Sautján metra hvalur dauður í Hvalsnesi Hersir Aron Ólafsson skrifar 8. janúar 2018 20:00 Sautján metra langan hval rak á land rétt utan við Sandgerði í gær. Dýrið var óvenju magurt, en líffræðingur segir sjaldgæft að slíkar skepnur endi dauðar á þurru landi. Það voru Víkurfréttir sem sögðu fyrst frá því í gærkvöldi að ljósmyndari hefði gengið fram á dauða langreyði í fjörunni við Hvalsnes á Suðurnesjum. Langreyður er næststærsta hvaltegund sem fyrir finnst, en þeir geta náð lengd nokkuð yfir 20 metrum og þyngd upp á um eða yfir 70 tonn. Til samanburðar má nefna að til að ná slíkri þyngd þarf um 70 smábíla af gerðinni Kia Picanto. Sölvi Rúnar Vignisson er líffræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja, en hann tók fyrstur manna sýni úr hvalnum í gær. Ekki liggur fyrir hvers vegna dýrið endaði í fjörunni, en Hafrannsóknarstofnun mun nú rannsaka atvikið. Sölvi segir hins vegar ekki víst að unnt verði að komast að orsök þess að skepnan drapst. Þó liggur fyrir að langreyðurin, sem er kvendýr, er aðeins um 17 metrar á lengd og langt undir meðalþyngd slíkrar skepnu. Hann segir því ljóst að ástand hennar hafi verið afar slæmt. Plastmengun í höfum heimsins hefur verið talsvert til umræðu undanfarin misseri og er talin orsök dauða fjölmargra sjávardýra. Sölvi segir þó alls ekki víst að svo sé í þessu tilfelli. Þannig éti skíðishvalir á borð við langreyði fyrst of fremst ljósátur og minni sjávardýr og þ.a.l. berist að jafnaði minna af plastefnum í líkama þeirra en tannhvala. Ekki liggur fyrir hvað gert verður við hræ skepnunnar, en Sölvi segir það geta gagnast talsvert við vísindarannsóknir. Þannig sé, þrátt fyrir nafngiftina Hvalsnes, afar óalgengt að langreyði reki á land með þessum hætti. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Sautján metra langan hval rak á land rétt utan við Sandgerði í gær. Dýrið var óvenju magurt, en líffræðingur segir sjaldgæft að slíkar skepnur endi dauðar á þurru landi. Það voru Víkurfréttir sem sögðu fyrst frá því í gærkvöldi að ljósmyndari hefði gengið fram á dauða langreyði í fjörunni við Hvalsnes á Suðurnesjum. Langreyður er næststærsta hvaltegund sem fyrir finnst, en þeir geta náð lengd nokkuð yfir 20 metrum og þyngd upp á um eða yfir 70 tonn. Til samanburðar má nefna að til að ná slíkri þyngd þarf um 70 smábíla af gerðinni Kia Picanto. Sölvi Rúnar Vignisson er líffræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja, en hann tók fyrstur manna sýni úr hvalnum í gær. Ekki liggur fyrir hvers vegna dýrið endaði í fjörunni, en Hafrannsóknarstofnun mun nú rannsaka atvikið. Sölvi segir hins vegar ekki víst að unnt verði að komast að orsök þess að skepnan drapst. Þó liggur fyrir að langreyðurin, sem er kvendýr, er aðeins um 17 metrar á lengd og langt undir meðalþyngd slíkrar skepnu. Hann segir því ljóst að ástand hennar hafi verið afar slæmt. Plastmengun í höfum heimsins hefur verið talsvert til umræðu undanfarin misseri og er talin orsök dauða fjölmargra sjávardýra. Sölvi segir þó alls ekki víst að svo sé í þessu tilfelli. Þannig éti skíðishvalir á borð við langreyði fyrst of fremst ljósátur og minni sjávardýr og þ.a.l. berist að jafnaði minna af plastefnum í líkama þeirra en tannhvala. Ekki liggur fyrir hvað gert verður við hræ skepnunnar, en Sölvi segir það geta gagnast talsvert við vísindarannsóknir. Þannig sé, þrátt fyrir nafngiftina Hvalsnes, afar óalgengt að langreyði reki á land með þessum hætti.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira