Krefur ríkið um hundrað milljónir í kjötbökumálinu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. janúar 2018 06:00 Framganga MAST í Nautabökumálinu gæti reynst íslenska ríkinu dýrkeypt. vísir/stefán Matvælafyrirtækið Kræsingar, sem áður hét Gæðakokkar, hefur krafið íslenska ríkið um ríflega hundrað milljónir króna í skaðabætur vegna framgöngu Matvælastofnunar í nautabökumálinu svokallaða. Ríkið var ekki reiðubúið að samþykkja kröfuna og hefur verið óskað eftir því að fá dómkvaddan matsmann til að meta kröfuna. Í maí síðastliðnum staðfesti Hæstiréttur Íslands skaðabótaskyldu Matvælastofnunar (MAST) vegna tjóns sem Kræsingar urðu fyrir vegna tilkynningar sem birt var á heimasíðu MAST í febrúar 2013. Sem kunnugt er réðst MAST í rannsókn á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara eftir að hrossakjötshneykslið skók Evrópu þar sem fyrirtæki erlendis höfðu orðið uppvís að því að blanda hrossakjöti í matvörur í stað nautakjöts. Eftir rannsókn MAST þessu tengda birti stofnunin frétt á vef sínum þess efnis að ekkert kjöt hefði fundist í Nautaböku Gæðakokka frá Borgarnesi. Málið vakti gríðarmikla athygli og stefndi MAST Gæðakokkum fyrir rangar innihaldslýsingar og vörusvik, en matvælafyrirtækið var sýknað. Gæðakokkar, sem síðar varð Kræsingar, stefndi síðan MAST í október 2015 til að fá viðurkennda skaðabótaskyldu stofnunarinnar og hafði betur sem fyrr segir. Kjötbökumálið allt var mikill skellur fyrir matvælafyrirtækið úr Borgarnesi og ljóst að fjárhagslegar afleiðingar þess voru umtalsverðar. Hefur Magnús Nielsson, eigandi og framkvæmdastjóri Kræsinga, sagt í fjölmiðlum að málið hafi í raun drepið fyrirtækið. Verslanir fjarlægðu allar vörur þess úr hillum sínum, skuldir við birgja hrönnuðust upp og neyddist fyrirtækið, sem verið hafði í stígandi vexti, til að segja upp nærri öllum starfsmönnum sínum sem þá voru tólf fastráðnir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengu Kræsingar óháðan aðila til að reikna út skaðabótakröfu byggða á fjárhagstjóni fyrirtækisins sem lögð hefur verið fram. Sú upphæð nemur ríflega 100 milljónum króna með dráttarvöxtum. Magnús staðfestir í samtali við Fréttablaðið að skaðabótakrafa hafi verið lögð fram en vildi ekki tjá sig frekar um málið sem væri í ferli. Heimildir blaðsins herma að íslenska ríkið hafi ekki verið reiðubúið að samþykkja fjárhæð kröfunnar og var því farið fram á að dómkvaddur matsmaður yrði fenginn til að meta kröfuna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er málið nú í því ferli. Ljóst er því að fréttatilkynning Matvælastofnunar um hinar meintu kjötlausu kjötbökur kann að reynast ríkinu dýrkeypt. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ekkert nautakjöt í nautaböku: Óhapp ekki útilokað fyrir dómi Fyrirtækið Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., var á föstudaginn sýknað í Héraðsdómi Vesturlands af ákæru fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. 23. febrúar 2015 15:10 MAST bótaskylt vegna kjötböku Matvælastofnun er skaðabótaskyld vegna fréttatilkynningar um kjötleysi í kjötbökum Gæðakokka. 