Rusl úr flugeldi dró Lukku nærri til dauða Lovísa Arnardóttir skrifar 19. janúar 2018 08:00 Helga Þ. Stephensen og hundurinn Lukka. Vísir/Vilhelm „Þetta er búið að vera rosa ástand síðan um áramótin eiginlega,“ segir Helga Þ. Stephensen leikari, sem á hundinn Lukku sem hún þurfti að leita með til dýralæknis áður en tappi úr flugeldi fannst í maga dýrsins. „Hún Lukka mín er hálfur Íslendingur og voða góð og ljúf. Ég tók eftir því skömmu eftir áramótin að hún hætti að gera stykkin sín og var orðin eitthvað skrítin. Þetta var orðið meiriháttar vesen. Ég fór með hana tvisvar eða þrisvar og þetta var myndað en ekkert fannst. Að lokum fannst þetta þó. Þær eru svo flinkar og góðar á Dýraspítalanum, Katrín og Hrund.“Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur á Dýraspítalanum.vísir/vilhelmHelga og Lukka búa í miðbænum þar sem þær fara iðulega í göngutúra saman. Helga taldi líklegt að Lukka hefði komist í rusl í Hljómskálagarðinum, þar sem mikið var sprengt um áramótin. Hegðun Lukku breyttist fljótlega eftir áramót og segir eigandinn hennar að hún hafi hætt að nærast. „Þetta var svo skorið burt að lokum. Þá var þetta stærðarinnar korktappi með gati í gegn. Við nánari skoðun sáum við að þetta var líklega úr flugeldi. Þetta er úr einhvers konar korki og hálfbrunnið. Þetta var einfaldlega að drepa hundinn. Dýralæknirinn sagði að það hefði bara verið korter í það.“ Aðgerðin kostaði Helgu 200 þúsund krónur, en sem betur fer hafði hún tryggt Lukku vel og býst við því að hún sé tryggð fyrir þessu óhappi. Hún segir áramótin erfið fyrir dýrin og þetta væri ekki til að bæta það.Tappinn sem Lukka át og þurfti að sækja með skurðaðgerð. Hann er tæplega 5 cm að lengd.„Þetta er því ekki bara hávaðinn og lætin í kringum þetta sem er slæmt fyrir dýrin, heldur einnig þessi svakalegu eftirköst, allt þetta sorp sem er skilið eftir úti um allt og ekki hreinsað um leið.“ Samkvæmt upplýsingum frá Dýraspítalanum eru slík óhöpp algengari á þessum árstíma. „Við höfum fengið einn kött í ár og nokkra hunda. Þetta getur auðvitað gerst hvenær sem er ársins, en er kannski algengara núna,“ segir Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, sem er dýrahjúkrunarfræðingur á Dýraspítalanum í Víðidal. „Ef það er eitthvert plastdót í flugeldunum sjálfum, sem dýrin éta, þá geta magasýrurnar ekki brotið það niður og þá myndast allsherjar stífla. Dýrin hætta að éta og drekka. Um leið og þau reyna að ná einhverju niður þá bregst líkaminn þannig við að þau byrja bara að kasta upp. Líkaminn er þá bara alveg stíflaður. Þá þarf að opna til að fjarlægja tappann sem hefur myndast. Þau hreinlega geta endað á því að svelta í hel. Þau geta því dáið af svona stíflum,“ segir Snæfríður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
„Þetta er búið að vera rosa ástand síðan um áramótin eiginlega,“ segir Helga Þ. Stephensen leikari, sem á hundinn Lukku sem hún þurfti að leita með til dýralæknis áður en tappi úr flugeldi fannst í maga dýrsins. „Hún Lukka mín er hálfur Íslendingur og voða góð og ljúf. Ég tók eftir því skömmu eftir áramótin að hún hætti að gera stykkin sín og var orðin eitthvað skrítin. Þetta var orðið meiriháttar vesen. Ég fór með hana tvisvar eða þrisvar og þetta var myndað en ekkert fannst. Að lokum fannst þetta þó. Þær eru svo flinkar og góðar á Dýraspítalanum, Katrín og Hrund.“Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur á Dýraspítalanum.vísir/vilhelmHelga og Lukka búa í miðbænum þar sem þær fara iðulega í göngutúra saman. Helga taldi líklegt að Lukka hefði komist í rusl í Hljómskálagarðinum, þar sem mikið var sprengt um áramótin. Hegðun Lukku breyttist fljótlega eftir áramót og segir eigandinn hennar að hún hafi hætt að nærast. „Þetta var svo skorið burt að lokum. Þá var þetta stærðarinnar korktappi með gati í gegn. Við nánari skoðun sáum við að þetta var líklega úr flugeldi. Þetta er úr einhvers konar korki og hálfbrunnið. Þetta var einfaldlega að drepa hundinn. Dýralæknirinn sagði að það hefði bara verið korter í það.“ Aðgerðin kostaði Helgu 200 þúsund krónur, en sem betur fer hafði hún tryggt Lukku vel og býst við því að hún sé tryggð fyrir þessu óhappi. Hún segir áramótin erfið fyrir dýrin og þetta væri ekki til að bæta það.Tappinn sem Lukka át og þurfti að sækja með skurðaðgerð. Hann er tæplega 5 cm að lengd.„Þetta er því ekki bara hávaðinn og lætin í kringum þetta sem er slæmt fyrir dýrin, heldur einnig þessi svakalegu eftirköst, allt þetta sorp sem er skilið eftir úti um allt og ekki hreinsað um leið.“ Samkvæmt upplýsingum frá Dýraspítalanum eru slík óhöpp algengari á þessum árstíma. „Við höfum fengið einn kött í ár og nokkra hunda. Þetta getur auðvitað gerst hvenær sem er ársins, en er kannski algengara núna,“ segir Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, sem er dýrahjúkrunarfræðingur á Dýraspítalanum í Víðidal. „Ef það er eitthvert plastdót í flugeldunum sjálfum, sem dýrin éta, þá geta magasýrurnar ekki brotið það niður og þá myndast allsherjar stífla. Dýrin hætta að éta og drekka. Um leið og þau reyna að ná einhverju niður þá bregst líkaminn þannig við að þau byrja bara að kasta upp. Líkaminn er þá bara alveg stíflaður. Þá þarf að opna til að fjarlægja tappann sem hefur myndast. Þau hreinlega geta endað á því að svelta í hel. Þau geta því dáið af svona stíflum,“ segir Snæfríður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira