„Þetta var bara einfaldlega ekki nóg“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 8. júní 2018 20:00 Ljósmæður felldu nýjan kjarasamning við íslenska ríkið í atkvæðagreiðslu sem lauk í nótt með miklum meirihluta. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir samninginn einfaldlega ekki nógu góðan. Áttatíu og sjö prósent félaga í Ljósmæðrafélagi Íslands tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, en sextíu og þrjú prósent þeirra kusu að fella samninginn, 33,7 prósent kusu með og þrjú komma þrjú prósent skiluðu auðu. Samningurinn var undirritaður í síðustu viku eftir fjölmarga formlega og óformlega samningafundi.Taldir þú þennan samning nógu góðan?„Nei, í rauninni hefði maður viljað gera miklu, miklu betur,“ segir Katrín Sif.Segir ekki nægilega lagt í Í samningnum fólst meðal annars rúmlega fjögurra prósenta launahækkun auk þess sem gert var ráð fyrir sextíu milljón króna greiðslu til launaleiðréttingar og fleiri aðgerða. „Það er ekki nægilega lagt í. Við náttúrulega lögðum upp með það að við viljum fá leiðréttingu á launasetningu sem okkur finnst algjörlega réttlætanleg og sanngjörn og höfum fært rök fyrir. Þetta var bara einfaldlega ekki nóg,“ segir Katrín Sif. Á þriðja tug ljósmæðra höfðu sagt upp störfum í maí, en eftir undirritun samningsins lýstu nokkrar þeirra því yfir að þær hygðust ekki draga uppsagnirnar til baka. Katrín kveðst vona að nýtt samtal komist á um launamálin sem fyrst. „Ég veit ekki alveg hvort það verði næsta skref að við óskum eftir fundi með samninganefndinni eða hvort við verðum boðaðar á fund, sem væri voða gott. Ég veit ekki heldur hvort við séum ennþá undir ríkissáttasemjara, en mér finnst það bara mjög líklegt.“ Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Ljósmæður felldu nýjan kjarasamning við íslenska ríkið í atkvæðagreiðslu sem lauk í nótt með miklum meirihluta. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir samninginn einfaldlega ekki nógu góðan. Áttatíu og sjö prósent félaga í Ljósmæðrafélagi Íslands tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, en sextíu og þrjú prósent þeirra kusu að fella samninginn, 33,7 prósent kusu með og þrjú komma þrjú prósent skiluðu auðu. Samningurinn var undirritaður í síðustu viku eftir fjölmarga formlega og óformlega samningafundi.Taldir þú þennan samning nógu góðan?„Nei, í rauninni hefði maður viljað gera miklu, miklu betur,“ segir Katrín Sif.Segir ekki nægilega lagt í Í samningnum fólst meðal annars rúmlega fjögurra prósenta launahækkun auk þess sem gert var ráð fyrir sextíu milljón króna greiðslu til launaleiðréttingar og fleiri aðgerða. „Það er ekki nægilega lagt í. Við náttúrulega lögðum upp með það að við viljum fá leiðréttingu á launasetningu sem okkur finnst algjörlega réttlætanleg og sanngjörn og höfum fært rök fyrir. Þetta var bara einfaldlega ekki nóg,“ segir Katrín Sif. Á þriðja tug ljósmæðra höfðu sagt upp störfum í maí, en eftir undirritun samningsins lýstu nokkrar þeirra því yfir að þær hygðust ekki draga uppsagnirnar til baka. Katrín kveðst vona að nýtt samtal komist á um launamálin sem fyrst. „Ég veit ekki alveg hvort það verði næsta skref að við óskum eftir fundi með samninganefndinni eða hvort við verðum boðaðar á fund, sem væri voða gott. Ég veit ekki heldur hvort við séum ennþá undir ríkissáttasemjara, en mér finnst það bara mjög líklegt.“
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira