Sport

169 Rússar fá að keppa í Pyeongchang

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
169 rússneskir íþróttamenn keppa undir fána Ólympíuleikanna
169 rússneskir íþróttamenn keppa undir fána Ólympíuleikanna vísir/getty
Hátt á annað hundrað rússneskir íþróttamenn munu fá að taka þátt á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara í Pyeongchang í Suður Kóreu nú í febrúar.

Áður hafði Alþjóðaólympíunefndin, IOC, bannað Rússland frá leikunum vegna ríkisstyrktar lyfjamisnotkunnar.

Nú hefur IOC hins vegar gefið út að þeir íþróttamenn sem geta sannað að þeir komi ekki nálægt ólöglegum lyfjum fái að keppa á leikunum undir hlutlausum fána, sem Ólympíufarar frá Rússlandi.

IOC mun gefa út leyfi til leikmanna á fundi sínum á laugardaginn, eftir það verður ekki mögulegt fyrir rússneska íþróttamenn að keppa í Pyeongchang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×