Hannes: Þegar allt gengur upp eigum við séns í þetta lið Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 11. september 2018 22:16 Hannes Þór Halldórsson vísir/vilhelm Hannes Þór Halldórsson þurfti að sækja boltann þrisvar í mark sitt í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA. Belgía er í öðru sæti heimslista FIFA, bronsliðið frá HM, er 3-0 ekki nokkuð eðlilegar tölur miðað við liðin sem áttu í hlut? „Jú, jú. Það má alveg segja það,“ sagði Hannes Þór eftir leikinn í kvöld. „Og þó, við viljum meina það að við getum náð í úrslit gegn öllum liðum hér á Laugardalsvelli.“ „Við vorum ekki búnir að tapa í einhver 5-6 ár í keppnisleik hér á Laugardalsvelli. Við höfum bullandi trú á því að hér eigum við ekki að tapa, en Belgarnir eru náttúrlega algjörlega frábærir.“ „Við spiluðum þannig séð að mörgu leiti allt í lagi leik í dag en þeir kannski ekkert frábæran, samt töpum við 3-0. Ég held að á góðum degi, þegar allt gengur upp hjá okkur, þá eigum við séns í þetta lið.“ „Við fáum á okkur ódýr mörk í dag og þetta er niðurstaðan.“ Ísland steinlá fyrir Sviss 6-0 á laugardaginn og sagði Hannes menn hafa viljað gera betur í þessum leik og sýnt það. „Mér fannst fyrsti hálftíminn, áður en þeir skora, það var ekki ósvipuð þróun á leiknum og yfirleitt þegar við erum að ná í góð úrslit á móti stórum þjóðum. Við vorum að halda þeim vel í skefjum, þeir fengu engin færi og það var neisti í liðnu, barátta og ástríða og allt sem að við kölluðum eftir.“ „Svo refsa þeir okkur. Við erum að spila á móti topp þrjú liði í heimi og þeir setja þarna tvö mörk á tveimur mínútum og þá er mjög erfitt að koma til baka.“ „Mér fannst við allavega bregðast þannig við að við sýndum að við virkilega ætluðum okkur þetta. Við vorum særðir eftir síðasta leik en þeir voru of góðir í dag.“ Ísland var án lykilleikmanna í þessum landsliðsglugga og það sást. „Við erum með góðan hóp og fullt af góðum leikmönnum en það er augljóst að ef að Ísland missir út þrjá byrjunarliðsmenn, og ég tala nú ekki um þrjá af þeim sem eru að spila á hæsta levelinu, við eigum ekkert endalaust af svoleiðis leikmönnum.“ „Að sjálfsögðu hefur það áhrif á okkar leik en það þýðir ekkert að horfa í það. Við þurfum að fara inn á völlinn og reyna að gera eitthvað.“ Erik Hamrén var að stýra sínum fyrstu leikjum með íslenska landsliðið, hvernig eru fyrstu kynni af Svíanum? „Mjög góð. Auðvitað ekki niðurstaðan sem við vildum þessir tveir leikir, erfið byrjun og eitthvað sem við eigum ekkert að venjast. En það skrifast ekki á þjálfarann, nú þurfa bara okkar leikmenn að stíga upp og gera það sem hann er að biðja um og það sem við höfum verið að gera síðustu ár,“ sagði Hannes Þór Halldórsson. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson þurfti að sækja boltann þrisvar í mark sitt í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA. Belgía er í öðru sæti heimslista FIFA, bronsliðið frá HM, er 3-0 ekki nokkuð eðlilegar tölur miðað við liðin sem áttu í hlut? „Jú, jú. Það má alveg segja það,“ sagði Hannes Þór eftir leikinn í kvöld. „Og þó, við viljum meina það að við getum náð í úrslit gegn öllum liðum hér á Laugardalsvelli.“ „Við vorum ekki búnir að tapa í einhver 5-6 ár í keppnisleik hér á Laugardalsvelli. Við höfum bullandi trú á því að hér eigum við ekki að tapa, en Belgarnir eru náttúrlega algjörlega frábærir.“ „Við spiluðum þannig séð að mörgu leiti allt í lagi leik í dag en þeir kannski ekkert frábæran, samt töpum við 3-0. Ég held að á góðum degi, þegar allt gengur upp hjá okkur, þá eigum við séns í þetta lið.“ „Við fáum á okkur ódýr mörk í dag og þetta er niðurstaðan.“ Ísland steinlá fyrir Sviss 6-0 á laugardaginn og sagði Hannes menn hafa viljað gera betur í þessum leik og sýnt það. „Mér fannst fyrsti hálftíminn, áður en þeir skora, það var ekki ósvipuð þróun á leiknum og yfirleitt þegar við erum að ná í góð úrslit á móti stórum þjóðum. Við vorum að halda þeim vel í skefjum, þeir fengu engin færi og það var neisti í liðnu, barátta og ástríða og allt sem að við kölluðum eftir.“ „Svo refsa þeir okkur. Við erum að spila á móti topp þrjú liði í heimi og þeir setja þarna tvö mörk á tveimur mínútum og þá er mjög erfitt að koma til baka.“ „Mér fannst við allavega bregðast þannig við að við sýndum að við virkilega ætluðum okkur þetta. Við vorum særðir eftir síðasta leik en þeir voru of góðir í dag.“ Ísland var án lykilleikmanna í þessum landsliðsglugga og það sást. „Við erum með góðan hóp og fullt af góðum leikmönnum en það er augljóst að ef að Ísland missir út þrjá byrjunarliðsmenn, og ég tala nú ekki um þrjá af þeim sem eru að spila á hæsta levelinu, við eigum ekkert endalaust af svoleiðis leikmönnum.“ „Að sjálfsögðu hefur það áhrif á okkar leik en það þýðir ekkert að horfa í það. Við þurfum að fara inn á völlinn og reyna að gera eitthvað.“ Erik Hamrén var að stýra sínum fyrstu leikjum með íslenska landsliðið, hvernig eru fyrstu kynni af Svíanum? „Mjög góð. Auðvitað ekki niðurstaðan sem við vildum þessir tveir leikir, erfið byrjun og eitthvað sem við eigum ekkert að venjast. En það skrifast ekki á þjálfarann, nú þurfa bara okkar leikmenn að stíga upp og gera það sem hann er að biðja um og það sem við höfum verið að gera síðustu ár,“ sagði Hannes Þór Halldórsson.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira