora Mörk kom fram í lok síðasta árs og sagði frá því að viðkvæmum myndum hafði verið stolið úr síma hennar en þjófarnir fóru síðan að dreifa myndunum af henni á netinu. Nora Mörk komst meðal annars að því að myndirnar af henni höfðu verið í dreifingu innan norska karlalandsliðsins en nú hafa fjölmiðlamenn í Austur-Evrópu gengið einu skrefi lengra. Verdens Gang segir frá því að umræddar myndir af Noru hefði birtst í dagblöðum í Austur-Evrópu.Avis publiserte stjålne bilder av Nora Mørk https://t.co/HvD1YTtIes — VG (@vgnett) January 17, 2018 TV2 talaði við Kåre Geir Lio, formann norska handboltasambandins. Hann hafði fengið að vita af þessu frá norska utanríkisráðuneytinu í viðkomandi landi. „Þetta er svo sorglegt að ég veit varla hvaða orð ég get notað,“ sagði Kåre Geir Lio. Lögmaður Noru fékk upplýsingar um hvaða fjölmiðlar þetta voru og fór í málið. „Við höfum unnið að því að fjarlægja þessar myndir með hjálp lögfræðinga. Enginn fjölmiðill sem tekur sig alvarlega vill brjóta lög. Það er einnig hægt að nálgast þessa fjölmiðla allstaðar að í heiminum í gegnum netið,“ sagði John Christian Elden í yfirlýsingu sem hann sendi VG. Norskir fjölmiðlar hafa ekki fengið viðtal við Noru Mörk en hafa rætt við föður hennar. Morten Mörk segir að fjölskyldan sé að fá hjálp í þessu máli en að þetta sé erfitt. Hann segir dóttur sína vera niðurbrotna og að hún sé orðin mjög örvæntingarfull enda virðast myndirnar alltaf poppa upp á nýjum og nýjum vettvangi. „Þetta er eins og að reyna að stoppa flóðbylgju,“ sagði Morten Mörk við TV2.Lokað hefur verið fyrir ummæli við fréttina þar sem einstaka lesendur birtu slóð á myndirnar. Handbolti MeToo Tengdar fréttir Fyrirliði karlalandsliðsins gagnrýnir tímasetninguna hjá Noru Norska handboltalandsliðið tryggði sér í gær sæti í milliriðli á EM í Króatíu eftir öruggan ellefu marka sigur á Austurríkismönnum. Það gekk hinsvegar mikið á í kringum liðið í aðdraganda leiksins eftir yfirlýsingu landsliðskonunnar Noru Mörk. 17. janúar 2018 10:00 Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00 Nora Mörk svarar Myrhol: Hefur ekki misst trúna á öllum karlmönnum Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú svarað gagnrýni fyrirliða norska karlalandsliðsins en Bjarte Myrhol gagnrýndi hana fyrir slæma tímasetningu á því þegar hún sagði frá því að viðkvæmar myndir af henni hefðu gengið á milli leikmanna norska karlalandsliðsins í handbolta. 17. janúar 2018 13:45 Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú leitað aðstoðar norsku utanríkisþjónustunnar eftir að viðkvæmar myndir af henni fóru að birtast í evrópskum fjölmiðlum. Nora Mörk kom fram í lok síðasta árs og sagði frá því að viðkvæmum myndum hafði verið stolið úr síma hennar en þjófarnir fóru síðan að dreifa myndunum af henni á netinu. Nora Mörk komst meðal annars að því að myndirnar af henni höfðu verið í dreifingu innan norska karlalandsliðsins en nú hafa fjölmiðlamenn í Austur-Evrópu gengið einu skrefi lengra. Verdens Gang segir frá því að umræddar myndir af Noru hefði birtst í dagblöðum í Austur-Evrópu.Avis publiserte stjålne bilder av Nora Mørk https://t.co/HvD1YTtIes — VG (@vgnett) January 17, 2018 TV2 talaði við Kåre Geir Lio, formann norska handboltasambandins. Hann hafði fengið að vita af þessu frá norska utanríkisráðuneytinu í viðkomandi landi. „Þetta er svo sorglegt að ég veit varla hvaða orð ég get notað,“ sagði Kåre Geir Lio. Lögmaður Noru fékk upplýsingar um hvaða fjölmiðlar þetta voru og fór í málið. „Við höfum unnið að því að fjarlægja þessar myndir með hjálp lögfræðinga. Enginn fjölmiðill sem tekur sig alvarlega vill brjóta lög. Það er einnig hægt að nálgast þessa fjölmiðla allstaðar að í heiminum í gegnum netið,“ sagði John Christian Elden í yfirlýsingu sem hann sendi VG. Norskir fjölmiðlar hafa ekki fengið viðtal við Noru Mörk en hafa rætt við föður hennar. Morten Mörk segir að fjölskyldan sé að fá hjálp í þessu máli en að þetta sé erfitt. Hann segir dóttur sína vera niðurbrotna og að hún sé orðin mjög örvæntingarfull enda virðast myndirnar alltaf poppa upp á nýjum og nýjum vettvangi. „Þetta er eins og að reyna að stoppa flóðbylgju,“ sagði Morten Mörk við TV2.Lokað hefur verið fyrir ummæli við fréttina þar sem einstaka lesendur birtu slóð á myndirnar.
Handbolti MeToo Tengdar fréttir Fyrirliði karlalandsliðsins gagnrýnir tímasetninguna hjá Noru Norska handboltalandsliðið tryggði sér í gær sæti í milliriðli á EM í Króatíu eftir öruggan ellefu marka sigur á Austurríkismönnum. Það gekk hinsvegar mikið á í kringum liðið í aðdraganda leiksins eftir yfirlýsingu landsliðskonunnar Noru Mörk. 17. janúar 2018 10:00 Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00 Nora Mörk svarar Myrhol: Hefur ekki misst trúna á öllum karlmönnum Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú svarað gagnrýni fyrirliða norska karlalandsliðsins en Bjarte Myrhol gagnrýndi hana fyrir slæma tímasetningu á því þegar hún sagði frá því að viðkvæmar myndir af henni hefðu gengið á milli leikmanna norska karlalandsliðsins í handbolta. 17. janúar 2018 13:45 Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Fyrirliði karlalandsliðsins gagnrýnir tímasetninguna hjá Noru Norska handboltalandsliðið tryggði sér í gær sæti í milliriðli á EM í Króatíu eftir öruggan ellefu marka sigur á Austurríkismönnum. Það gekk hinsvegar mikið á í kringum liðið í aðdraganda leiksins eftir yfirlýsingu landsliðskonunnar Noru Mörk. 17. janúar 2018 10:00
Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00
Nora Mörk svarar Myrhol: Hefur ekki misst trúna á öllum karlmönnum Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú svarað gagnrýni fyrirliða norska karlalandsliðsins en Bjarte Myrhol gagnrýndi hana fyrir slæma tímasetningu á því þegar hún sagði frá því að viðkvæmar myndir af henni hefðu gengið á milli leikmanna norska karlalandsliðsins í handbolta. 17. janúar 2018 13:45
Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni