Vegagerðin vaktar hættulegustu staði vegakerfisins Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2018 13:05 Talsmaður Vegagerðarinnar segir meginmarkmið hennar að auka umferðaröryggi. Síðasta ár var eitt það versta í umferðinni á síðasta áratug en sextán manns létust í bílslysum og tæplega tvö hundruð manns slösuðust alvarlega. Sérfræðingur í umferðarmálum segir fjármagni ekki beint til úrbóta á hættulegustu vegaköflum landsins. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að einungis árið 2016 er verra hvað slys og dauðsföll í umferðinni varðar en árið í fyrra. En í fyrra slösuðust 184 alvarlega í umferðinni og sextán létust. Þessi tvö ár eru þau verstu á undanförnum tíu árum, en í fyrra létust fjórðungi fleiri í umferðinni en að meðaltali á síðasta áratug. Ólafur Guðmundsson tæknistjóri hjá EuroRap, samtökum 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu segir í Fréttablaðinu að það sé sorglegt að fjármagni sem veitt sé til samgangna á Íslandi, sé sjaldnast varið í að gera úrbætur á þeim vegum þar sem flest alvarleg slys verða á fólki. En það sé vegakaflar upp á samtals um 550 kílómetra. Magnús Valur Jóhannsson framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar segir Vegagerðina horfa sérstaklega til þeirra kafla í vegakerfinu þar sem mest er um slys, þá sérstaklega á umferðarmestu vegunum inn og út úr Reykjavík þótt það það hafi gengið hægar en margir vildu. „Er ég þá að vitna til tvöföldunar á Reykjanesbraut sem er auðvitað á dagskrá þótt við vitum ekki hvenær að því kemur. Tvöföldun á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss og Kjalarnesið er til umræðu. En þetta gengur auðvitað mun hægar en menn gjarnan vildu,“ segir Magnús Valur. Vandinn sé meðal annars sá að samþykktar vegaáætlanir og fjárveitingar fari ekki alltaf saman. Þessi stóru verkefni séu öll í áætlunum Alþingis til 2026 en fjármagnið ráði för. Í drögum að vegaáætlun til 2021 sem lögð verði fyrir Alþingi í vor sé gert ráð fyrir framlögum til sumra þessara verkefna. Tuttugu og níu alvarleg umferðarslys hafa orðið á samanlagðri Hringbraut og Miklubraut á undanförnum tíu árum. Magnús Valur segir ekki reiknað með miklu fjármagni í þessa stofnbraut í gegnum borgina, þar sem borgin hafi lagt meiri áherslu á almenningssamgöngur, hjólreiðastíga og svo framvegis í gegnum vegaáætlanir. Því hafi verið lítið um framkvæmdir að hálfu Vegagerðarinnar í Reykjavík. „Sérstaklega þá kannski mislæg gatnamót. Fleiri mislæg gatnamót myndu vitanlega auka umferðaröryggi töluvert mikið,“ segir Magnús Valur. Ef ráðast ætti í öll stóru verkefnin í vegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring myndu þau kosta tugi milljarða króna. Vegagerðin fylgist mjög vel með hvar slysin verða og hvar hættulegir staðir séu í vegakerfinu. Þá séu sérstakar fjárveitingar til minni öryggisaðgerða sem fólk verði kannski ekki vart við. „Það eru nokkur hundruð milljónir á ári þar sem við reynum að lagfæra slysastaði eins og kostur er. Þannig að umferðaröryggi er í forgrunni hjá Vegagerðinni. Eitt af meginmarkmiðunum hjá okkur er að bæta umferðaröryggi. Það er nú bara þannig,“ segir Magnús Valur Jóhannsson. Samgöngur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Talsmaður Vegagerðarinnar segir meginmarkmið hennar að auka umferðaröryggi. Síðasta ár var eitt það versta í umferðinni á síðasta áratug en sextán manns létust í bílslysum og tæplega tvö hundruð manns slösuðust alvarlega. Sérfræðingur í umferðarmálum segir fjármagni ekki beint til úrbóta á hættulegustu vegaköflum landsins. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að einungis árið 2016 er verra hvað slys og dauðsföll í umferðinni varðar en árið í fyrra. En í fyrra slösuðust 184 alvarlega í umferðinni og sextán létust. Þessi tvö ár eru þau verstu á undanförnum tíu árum, en í fyrra létust fjórðungi fleiri í umferðinni en að meðaltali á síðasta áratug. Ólafur Guðmundsson tæknistjóri hjá EuroRap, samtökum 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu segir í Fréttablaðinu að það sé sorglegt að fjármagni sem veitt sé til samgangna á Íslandi, sé sjaldnast varið í að gera úrbætur á þeim vegum þar sem flest alvarleg slys verða á fólki. En það sé vegakaflar upp á samtals um 550 kílómetra. Magnús Valur Jóhannsson framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar segir Vegagerðina horfa sérstaklega til þeirra kafla í vegakerfinu þar sem mest er um slys, þá sérstaklega á umferðarmestu vegunum inn og út úr Reykjavík þótt það það hafi gengið hægar en margir vildu. „Er ég þá að vitna til tvöföldunar á Reykjanesbraut sem er auðvitað á dagskrá þótt við vitum ekki hvenær að því kemur. Tvöföldun á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss og Kjalarnesið er til umræðu. En þetta gengur auðvitað mun hægar en menn gjarnan vildu,“ segir Magnús Valur. Vandinn sé meðal annars sá að samþykktar vegaáætlanir og fjárveitingar fari ekki alltaf saman. Þessi stóru verkefni séu öll í áætlunum Alþingis til 2026 en fjármagnið ráði för. Í drögum að vegaáætlun til 2021 sem lögð verði fyrir Alþingi í vor sé gert ráð fyrir framlögum til sumra þessara verkefna. Tuttugu og níu alvarleg umferðarslys hafa orðið á samanlagðri Hringbraut og Miklubraut á undanförnum tíu árum. Magnús Valur segir ekki reiknað með miklu fjármagni í þessa stofnbraut í gegnum borgina, þar sem borgin hafi lagt meiri áherslu á almenningssamgöngur, hjólreiðastíga og svo framvegis í gegnum vegaáætlanir. Því hafi verið lítið um framkvæmdir að hálfu Vegagerðarinnar í Reykjavík. „Sérstaklega þá kannski mislæg gatnamót. Fleiri mislæg gatnamót myndu vitanlega auka umferðaröryggi töluvert mikið,“ segir Magnús Valur. Ef ráðast ætti í öll stóru verkefnin í vegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring myndu þau kosta tugi milljarða króna. Vegagerðin fylgist mjög vel með hvar slysin verða og hvar hættulegir staðir séu í vegakerfinu. Þá séu sérstakar fjárveitingar til minni öryggisaðgerða sem fólk verði kannski ekki vart við. „Það eru nokkur hundruð milljónir á ári þar sem við reynum að lagfæra slysastaði eins og kostur er. Þannig að umferðaröryggi er í forgrunni hjá Vegagerðinni. Eitt af meginmarkmiðunum hjá okkur er að bæta umferðaröryggi. Það er nú bara þannig,“ segir Magnús Valur Jóhannsson.
Samgöngur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira