Skipulagsráð Kópavogs samþykkti íbúðir í yfirgefnu verslunarhúsi við Furugrund Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. janúar 2018 06:00 Snælandsvídeói, sem lengi var helsta menningarsetur og félagsheimili ungu kynslóðarinnar í Snælandshverfinu, var lokað í september 2014. Vísir/Vilhelm Umdeild breyting á aðalskipulagi Kópavogs sem felur í sér að byggja má ofan á verslunarhúsið Furugrund 3 og gera að íbúðarhúsnæði var samþykkt í skipulagsráði bæjarins á mánudag. Í greinargerð með tillögunni segir að breytingin komi til af því að verslunarstarfsemi hafi dregist saman á undanförnum árum og færst annað. Byggja megi eina hæð ofan á húsið sem verði um 1.800 fermetrar og í því megi vera allt að 12 íbúðir á tveimur hæðum en að neðsta hæðin verði skilgreind fyrir verslun og þjónustu. Hársnyrtistofa er í húsinu í dag. Ása Richardsdóttir, fulltrúi Samfylkingar í skipulagsráðinu, sagðist í bókun taka undir það með íbúum í nágrenninu að það verði ekki aftur tekið að taka eina atvinnureitinn í hverfinu undir íbúðir. „Eitt helsta markmið breytinga er að með þeim skapist skilyrði fyrir þjónustu í nærumhverfi. Varast skal að kjörnir fulltrúar taki ákvarðanir nú sem vinna gegn því markmiði, til lengri framtíðar.“ Áheyrnarfulltrúinn Margrét Júlía Rafnsdóttir úr VG tók í svipaðan streng. „Íbúar munu væntanlega ekki eiga möguleika í framtíðinni á að geta sótt verslun innan hverfis og í göngufæri frá heimili sínu,“ bókaði Margrét og minnti á að íbúarnir hefðu ítrekað mótmælt og komið með tillögur. „Ákjósanlegast hefði verið að Kópavogsbær hefði keypt húseignina og nýtt í þágu íbúa hverfisins.“ Andstaða íbúa minnkaði eftir að hætt var við áform um að leyfa gistiheimili í húsinu. Allir aðrir fulltrúar samþykktu breytinguna. Í bókun var bent á að verslun hefði ekki þrifist í tæp tíu ár í húsinu þrátt fyrir tilraunir. „Nú er verið að samþykkja að lágmarki tólf íbúðir í næsta nágrenni við skólana í hverfinu. Í kjölfar þess að mikill íbúðaskortur skapaðist á höfuðborgarsvæðinu hefur það verið stefna Kópavogs að fjölga litlum og meðalstórum íbúðum,“ bókaði meirihlutinn. Niðurstaðan væri fengin „eftir fjölda samráðsfunda með íbúum hverfisins“. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Umdeild breyting á aðalskipulagi Kópavogs sem felur í sér að byggja má ofan á verslunarhúsið Furugrund 3 og gera að íbúðarhúsnæði var samþykkt í skipulagsráði bæjarins á mánudag. Í greinargerð með tillögunni segir að breytingin komi til af því að verslunarstarfsemi hafi dregist saman á undanförnum árum og færst annað. Byggja megi eina hæð ofan á húsið sem verði um 1.800 fermetrar og í því megi vera allt að 12 íbúðir á tveimur hæðum en að neðsta hæðin verði skilgreind fyrir verslun og þjónustu. Hársnyrtistofa er í húsinu í dag. Ása Richardsdóttir, fulltrúi Samfylkingar í skipulagsráðinu, sagðist í bókun taka undir það með íbúum í nágrenninu að það verði ekki aftur tekið að taka eina atvinnureitinn í hverfinu undir íbúðir. „Eitt helsta markmið breytinga er að með þeim skapist skilyrði fyrir þjónustu í nærumhverfi. Varast skal að kjörnir fulltrúar taki ákvarðanir nú sem vinna gegn því markmiði, til lengri framtíðar.“ Áheyrnarfulltrúinn Margrét Júlía Rafnsdóttir úr VG tók í svipaðan streng. „Íbúar munu væntanlega ekki eiga möguleika í framtíðinni á að geta sótt verslun innan hverfis og í göngufæri frá heimili sínu,“ bókaði Margrét og minnti á að íbúarnir hefðu ítrekað mótmælt og komið með tillögur. „Ákjósanlegast hefði verið að Kópavogsbær hefði keypt húseignina og nýtt í þágu íbúa hverfisins.“ Andstaða íbúa minnkaði eftir að hætt var við áform um að leyfa gistiheimili í húsinu. Allir aðrir fulltrúar samþykktu breytinguna. Í bókun var bent á að verslun hefði ekki þrifist í tæp tíu ár í húsinu þrátt fyrir tilraunir. „Nú er verið að samþykkja að lágmarki tólf íbúðir í næsta nágrenni við skólana í hverfinu. Í kjölfar þess að mikill íbúðaskortur skapaðist á höfuðborgarsvæðinu hefur það verið stefna Kópavogs að fjölga litlum og meðalstórum íbúðum,“ bókaði meirihlutinn. Niðurstaðan væri fengin „eftir fjölda samráðsfunda með íbúum hverfisins“.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira