Fréttamenn á Los Angeles Times greina frá því að Harvard-Westlake skólanum hafi verið lokað í gærmorgun af öryggisástæðum eftir að myndin birtist á samfélagsmiðlum. Myndin var á opinberum aðgangi Martin á Instagram, en ekki hefur verið sannað að hann hafi sett hana þangað inn sjálfur.
Nick Brown náði að vista myndina og setja hana sjálfur á Twitter, en Instagram aðgangur Martin er lokaður. Á myndinni má sjá skotvopn ásamt textanum „Þegar þú ert fórnarlamb eineltis þá eru möguleikarnir tveir; sjálfsvíg eða hefnd,“ og myllumerkinu #HarvardWestlake.
Þá merkti Martin þá Richie Incognito og Mike Pouncey á myndina, en þeir eiga að hafa lagt Martin í einelti þegar þeir spiluðu saman hjá Miami Dolphins.
Former Dolphins OL Jonathan Martin with some seriously disturbing stuff on his IG story... pic.twitter.com/NaJ8a0BXze
— Nick Brown (@NickyBeaster) February 23, 2018