Dauðsföll í Íran eftir mótmæli gegn stefnu klerkastjórnarinnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. janúar 2018 08:45 Stúdentar í átökum við lögreglumenn fyrir utan háskóla í Teheran en þar kom til átaka um áramótin. vísir/epa Minnst tólf, þar af tíu sem féllu í gær, liggja í valnum eftir öldu mótmæla í Íran undanfarna daga. Hundruð eru sár eftir átök við lögreglumenn. Óeirðirnar eru þær fjölmennustu í átta ár, eða frá því að úrslit forsetakosninganna 2009 voru ljós. Upphaf óeirðanna má rekja til óánægju almennings með stöðu mála á vinnumarkaði og efnahagsástand almennt. Atvinnuleysi í landinu er mikið, matarverð hefur hækkað að undanförnu og þá hefur kjarnorkusamkomulag landsins, frá því í júlí 2015, ekki skilað jafn miklu og margir höfðu vonast til. Spilling í öllum þrepum stjórnkerfisins auk gífurlegrar íhaldssemi í trúmálum hafa einnig verið olía á eld óánægjunnar. Óánægjan hefur stigmagnast undanfarnar vikur og á endanum flykktist fólk út á götur landsins. Mótmælin hófust síðastliðinn fimmtudag, 28. desember, í borgum víðsvegar um landið. Fjölmenni var meðal annars í Mashhad, næstfjölmennustu borg landsins, og Kermanshah. Þaðan breiddust mótmælin út um landið. Mótmælafundir voru skipulagðir á samskiptamiðlum og spjallborðum á veraldarvefnum. Mótmælendur hrópuðu slagorð til stuðnings keisurunum Reza Shah og Mohammad Reza Pahlavi en þeir ríktu í landinu á árunum 1925-1979. Keisaraveldið leið undir lok í kjölfar byltingar árið 1979 sem leiddi til klerkastjórnar og stofnunar íslamska lýðveldisins Írans. Fram að því hafði landið verið mun frjálslyndara og móttækilegra fyrir vestrænum áhrifum. Stjórnvöld vöruðu mótmælendur við því að fara út á stræti landsins en þeir létu það sem vind um eyru þjóta. Meðal slagorða sem ómuðu víðsvegar um landið má nefna „Við viljum ekki íslamskt lýðveldi“ og „Niður með einræðisherrana“. Mótmælin náðu til höfuðborgarinnar Teheran þann 30. desember þar sem stúdentar brenndu meðal annars myndir af Ali Khameini, æðsta klerki landsins. Yfirvöld hafa brugðist við mótmælunum af hörku. Lokað var fyrir aðgang að ýmsum samskiptaforritum, þar á meðal Instagram, til að gera óeirðaseggjum erfiðara um vik að leggja á ráðin um frekari aðgerðir. Þá reyndu lögreglumenn að koma á röð og reglu á nýjan leik. Þá hafa öryggissveitir æðsta klerksins, sem hafa það hlutverk að tryggja íslamskt kerfi landsins, gengið harkalega fram. „Þjóðin mun taka á þessum háværa minnihluta sem hrópar slagorð gegn lögum og óskum fólksins og sýnir heilagleika og gildi byltingarinnar vanvirðingu,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans, í ávarpi í gær. Hann bætti því við að landsmönnum væri frjálst að mótmæla með friðsamlegum hætti og að mótmælin væru tækifæri en ekki vandamál. Landsmenn ættu að vinna að því í sameiningu að lagfæra efnahagsvanda ríkisins. „Hin mikilfenglega íranska þjóð hefur verið kúguð um árabil. Hana hungrar í mat og frelsi,“ skrifaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Twitter í gær. Andað hefur köldu milli ríkjanna að undanförnu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Minnst tólf, þar af tíu sem féllu í gær, liggja í valnum eftir öldu mótmæla í Íran undanfarna daga. Hundruð eru sár eftir átök við lögreglumenn. Óeirðirnar eru þær fjölmennustu í átta ár, eða frá því að úrslit forsetakosninganna 2009 voru ljós. Upphaf óeirðanna má rekja til óánægju almennings með stöðu mála á vinnumarkaði og efnahagsástand almennt. Atvinnuleysi í landinu er mikið, matarverð hefur hækkað að undanförnu og þá hefur kjarnorkusamkomulag landsins, frá því í júlí 2015, ekki skilað jafn miklu og margir höfðu vonast til. Spilling í öllum þrepum stjórnkerfisins auk gífurlegrar íhaldssemi í trúmálum hafa einnig verið olía á eld óánægjunnar. Óánægjan hefur stigmagnast undanfarnar vikur og á endanum flykktist fólk út á götur landsins. Mótmælin hófust síðastliðinn fimmtudag, 28. desember, í borgum víðsvegar um landið. Fjölmenni var meðal annars í Mashhad, næstfjölmennustu borg landsins, og Kermanshah. Þaðan breiddust mótmælin út um landið. Mótmælafundir voru skipulagðir á samskiptamiðlum og spjallborðum á veraldarvefnum. Mótmælendur hrópuðu slagorð til stuðnings keisurunum Reza Shah og Mohammad Reza Pahlavi en þeir ríktu í landinu á árunum 1925-1979. Keisaraveldið leið undir lok í kjölfar byltingar árið 1979 sem leiddi til klerkastjórnar og stofnunar íslamska lýðveldisins Írans. Fram að því hafði landið verið mun frjálslyndara og móttækilegra fyrir vestrænum áhrifum. Stjórnvöld vöruðu mótmælendur við því að fara út á stræti landsins en þeir létu það sem vind um eyru þjóta. Meðal slagorða sem ómuðu víðsvegar um landið má nefna „Við viljum ekki íslamskt lýðveldi“ og „Niður með einræðisherrana“. Mótmælin náðu til höfuðborgarinnar Teheran þann 30. desember þar sem stúdentar brenndu meðal annars myndir af Ali Khameini, æðsta klerki landsins. Yfirvöld hafa brugðist við mótmælunum af hörku. Lokað var fyrir aðgang að ýmsum samskiptaforritum, þar á meðal Instagram, til að gera óeirðaseggjum erfiðara um vik að leggja á ráðin um frekari aðgerðir. Þá reyndu lögreglumenn að koma á röð og reglu á nýjan leik. Þá hafa öryggissveitir æðsta klerksins, sem hafa það hlutverk að tryggja íslamskt kerfi landsins, gengið harkalega fram. „Þjóðin mun taka á þessum háværa minnihluta sem hrópar slagorð gegn lögum og óskum fólksins og sýnir heilagleika og gildi byltingarinnar vanvirðingu,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans, í ávarpi í gær. Hann bætti því við að landsmönnum væri frjálst að mótmæla með friðsamlegum hætti og að mótmælin væru tækifæri en ekki vandamál. Landsmenn ættu að vinna að því í sameiningu að lagfæra efnahagsvanda ríkisins. „Hin mikilfenglega íranska þjóð hefur verið kúguð um árabil. Hana hungrar í mat og frelsi,“ skrifaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Twitter í gær. Andað hefur köldu milli ríkjanna að undanförnu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira