Rúmlega mánuður í frí vegna styttingar vinnuvikunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 12:30 Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, flutti erindi á málþinginu í dag. Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, hefur reiknað það út að hún fái 23 frídaga á ári vegna styttingar vinnuvikunnar. Það samsvarar rúmlega mánuði í frí fyrir starfsmenn í dagvinnu. Vinnustaðurinn hennar var einn þeirra sem tók þátt í tilraunverkefni Reykjavíkurborgar sem hófst árið 2015 um styttingu vinnuvikunnar. Ester hélt erindi á málþingi um verkefnið í Ráðhúsinu í morgun. Stytting vinnuvikunnar fól það sér að starfsmenn í 100 prósent starfi í dagvinnu fengu fjórar klukkustundir í afslátt af vikulegri mætingarskyldu. „Ef maður horfir á heildaráhrifin af þessum fjórum klukkustundum þá vinn ég 46 vinnuvikur á ári. Það gera 184 klukkustundir á ári og þetta gera alveg 23 daga í það heila. Það er enginn smá plús,“ sagði Ester í erindi sínu.Minna um að starfsmenn þurfi að skreppa frá Hún lýsti því að á vinnustaðnum hefðu starfsmenn þurft að samræma sig varðandi það hvenær þeir tækju út sína fjóra klukkutíma á viku þar sem það gengi ekki allir færu í hádeginu á föstudögum eða mættu til vinnu í hádeginu á mánudögum. Þá þurfi að vera samvinna á milli starfsmanna varðandi verkefni sem þurfi að sinna ef starfsmaður er að taka út sína styttingu og eitthvað kemur upp á hans starfssviði. Ester sagði ávinning af verkefninu fyrir vinnustaðinn meðal annars felast í því að minna er um það að starfsfólk sé að skreppa úr vinnu. Þá valdi það minni streitu hjá starfsfólki að þurfa ekki að fara til næsta yfirmanns og biðja um leyfi til að skreppa. Ávinningur hennar væru síðan aukin lífsgæði. Ester sagði að hún hefði getað nýtt tímann sinn vel, til að mynda til að sinna náminu sem hún væri í með vinnu. Ester sagði tilraunaverkefnið fyrirmyndarframtak og hvatti önnur sveitarfélög og Reykjavíkurborg til að gera slíkt hið sama.Klukkutíminn „hrein martröð“ Fram kom á ráðstefnunni að nú verði verkefnið stytt um klukkutíma, það er í stað þess að vinnuvikan verði stytt í fjóra tíma á viku þá verði klukkustundirnar þrjár. Þær Gróa Sigurðardóttir og Erna Georgsdóttir, deildarstjórar á leikskólanum Hofi sem tók þátt í verkefninu, sögðu frá því hvernig til hefði tekist hjá þeim. Gróa lýsti því að verkefninu hefði ekki verið skellt á einn daginn heldur hafði mikil skipulagsvinna farið fram sem fól í að breyta þurfti vinnutíma starfsmanna. Sagði Gróa að það hefði verið það óvinsælasta í starfsmannahópnum þar sem fólk hefði verið með „misgóðan“ vinnutíma, það er sumir alltaf farið úr vinnu klukkan tvö, aðrir fjögur og svo framvegis. Erna sagði til að mynda að hún hefði verið mjög ósátt við þetta í upphafi. Hún hefði þannig verið vön því að fara heim klukkan fjögur alla daga en þarna hefðu komið inn dagar þar sem hún var í vinnunni til klukkan fimm. Sagði Erna að sér hefði fundist þessi klukkutími „hrein martröð“ en í dag fyndi hún ekki fyrir því. Hún sagði klukkutímana sem hún fengi í frí á viku vegna styttingarinnar hafa nýst henni vel, bæði þegar kæmi að stundum með fjölskyldunni auk þess sem hún væri í námi með vinnu og þetta hjálpaði mikið til þar. Málþingið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, hefur reiknað það út að hún fái 23 frídaga á ári vegna styttingar vinnuvikunnar. Það samsvarar rúmlega mánuði í frí fyrir starfsmenn í dagvinnu. Vinnustaðurinn hennar var einn þeirra sem tók þátt í tilraunverkefni Reykjavíkurborgar sem hófst árið 2015 um styttingu vinnuvikunnar. Ester hélt erindi á málþingi um verkefnið í Ráðhúsinu í morgun. Stytting vinnuvikunnar fól það sér að starfsmenn í 100 prósent starfi í dagvinnu fengu fjórar klukkustundir í afslátt af vikulegri mætingarskyldu. „Ef maður horfir á heildaráhrifin af þessum fjórum klukkustundum þá vinn ég 46 vinnuvikur á ári. Það gera 184 klukkustundir á ári og þetta gera alveg 23 daga í það heila. Það er enginn smá plús,“ sagði Ester í erindi sínu.Minna um að starfsmenn þurfi að skreppa frá Hún lýsti því að á vinnustaðnum hefðu starfsmenn þurft að samræma sig varðandi það hvenær þeir tækju út sína fjóra klukkutíma á viku þar sem það gengi ekki allir færu í hádeginu á föstudögum eða mættu til vinnu í hádeginu á mánudögum. Þá þurfi að vera samvinna á milli starfsmanna varðandi verkefni sem þurfi að sinna ef starfsmaður er að taka út sína styttingu og eitthvað kemur upp á hans starfssviði. Ester sagði ávinning af verkefninu fyrir vinnustaðinn meðal annars felast í því að minna er um það að starfsfólk sé að skreppa úr vinnu. Þá valdi það minni streitu hjá starfsfólki að þurfa ekki að fara til næsta yfirmanns og biðja um leyfi til að skreppa. Ávinningur hennar væru síðan aukin lífsgæði. Ester sagði að hún hefði getað nýtt tímann sinn vel, til að mynda til að sinna náminu sem hún væri í með vinnu. Ester sagði tilraunaverkefnið fyrirmyndarframtak og hvatti önnur sveitarfélög og Reykjavíkurborg til að gera slíkt hið sama.Klukkutíminn „hrein martröð“ Fram kom á ráðstefnunni að nú verði verkefnið stytt um klukkutíma, það er í stað þess að vinnuvikan verði stytt í fjóra tíma á viku þá verði klukkustundirnar þrjár. Þær Gróa Sigurðardóttir og Erna Georgsdóttir, deildarstjórar á leikskólanum Hofi sem tók þátt í verkefninu, sögðu frá því hvernig til hefði tekist hjá þeim. Gróa lýsti því að verkefninu hefði ekki verið skellt á einn daginn heldur hafði mikil skipulagsvinna farið fram sem fól í að breyta þurfti vinnutíma starfsmanna. Sagði Gróa að það hefði verið það óvinsælasta í starfsmannahópnum þar sem fólk hefði verið með „misgóðan“ vinnutíma, það er sumir alltaf farið úr vinnu klukkan tvö, aðrir fjögur og svo framvegis. Erna sagði til að mynda að hún hefði verið mjög ósátt við þetta í upphafi. Hún hefði þannig verið vön því að fara heim klukkan fjögur alla daga en þarna hefðu komið inn dagar þar sem hún var í vinnunni til klukkan fimm. Sagði Erna að sér hefði fundist þessi klukkutími „hrein martröð“ en í dag fyndi hún ekki fyrir því. Hún sagði klukkutímana sem hún fengi í frí á viku vegna styttingarinnar hafa nýst henni vel, bæði þegar kæmi að stundum með fjölskyldunni auk þess sem hún væri í námi með vinnu og þetta hjálpaði mikið til þar. Málþingið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30