Fjölmargar hættur steðja að vatnsbólum Lovísa Arnardóttir skrifar 18. janúar 2018 06:00 Fjölmargar hættur steðja að vatnsbólum og nauðsynlegt að fylgjast vel með. vísir/getty Umhverfismál „Miðað við fyrri ár var þessi ákveðni frostakafli mjög langur. Við höfum ekki séð svona frost í nokkuð langan tíma. En leysingin sem gerði síðastliðinn föstudag var ekkert sérstök,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir flóðið á föstudag lítið í sögulegu samhengi. „Við skjóta yfirferð má finna frá því um 1960 þrjú til fjögur leysingartilvik sem öll voru mun stærri en nú.“ Það var í apríl árið 1962, febrúar 1968 og tvisvar í febrúar árið 1982. Einar segir þó slíka hláku og leysingar alls ekki það eina sem ógnar vatnsbólinu. Hann segir mikilvægt að huga að ýmissi umhverfisvá eins og jarðvegsmengun, olíuóhöppum og auknu álagi vegna aukinnar umferðar fólks á vatnsverndarsvæðunum. „Mikið er fjallað þar um Heiðmörk og Bláfjöll, en minna um sjálfan Suðurlandsveg, en hluti hans liggur óvarinn fyrir mengunarslysi. Til dæmis ef olíubíll færi á hliðina mjög nærri brunnsvæði Gvendarbrunna og nágrennis.“ Einar segir eina lausn vera að tengja saman mikilvægustu vatnstökusvæðin, Kaldárbotna, Gvendarbrunna og Vatnsendakrika. „Best er vitanlega að tengja þessi þrjú svæði saman með vatnslögn ofan byggðar. Ef eitt þeirra verður fyrir mengun eða öðru umhverfisálagi geta hin tvö miðlað vatni án þess að nokkur yrði þess var.“ Aðeins sex af tuttugu holum á Vatnsverndarsvæði Heiðmerkur eru í notkun eftir að jarðvegs- og saurgerlar mældust í þeim í vikunni. Í tilkynningu frá Veitum og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að líkleg ástæða þessarar mengunar sé „mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla. Við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla.“ Hjá Veitum eru viðbragðsáætlanir vegna aukinnar hláku. Þess vegna eru fjórar holur við Gvendarbrunna ekki í notkun frá byrjun október til loka mars. „Það sem við sáum núna var aukið magn af jarðvegsgerlum í holu sem hefur ekki verið viðkvæm fyrir þessu áður, það er hola sem kallast V-1,“ sagði Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna. Einn saurgerill fannst í sýnum sem tekin voru úr V-4, V-5 og V-14 þann 9. janúar, það er einn gerill í hverju sýni. Einnig mældist aukið magn jarðvegsgerla í þeim. Þessum holum var strax lokað sem og holu V-3 sem sýndi aukið magn jarðvegsgerla samkvæmt upplýsingum frá Veitum. lovisaa@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Umhverfismál „Miðað við fyrri ár var þessi ákveðni frostakafli mjög langur. Við höfum ekki séð svona frost í nokkuð langan tíma. En leysingin sem gerði síðastliðinn föstudag var ekkert sérstök,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir flóðið á föstudag lítið í sögulegu samhengi. „Við skjóta yfirferð má finna frá því um 1960 þrjú til fjögur leysingartilvik sem öll voru mun stærri en nú.“ Það var í apríl árið 1962, febrúar 1968 og tvisvar í febrúar árið 1982. Einar segir þó slíka hláku og leysingar alls ekki það eina sem ógnar vatnsbólinu. Hann segir mikilvægt að huga að ýmissi umhverfisvá eins og jarðvegsmengun, olíuóhöppum og auknu álagi vegna aukinnar umferðar fólks á vatnsverndarsvæðunum. „Mikið er fjallað þar um Heiðmörk og Bláfjöll, en minna um sjálfan Suðurlandsveg, en hluti hans liggur óvarinn fyrir mengunarslysi. Til dæmis ef olíubíll færi á hliðina mjög nærri brunnsvæði Gvendarbrunna og nágrennis.“ Einar segir eina lausn vera að tengja saman mikilvægustu vatnstökusvæðin, Kaldárbotna, Gvendarbrunna og Vatnsendakrika. „Best er vitanlega að tengja þessi þrjú svæði saman með vatnslögn ofan byggðar. Ef eitt þeirra verður fyrir mengun eða öðru umhverfisálagi geta hin tvö miðlað vatni án þess að nokkur yrði þess var.“ Aðeins sex af tuttugu holum á Vatnsverndarsvæði Heiðmerkur eru í notkun eftir að jarðvegs- og saurgerlar mældust í þeim í vikunni. Í tilkynningu frá Veitum og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að líkleg ástæða þessarar mengunar sé „mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla. Við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla.“ Hjá Veitum eru viðbragðsáætlanir vegna aukinnar hláku. Þess vegna eru fjórar holur við Gvendarbrunna ekki í notkun frá byrjun október til loka mars. „Það sem við sáum núna var aukið magn af jarðvegsgerlum í holu sem hefur ekki verið viðkvæm fyrir þessu áður, það er hola sem kallast V-1,“ sagði Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna. Einn saurgerill fannst í sýnum sem tekin voru úr V-4, V-5 og V-14 þann 9. janúar, það er einn gerill í hverju sýni. Einnig mældist aukið magn jarðvegsgerla í þeim. Þessum holum var strax lokað sem og holu V-3 sem sýndi aukið magn jarðvegsgerla samkvæmt upplýsingum frá Veitum. lovisaa@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira