„Þetta var bara einfaldlega ekki nóg“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 8. júní 2018 20:00 Ljósmæður felldu nýjan kjarasamning við íslenska ríkið í atkvæðagreiðslu sem lauk í nótt með miklum meirihluta. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir samninginn einfaldlega ekki nógu góðan. Áttatíu og sjö prósent félaga í Ljósmæðrafélagi Íslands tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, en sextíu og þrjú prósent þeirra kusu að fella samninginn, 33,7 prósent kusu með og þrjú komma þrjú prósent skiluðu auðu. Samningurinn var undirritaður í síðustu viku eftir fjölmarga formlega og óformlega samningafundi.Taldir þú þennan samning nógu góðan?„Nei, í rauninni hefði maður viljað gera miklu, miklu betur,“ segir Katrín Sif.Segir ekki nægilega lagt í Í samningnum fólst meðal annars rúmlega fjögurra prósenta launahækkun auk þess sem gert var ráð fyrir sextíu milljón króna greiðslu til launaleiðréttingar og fleiri aðgerða. „Það er ekki nægilega lagt í. Við náttúrulega lögðum upp með það að við viljum fá leiðréttingu á launasetningu sem okkur finnst algjörlega réttlætanleg og sanngjörn og höfum fært rök fyrir. Þetta var bara einfaldlega ekki nóg,“ segir Katrín Sif. Á þriðja tug ljósmæðra höfðu sagt upp störfum í maí, en eftir undirritun samningsins lýstu nokkrar þeirra því yfir að þær hygðust ekki draga uppsagnirnar til baka. Katrín kveðst vona að nýtt samtal komist á um launamálin sem fyrst. „Ég veit ekki alveg hvort það verði næsta skref að við óskum eftir fundi með samninganefndinni eða hvort við verðum boðaðar á fund, sem væri voða gott. Ég veit ekki heldur hvort við séum ennþá undir ríkissáttasemjara, en mér finnst það bara mjög líklegt.“ Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Ljósmæður felldu nýjan kjarasamning við íslenska ríkið í atkvæðagreiðslu sem lauk í nótt með miklum meirihluta. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir samninginn einfaldlega ekki nógu góðan. Áttatíu og sjö prósent félaga í Ljósmæðrafélagi Íslands tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, en sextíu og þrjú prósent þeirra kusu að fella samninginn, 33,7 prósent kusu með og þrjú komma þrjú prósent skiluðu auðu. Samningurinn var undirritaður í síðustu viku eftir fjölmarga formlega og óformlega samningafundi.Taldir þú þennan samning nógu góðan?„Nei, í rauninni hefði maður viljað gera miklu, miklu betur,“ segir Katrín Sif.Segir ekki nægilega lagt í Í samningnum fólst meðal annars rúmlega fjögurra prósenta launahækkun auk þess sem gert var ráð fyrir sextíu milljón króna greiðslu til launaleiðréttingar og fleiri aðgerða. „Það er ekki nægilega lagt í. Við náttúrulega lögðum upp með það að við viljum fá leiðréttingu á launasetningu sem okkur finnst algjörlega réttlætanleg og sanngjörn og höfum fært rök fyrir. Þetta var bara einfaldlega ekki nóg,“ segir Katrín Sif. Á þriðja tug ljósmæðra höfðu sagt upp störfum í maí, en eftir undirritun samningsins lýstu nokkrar þeirra því yfir að þær hygðust ekki draga uppsagnirnar til baka. Katrín kveðst vona að nýtt samtal komist á um launamálin sem fyrst. „Ég veit ekki alveg hvort það verði næsta skref að við óskum eftir fundi með samninganefndinni eða hvort við verðum boðaðar á fund, sem væri voða gott. Ég veit ekki heldur hvort við séum ennþá undir ríkissáttasemjara, en mér finnst það bara mjög líklegt.“
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira