Tilnefning Braga stendur Hersir Aron Ólafsson skrifar 8. júní 2018 20:00 Velferðarráðuneytið sætir harðri gagnrýni fyrir rannsókn sína á meintum afskiptum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, af einstökum málum hjá barnaverndarnefndum. Þetta kemur fram í úttekt sem kynnt var í morgun. Bragi segir niðurstöðuna mikinn létti, en framboði hans til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna verður haldið til streitu.Sérstaklega fjallað um Hafnarfjarðarmálið Rannsókn velferðarráðuneytisins sneri að meintum óeðlilegum afskiptum forstjórans að barnaverndarmálum á höfuðborgarsvæðinu. Sérstaklega var fjallað um svonefnt Hafnarfjarðarmál í úttektinni, þar sem velferðarráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að Bragi hefði farið út fyrir starfssvið sitt í máli þar sem faðir var grunaður um kynferðisofbeldi gegn börnum sínum. Ávirðingarnar sneru að samskiptum Braga við föðurafa barnanna, sem vildi hlutaðist til um umgengni þeirra við veika ömmu sína. „Þar hafi ráðuneytið ekki haft fullnægjandi gögn til að álykta sem svo að hann hafi farið út fyrir verksvið sitt. Við gerðum líka athugasemdir við það að hann hefði ekki fengið að tjá sig um þau gögn sem ráðuneytið þó byggði á. Auk þess töldum við ekki forsendur til að álykta sem svo að hann hefði hugsanlega gerst brotlegur við þagnarskylduákvæði eins og gefið var í skyn í bréfi ráðuneytisins til hans,“ segir Kjartan Bjarni.Raunveruleiki í óraunveruleikanum Bragi hefur verið í leyfi frá störfum sínum hjá Barnaverndarstofu í nokkra mánuði, en hann segir niðurstöðuna mikinn létti. „Ég hef helgað síðustu 30 ár eða meira af mínu lífi í að berjast fyrir réttindum barna, ekki síst barna sem þolað hafa kynferðisofbeldi og setið svo undir ámæli um það að ég hafi stefnt öryggi barna í hættu með því að beita mér fyrir því að þau yrðu afhent meintum barnaníðingi. Það er vissulega raunveruleiki í óraunveruleikanum,“ segir Bragi. Í samtali við fréttastofu vildi Bragi ekki tjá sig sérstaklega um málsmeðferð ráðuneytisins. „Ég vil horfa fram á við. Ríkisstjórnin hefur núna í morgun staðfest að við höldum ótrauð áfram með framboð mitt til barnaréttarnefndar SÞ og ég hlakka bara til að halda áfram að vinna að því verkefni.Boltinn hjá ráðherra Kjartan Bjarni telur ekki sitt að segja um næstu skref yfirvalda gagnvart Braga. „Við litum á það sem svo að það væri ekki hlutverk okkar að fara að segja velferðarráðherra fyrir verkum, hvað hann ætti að gera. Okkar úttekt miðaðist við það sem var búið og gert. Boltinn er núna hjá velferðarráðherra varðandi næstu skref.“ Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira
Velferðarráðuneytið sætir harðri gagnrýni fyrir rannsókn sína á meintum afskiptum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, af einstökum málum hjá barnaverndarnefndum. Þetta kemur fram í úttekt sem kynnt var í morgun. Bragi segir niðurstöðuna mikinn létti, en framboði hans til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna verður haldið til streitu.Sérstaklega fjallað um Hafnarfjarðarmálið Rannsókn velferðarráðuneytisins sneri að meintum óeðlilegum afskiptum forstjórans að barnaverndarmálum á höfuðborgarsvæðinu. Sérstaklega var fjallað um svonefnt Hafnarfjarðarmál í úttektinni, þar sem velferðarráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að Bragi hefði farið út fyrir starfssvið sitt í máli þar sem faðir var grunaður um kynferðisofbeldi gegn börnum sínum. Ávirðingarnar sneru að samskiptum Braga við föðurafa barnanna, sem vildi hlutaðist til um umgengni þeirra við veika ömmu sína. „Þar hafi ráðuneytið ekki haft fullnægjandi gögn til að álykta sem svo að hann hafi farið út fyrir verksvið sitt. Við gerðum líka athugasemdir við það að hann hefði ekki fengið að tjá sig um þau gögn sem ráðuneytið þó byggði á. Auk þess töldum við ekki forsendur til að álykta sem svo að hann hefði hugsanlega gerst brotlegur við þagnarskylduákvæði eins og gefið var í skyn í bréfi ráðuneytisins til hans,“ segir Kjartan Bjarni.Raunveruleiki í óraunveruleikanum Bragi hefur verið í leyfi frá störfum sínum hjá Barnaverndarstofu í nokkra mánuði, en hann segir niðurstöðuna mikinn létti. „Ég hef helgað síðustu 30 ár eða meira af mínu lífi í að berjast fyrir réttindum barna, ekki síst barna sem þolað hafa kynferðisofbeldi og setið svo undir ámæli um það að ég hafi stefnt öryggi barna í hættu með því að beita mér fyrir því að þau yrðu afhent meintum barnaníðingi. Það er vissulega raunveruleiki í óraunveruleikanum,“ segir Bragi. Í samtali við fréttastofu vildi Bragi ekki tjá sig sérstaklega um málsmeðferð ráðuneytisins. „Ég vil horfa fram á við. Ríkisstjórnin hefur núna í morgun staðfest að við höldum ótrauð áfram með framboð mitt til barnaréttarnefndar SÞ og ég hlakka bara til að halda áfram að vinna að því verkefni.Boltinn hjá ráðherra Kjartan Bjarni telur ekki sitt að segja um næstu skref yfirvalda gagnvart Braga. „Við litum á það sem svo að það væri ekki hlutverk okkar að fara að segja velferðarráðherra fyrir verkum, hvað hann ætti að gera. Okkar úttekt miðaðist við það sem var búið og gert. Boltinn er núna hjá velferðarráðherra varðandi næstu skref.“
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira