Víðines minnir á geðveikrahæli Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. janúar 2018 07:00 Kjartan segir andlegt og líkamlegt ástand þeirra sem dvelja í Víðinesi misgott og furðu sæti að fólki sem glímir við geðræn vandamál sé komið þar fyrir án stuðnings. Hér er hann með Gylfa Ægissyni. vísir/hanna „Ég er búinn að vera hérna á fjórðu viku og finnst velferðarsvið borgarinnar alls ekki sinna okkur nógu vel hérna í Víðinesi,“ segir Kjartan Theódórsson, einnig þekktur sem Kjarri tjaldbúi. „Ég er nú farinn að halda að þetta hafi aðallega snúist um að losna við okkur Gylfa [Ægisson] vegna þess að við vorum svo mikið í fjölmiðlum. Núna eru allt að því níu herbergi laus sem mætti nýta enda fullt af heimilislausu fólki á hálfgerðum vergangi.“ Þeir Gylfi segjast þannig ekki skilja hvers vegna Gylfa hefur verið gert að yfirgefa staðinn þar sem nóg er þar af lausum herbergjum. Kjartan segir Víðinesið vera algert neyðarúrræði og alls ekki eftirsóknarverðan dvalarstað. „Hér er engin afþreying. Ekki einu sinni sjónvarp. Sjö kílómetra gangur á næstu strætóstoppistöð og félagsleg einangrun mikil. Fyrir okkur sem erum bíllaus er síðan meiri háttar mál að komast í búð og kaupa í matinn.“ Kjartan segir andlegt og líkamlegt ástand þeirra sem dvelja í Víðinesi misgott og furðu sæti að fólki sem glímir við geðræn vandamál sé komið þar fyrir án nokkurs stuðnings. „Þetta lítur út eins og geðveikrahæli. Hér eru engir ráðgjafar en hingað eru andlega veikir menn sendir. Hingað kom til dæmis strákur beint af geðdeild og á svo bara að redda sér sjálfur á AA-fundi. Hann sprakk um helgina. Lögreglan þurfti að koma hingað tvisvar um helgina. Hér var einn, á einhverjum ofskynjunarlyfjum, sem hringdi sjálfur á lögregluna. Sagði að hér væru hryðjuverkamenn, lík og sprengjur úti um allt.“ Kjartan segist ekkert skilja í því hvers vegna félagsráðgjafar eða geðlæknir komi ekki reglulega á staðinn og veiti þeim sem þess þurfa stuðning. „Fólk þarf hjálp til þess að stíga fyrstu sporin. Þegar ég kom hingað var ég búinn að vera sex mánuði á götunni og þótt maður fái hérna inni er samt ákveðið áfall að vera hérna í einangruninni. Þetta er ákveðin frelsissvipting.“ Kjartan og Gylfi Ægisson telja samninginn sem fólki í Víðinesi er gert að skrifa undir undarlegan og að það fái lítið fyrir þær 50.000 krónur sem það greiðir mánaðarlega fyrir dvölina. „Okkur var bara stillt upp við vegg. Tekin fyrir eitt í einu og sagt að skrifa undir eða pakka annars saman og koma okkur burt.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
„Ég er búinn að vera hérna á fjórðu viku og finnst velferðarsvið borgarinnar alls ekki sinna okkur nógu vel hérna í Víðinesi,“ segir Kjartan Theódórsson, einnig þekktur sem Kjarri tjaldbúi. „Ég er nú farinn að halda að þetta hafi aðallega snúist um að losna við okkur Gylfa [Ægisson] vegna þess að við vorum svo mikið í fjölmiðlum. Núna eru allt að því níu herbergi laus sem mætti nýta enda fullt af heimilislausu fólki á hálfgerðum vergangi.“ Þeir Gylfi segjast þannig ekki skilja hvers vegna Gylfa hefur verið gert að yfirgefa staðinn þar sem nóg er þar af lausum herbergjum. Kjartan segir Víðinesið vera algert neyðarúrræði og alls ekki eftirsóknarverðan dvalarstað. „Hér er engin afþreying. Ekki einu sinni sjónvarp. Sjö kílómetra gangur á næstu strætóstoppistöð og félagsleg einangrun mikil. Fyrir okkur sem erum bíllaus er síðan meiri háttar mál að komast í búð og kaupa í matinn.“ Kjartan segir andlegt og líkamlegt ástand þeirra sem dvelja í Víðinesi misgott og furðu sæti að fólki sem glímir við geðræn vandamál sé komið þar fyrir án nokkurs stuðnings. „Þetta lítur út eins og geðveikrahæli. Hér eru engir ráðgjafar en hingað eru andlega veikir menn sendir. Hingað kom til dæmis strákur beint af geðdeild og á svo bara að redda sér sjálfur á AA-fundi. Hann sprakk um helgina. Lögreglan þurfti að koma hingað tvisvar um helgina. Hér var einn, á einhverjum ofskynjunarlyfjum, sem hringdi sjálfur á lögregluna. Sagði að hér væru hryðjuverkamenn, lík og sprengjur úti um allt.“ Kjartan segist ekkert skilja í því hvers vegna félagsráðgjafar eða geðlæknir komi ekki reglulega á staðinn og veiti þeim sem þess þurfa stuðning. „Fólk þarf hjálp til þess að stíga fyrstu sporin. Þegar ég kom hingað var ég búinn að vera sex mánuði á götunni og þótt maður fái hérna inni er samt ákveðið áfall að vera hérna í einangruninni. Þetta er ákveðin frelsissvipting.“ Kjartan og Gylfi Ægisson telja samninginn sem fólki í Víðinesi er gert að skrifa undir undarlegan og að það fái lítið fyrir þær 50.000 krónur sem það greiðir mánaðarlega fyrir dvölina. „Okkur var bara stillt upp við vegg. Tekin fyrir eitt í einu og sagt að skrifa undir eða pakka annars saman og koma okkur burt.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?