Yfirburðasigur meistara Patriots Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2018 04:51 Tom Brady þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum í kvöld. Vísir/Getty New England Patriots er komið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í NFL-deildinni sjöunda árið í röð eftir yfirburðasigur á Tennessee Titans á heimavelli í kvöld, 35-14. Gestirnir frá Nashville komust reyndar yfir í leiknum þegar Marcus Mariota gaf frábæra sendingu á Corey Davis sem þurfti að grípa boltann með einni hendi. Vörn Tennessee hafði þar að auki staðið sig vel gegn Tom Brady og sóknarliði Patriots og haldið honum í skefjum í fyrstu sóknum heimamanna. En það átti eftir að breytast snögglega í öðrum leikhluta. Sóknarvél Patriots fór þá að malla og náði James White að skora tvö snertimörk með stuttu millibili. Chris Hogan bætti því þriðja við áður en fyrri hálfleik lauk. Sigurinn var formsatriði fyrir Patriots eftir þetta og síðari hálfleikurinn var alger einstefna af hálfu heimamanna. Brandon Bolden og Rob Gronkowski bættu við snertimörkum áður en Davis skoraði sárabótarmark fyrir Titans - hans annað í leiknum. Brady spilaði frábærlega í leiknum og var með samtals 337 sendingajarda og þrjú snertimörk. Hann kastaði mikið í leiknum - alls 53 sendingar. Mariota var með 254 jarda og tvö snertimörk. En mestu munaði um að hlaupaleikurinn var slakur hjá Titans og Derrick Henry skilaði aðeins 28 jördum í tólf tilraunum. Vörn Patriots náði þar með að slá hættulegasta sóknarvopn úr höndum Mariota. Jack Conklin, hægri tæklarinn í sóknarlínu Titans, fór meiddur af velli snemma leiks og sneri ekki aftur. Gestirnir máttu ekki við því og var sóknarlínan aðeins skugginn af sjálfum sér en Mariota var felldur alls átta sinnum í leiknum. Patriots mætir annað hvort Pittsburgh Steelers eða Jacksonville Jaguars í úrslitaleiknum en þau eigast við klukkan 18.05 á morgun, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NFL Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Sjá meira
New England Patriots er komið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í NFL-deildinni sjöunda árið í röð eftir yfirburðasigur á Tennessee Titans á heimavelli í kvöld, 35-14. Gestirnir frá Nashville komust reyndar yfir í leiknum þegar Marcus Mariota gaf frábæra sendingu á Corey Davis sem þurfti að grípa boltann með einni hendi. Vörn Tennessee hafði þar að auki staðið sig vel gegn Tom Brady og sóknarliði Patriots og haldið honum í skefjum í fyrstu sóknum heimamanna. En það átti eftir að breytast snögglega í öðrum leikhluta. Sóknarvél Patriots fór þá að malla og náði James White að skora tvö snertimörk með stuttu millibili. Chris Hogan bætti því þriðja við áður en fyrri hálfleik lauk. Sigurinn var formsatriði fyrir Patriots eftir þetta og síðari hálfleikurinn var alger einstefna af hálfu heimamanna. Brandon Bolden og Rob Gronkowski bættu við snertimörkum áður en Davis skoraði sárabótarmark fyrir Titans - hans annað í leiknum. Brady spilaði frábærlega í leiknum og var með samtals 337 sendingajarda og þrjú snertimörk. Hann kastaði mikið í leiknum - alls 53 sendingar. Mariota var með 254 jarda og tvö snertimörk. En mestu munaði um að hlaupaleikurinn var slakur hjá Titans og Derrick Henry skilaði aðeins 28 jördum í tólf tilraunum. Vörn Patriots náði þar með að slá hættulegasta sóknarvopn úr höndum Mariota. Jack Conklin, hægri tæklarinn í sóknarlínu Titans, fór meiddur af velli snemma leiks og sneri ekki aftur. Gestirnir máttu ekki við því og var sóknarlínan aðeins skugginn af sjálfum sér en Mariota var felldur alls átta sinnum í leiknum. Patriots mætir annað hvort Pittsburgh Steelers eða Jacksonville Jaguars í úrslitaleiknum en þau eigast við klukkan 18.05 á morgun, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
NFL Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Sjá meira