19. maí 2017 07:00 Kjötlausar kjötbökur bökuðu MAST skaðabótaskyldu Fyrirtækið sem um ræðir hefur meðal annars þurft að skipta um nafn en fréttirnar höfðu stórkostleg áhrif á starfsemi þess. 3. júní 2016 14:26 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Matvælafyrirtækið Kræsingar, sem áður hét Gæðakokkar, hefur krafið íslenska ríkið um ríflega hundrað milljónir króna í skaðabætur vegna framgöngu Matvælastofnunar í nautabökumálinu svokallaða. Ríkið var ekki reiðubúið að samþykkja kröfuna og hefur verið óskað eftir því að fá dómkvaddan matsmann til að meta kröfuna. Í maí síðastliðnum staðfesti Hæstiréttur Íslands skaðabótaskyldu Matvælastofnunar (MAST) vegna tjóns sem Kræsingar urðu fyrir vegna tilkynningar sem birt var á heimasíðu MAST í febrúar 2013. Sem kunnugt er réðst MAST í rannsókn á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara eftir að hrossakjötshneykslið skók Evrópu þar sem fyrirtæki erlendis höfðu orðið uppvís að því að blanda hrossakjöti í matvörur í stað nautakjöts. Eftir rannsókn MAST þessu tengda birti stofnunin frétt á vef sínum þess efnis að ekkert kjöt hefði fundist í Nautaböku Gæðakokka frá Borgarnesi. Málið vakti gríðarmikla athygli og stefndi MAST Gæðakokkum fyrir rangar innihaldslýsingar og vörusvik, en matvælafyrirtækið var sýknað. Gæðakokkar, sem síðar varð Kræsingar, stefndi síðan MAST í október 2015 til að fá viðurkennda skaðabótaskyldu stofnunarinnar og hafði betur sem fyrr segir. Kjötbökumálið allt var mikill skellur fyrir matvælafyrirtækið úr Borgarnesi og ljóst að fjárhagslegar afleiðingar þess voru umtalsverðar. Hefur Magnús Nielsson, eigandi og framkvæmdastjóri Kræsinga, sagt í fjölmiðlum að málið hafi í raun drepið fyrirtækið. Verslanir fjarlægðu allar vörur þess úr hillum sínum, skuldir við birgja hrönnuðust upp og neyddist fyrirtækið, sem verið hafði í stígandi vexti, til að segja upp nærri öllum starfsmönnum sínum sem þá voru tólf fastráðnir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengu Kræsingar óháðan aðila til að reikna út skaðabótakröfu byggða á fjárhagstjóni fyrirtækisins sem lögð hefur verið fram. Sú upphæð nemur ríflega 100 milljónum króna með dráttarvöxtum. Magnús staðfestir í samtali við Fréttablaðið að skaðabótakrafa hafi verið lögð fram en vildi ekki tjá sig frekar um málið sem væri í ferli. Heimildir blaðsins herma að íslenska ríkið hafi ekki verið reiðubúið að samþykkja fjárhæð kröfunnar og var því farið fram á að dómkvaddur matsmaður yrði fenginn til að meta kröfuna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er málið nú í því ferli. Ljóst er því að fréttatilkynning Matvælastofnunar um hinar meintu kjötlausu kjötbökur kann að reynast ríkinu dýrkeypt.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ekkert nautakjöt í nautaböku: Óhapp ekki útilokað fyrir dómi Fyrirtækið Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., var á föstudaginn sýknað í Héraðsdómi Vesturlands af ákæru fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. 23. febrúar 2015 15:10 MAST bótaskylt vegna kjötböku Matvælastofnun er skaðabótaskyld vegna fréttatilkynningar um kjötleysi í kjötbökum Gæðakokka. 19. maí 2017 07:00 Kjötlausar kjötbökur bökuðu MAST skaðabótaskyldu Fyrirtækið sem um ræðir hefur meðal annars þurft að skipta um nafn en fréttirnar höfðu stórkostleg áhrif á starfsemi þess. 3. júní 2016 14:26 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Ekkert nautakjöt í nautaböku: Óhapp ekki útilokað fyrir dómi Fyrirtækið Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., var á föstudaginn sýknað í Héraðsdómi Vesturlands af ákæru fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. 23. febrúar 2015 15:10
MAST bótaskylt vegna kjötböku Matvælastofnun er skaðabótaskyld vegna fréttatilkynningar um kjötleysi í kjötbökum Gæðakokka. 19. maí 2017 07:00
Kjötlausar kjötbökur bökuðu MAST skaðabótaskyldu Fyrirtækið sem um ræðir hefur meðal annars þurft að skipta um nafn en fréttirnar höfðu stórkostleg áhrif á starfsemi þess. 3. júní 2016 14:26