„Staðgöngumæðrun er gerleg sé það gert af fúsum og frjálsum vilja“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. október 2018 19:17 Nokkur eftirspurn er eftir þjónustu ísraelsks staðgöngumæðrunarfyrirtækis sem nú býður þjónustu sína hér á landi. Staðgöngumæðrun er ólögleg á Íslandi en talsmaður fyrirtækisins fullyrðir að starfsemin standist lög þar sem staðgöngumóðir gangi með barnið erlendis. Fyrirtækið Tammuz Nordic býður Íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun en forsvarsmaður fyrirtækisins segir nokkur áhugasöm íslensk pör nú íhuga að nýta sér þjónustuna. „Það er ekki hægt að hefja ferli staðgöngumæðrunar á Íslandi. Við getum það ekki af því að hún er ólögleg á Íslandi. Hinsvegar getum við skipulagt staðgöngumæðrun í Bandaríkjunum, Úkraínu eða Albaníu þar sem það er löglegt og íslenskum ríkisborgurum er heimilt með lögum að nýta sér ferlið,“ segir Mikkel Raahede, fulltrúi Tammuz Nordic gagnvart Íslandi og Danmörku. Aðspurður segir hann fyrirtækið ekki þurfa sérstakt leyfi stjórnvalda til að bjóða þjónustu sína hér á landi. „Við störfum innan íslensks lagaramma. Ég hef ráðfært mig við bæði prófessor við Háskóla Íslands og við lögfræðing í Reykjavík og starfsemi okkar er sannarlega í samræmi við íslensk lög.“Þyrí Steingrímsdóttir hæstaréttarlögmaður.Vísir/EgillÞyrí Steingrímsdóttir, hæstaréttarlögmaður sem hefur verið fyrirtækinu innan handar, tekur undir þau orð. Til að barn geti fengið íslenskan ríkisborgararétt verði það þó að vera blóðskylt að minnsta kosti öðru foreldri. „Í rauninni eru íslensk lög ekki skýr með þessa mótttöku, um hvernig eigi að taka við barninu, og það er auðvitað verið að taka út eitt hér og annað þar, eins og með ríkisborgararéttinn eða með skráningu forsjár og ýmislegt í þeim dúr og við auðvitað bara vinnum innan þess ramma,“ segir Þurý. Lagabreytingar tengdar staðgöngumæðrun eru ekki á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra á þessu þingi samkvæmt svari við fyrirspurn fréttastofu í sumar. Það sé mat ráðherra að ekki sé ástæða til þess að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra. „Staðgöngumæðrun er gerleg sé það gert af fúsum og frjálsum vilja og þegar um er að ræða fólk sem hefur ferlið með stóra drauma. Mér finnst að við megum ekki leggja stein í götu þeirra kvenna sem vilja ganga með barn fyrir aðra,“ segir Mikkel. Tengdar fréttir Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. 13. ágúst 2018 20:00 Segir lög um staðgöngumæðrun þarfnast skoðunar Formaður velferðarnefndar Alþingis hyggst kanna hvort tilefni sé til að skoða lagaumhverfi staðgöngumæðrunar innan nefndarinnar, en engar breytingar í málaflokknum eru á dagskrá hjá heilbrigðisráðherra. Talsmaður stuðningsfélagsins Staðgöngu segir ótækt að fullunnið frumvarp liggi óhreyft ofan í skúffu hjá ráðherra. 14. ágúst 2018 21:00 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Nokkur eftirspurn er eftir þjónustu ísraelsks staðgöngumæðrunarfyrirtækis sem nú býður þjónustu sína hér á landi. Staðgöngumæðrun er ólögleg á Íslandi en talsmaður fyrirtækisins fullyrðir að starfsemin standist lög þar sem staðgöngumóðir gangi með barnið erlendis. Fyrirtækið Tammuz Nordic býður Íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun en forsvarsmaður fyrirtækisins segir nokkur áhugasöm íslensk pör nú íhuga að nýta sér þjónustuna. „Það er ekki hægt að hefja ferli staðgöngumæðrunar á Íslandi. Við getum það ekki af því að hún er ólögleg á Íslandi. Hinsvegar getum við skipulagt staðgöngumæðrun í Bandaríkjunum, Úkraínu eða Albaníu þar sem það er löglegt og íslenskum ríkisborgurum er heimilt með lögum að nýta sér ferlið,“ segir Mikkel Raahede, fulltrúi Tammuz Nordic gagnvart Íslandi og Danmörku. Aðspurður segir hann fyrirtækið ekki þurfa sérstakt leyfi stjórnvalda til að bjóða þjónustu sína hér á landi. „Við störfum innan íslensks lagaramma. Ég hef ráðfært mig við bæði prófessor við Háskóla Íslands og við lögfræðing í Reykjavík og starfsemi okkar er sannarlega í samræmi við íslensk lög.“Þyrí Steingrímsdóttir hæstaréttarlögmaður.Vísir/EgillÞyrí Steingrímsdóttir, hæstaréttarlögmaður sem hefur verið fyrirtækinu innan handar, tekur undir þau orð. Til að barn geti fengið íslenskan ríkisborgararétt verði það þó að vera blóðskylt að minnsta kosti öðru foreldri. „Í rauninni eru íslensk lög ekki skýr með þessa mótttöku, um hvernig eigi að taka við barninu, og það er auðvitað verið að taka út eitt hér og annað þar, eins og með ríkisborgararéttinn eða með skráningu forsjár og ýmislegt í þeim dúr og við auðvitað bara vinnum innan þess ramma,“ segir Þurý. Lagabreytingar tengdar staðgöngumæðrun eru ekki á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra á þessu þingi samkvæmt svari við fyrirspurn fréttastofu í sumar. Það sé mat ráðherra að ekki sé ástæða til þess að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra. „Staðgöngumæðrun er gerleg sé það gert af fúsum og frjálsum vilja og þegar um er að ræða fólk sem hefur ferlið með stóra drauma. Mér finnst að við megum ekki leggja stein í götu þeirra kvenna sem vilja ganga með barn fyrir aðra,“ segir Mikkel.
Tengdar fréttir Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. 13. ágúst 2018 20:00 Segir lög um staðgöngumæðrun þarfnast skoðunar Formaður velferðarnefndar Alþingis hyggst kanna hvort tilefni sé til að skoða lagaumhverfi staðgöngumæðrunar innan nefndarinnar, en engar breytingar í málaflokknum eru á dagskrá hjá heilbrigðisráðherra. Talsmaður stuðningsfélagsins Staðgöngu segir ótækt að fullunnið frumvarp liggi óhreyft ofan í skúffu hjá ráðherra. 14. ágúst 2018 21:00 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. 13. ágúst 2018 20:00
Segir lög um staðgöngumæðrun þarfnast skoðunar Formaður velferðarnefndar Alþingis hyggst kanna hvort tilefni sé til að skoða lagaumhverfi staðgöngumæðrunar innan nefndarinnar, en engar breytingar í málaflokknum eru á dagskrá hjá heilbrigðisráðherra. Talsmaður stuðningsfélagsins Staðgöngu segir ótækt að fullunnið frumvarp liggi óhreyft ofan í skúffu hjá ráðherra. 14. ágúst 2018 21:00
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir