Innlent

Lítil bú fá ekkert

400 milljónir fara í sértæka aðgerð.
400 milljónir fara í sértæka aðgerð. vísir/gva
Landbúnaður  Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra, hefur skrifað undir reglugerð til að koma til móts við kjaraskerðingu sauðfjárbænda vegna verðfalls sauðfjárafurða. Bændur sem áttu færri en 150 vetrarfóðraðar kindur veturinn 2016-2017 fá ekkert af þeim 400 milljónum sem fara í stuðninginn.

Um er að ræða sértæka aðgerð til að koma til móts við erfiða stöðu sauðfjárbænda. Framleiðsla hefur aukist síðustu ár en eftirspurn hefur ekki aukist í samræmi við hana.

Einnig er 150 milljónum króna varið til svæðisbundins stuðnings á þessu ári. Skiptist sú upphæð milli bænda sem voru rétthafar stuðnings á árinu 2017. – sa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×