Rusl úr flugeldi dró Lukku nærri til dauða Lovísa Arnardóttir skrifar 19. janúar 2018 08:00 Helga Þ. Stephensen og hundurinn Lukka. Vísir/Vilhelm „Þetta er búið að vera rosa ástand síðan um áramótin eiginlega,“ segir Helga Þ. Stephensen leikari, sem á hundinn Lukku sem hún þurfti að leita með til dýralæknis áður en tappi úr flugeldi fannst í maga dýrsins. „Hún Lukka mín er hálfur Íslendingur og voða góð og ljúf. Ég tók eftir því skömmu eftir áramótin að hún hætti að gera stykkin sín og var orðin eitthvað skrítin. Þetta var orðið meiriháttar vesen. Ég fór með hana tvisvar eða þrisvar og þetta var myndað en ekkert fannst. Að lokum fannst þetta þó. Þær eru svo flinkar og góðar á Dýraspítalanum, Katrín og Hrund.“Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur á Dýraspítalanum.vísir/vilhelmHelga og Lukka búa í miðbænum þar sem þær fara iðulega í göngutúra saman. Helga taldi líklegt að Lukka hefði komist í rusl í Hljómskálagarðinum, þar sem mikið var sprengt um áramótin. Hegðun Lukku breyttist fljótlega eftir áramót og segir eigandinn hennar að hún hafi hætt að nærast. „Þetta var svo skorið burt að lokum. Þá var þetta stærðarinnar korktappi með gati í gegn. Við nánari skoðun sáum við að þetta var líklega úr flugeldi. Þetta er úr einhvers konar korki og hálfbrunnið. Þetta var einfaldlega að drepa hundinn. Dýralæknirinn sagði að það hefði bara verið korter í það.“ Aðgerðin kostaði Helgu 200 þúsund krónur, en sem betur fer hafði hún tryggt Lukku vel og býst við því að hún sé tryggð fyrir þessu óhappi. Hún segir áramótin erfið fyrir dýrin og þetta væri ekki til að bæta það.Tappinn sem Lukka át og þurfti að sækja með skurðaðgerð. Hann er tæplega 5 cm að lengd.„Þetta er því ekki bara hávaðinn og lætin í kringum þetta sem er slæmt fyrir dýrin, heldur einnig þessi svakalegu eftirköst, allt þetta sorp sem er skilið eftir úti um allt og ekki hreinsað um leið.“ Samkvæmt upplýsingum frá Dýraspítalanum eru slík óhöpp algengari á þessum árstíma. „Við höfum fengið einn kött í ár og nokkra hunda. Þetta getur auðvitað gerst hvenær sem er ársins, en er kannski algengara núna,“ segir Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, sem er dýrahjúkrunarfræðingur á Dýraspítalanum í Víðidal. „Ef það er eitthvert plastdót í flugeldunum sjálfum, sem dýrin éta, þá geta magasýrurnar ekki brotið það niður og þá myndast allsherjar stífla. Dýrin hætta að éta og drekka. Um leið og þau reyna að ná einhverju niður þá bregst líkaminn þannig við að þau byrja bara að kasta upp. Líkaminn er þá bara alveg stíflaður. Þá þarf að opna til að fjarlægja tappann sem hefur myndast. Þau hreinlega geta endað á því að svelta í hel. Þau geta því dáið af svona stíflum,“ segir Snæfríður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
„Þetta er búið að vera rosa ástand síðan um áramótin eiginlega,“ segir Helga Þ. Stephensen leikari, sem á hundinn Lukku sem hún þurfti að leita með til dýralæknis áður en tappi úr flugeldi fannst í maga dýrsins. „Hún Lukka mín er hálfur Íslendingur og voða góð og ljúf. Ég tók eftir því skömmu eftir áramótin að hún hætti að gera stykkin sín og var orðin eitthvað skrítin. Þetta var orðið meiriháttar vesen. Ég fór með hana tvisvar eða þrisvar og þetta var myndað en ekkert fannst. Að lokum fannst þetta þó. Þær eru svo flinkar og góðar á Dýraspítalanum, Katrín og Hrund.“Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur á Dýraspítalanum.vísir/vilhelmHelga og Lukka búa í miðbænum þar sem þær fara iðulega í göngutúra saman. Helga taldi líklegt að Lukka hefði komist í rusl í Hljómskálagarðinum, þar sem mikið var sprengt um áramótin. Hegðun Lukku breyttist fljótlega eftir áramót og segir eigandinn hennar að hún hafi hætt að nærast. „Þetta var svo skorið burt að lokum. Þá var þetta stærðarinnar korktappi með gati í gegn. Við nánari skoðun sáum við að þetta var líklega úr flugeldi. Þetta er úr einhvers konar korki og hálfbrunnið. Þetta var einfaldlega að drepa hundinn. Dýralæknirinn sagði að það hefði bara verið korter í það.“ Aðgerðin kostaði Helgu 200 þúsund krónur, en sem betur fer hafði hún tryggt Lukku vel og býst við því að hún sé tryggð fyrir þessu óhappi. Hún segir áramótin erfið fyrir dýrin og þetta væri ekki til að bæta það.Tappinn sem Lukka át og þurfti að sækja með skurðaðgerð. Hann er tæplega 5 cm að lengd.„Þetta er því ekki bara hávaðinn og lætin í kringum þetta sem er slæmt fyrir dýrin, heldur einnig þessi svakalegu eftirköst, allt þetta sorp sem er skilið eftir úti um allt og ekki hreinsað um leið.“ Samkvæmt upplýsingum frá Dýraspítalanum eru slík óhöpp algengari á þessum árstíma. „Við höfum fengið einn kött í ár og nokkra hunda. Þetta getur auðvitað gerst hvenær sem er ársins, en er kannski algengara núna,“ segir Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, sem er dýrahjúkrunarfræðingur á Dýraspítalanum í Víðidal. „Ef það er eitthvert plastdót í flugeldunum sjálfum, sem dýrin éta, þá geta magasýrurnar ekki brotið það niður og þá myndast allsherjar stífla. Dýrin hætta að éta og drekka. Um leið og þau reyna að ná einhverju niður þá bregst líkaminn þannig við að þau byrja bara að kasta upp. Líkaminn er þá bara alveg stíflaður. Þá þarf að opna til að fjarlægja tappann sem hefur myndast. Þau hreinlega geta endað á því að svelta í hel. Þau geta því dáið af svona stíflum,“ segir Snæfríður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira