Lögreglustjóri vill fá Aldísi aftur til vinnu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2018 20:00 Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar að færa hana til í starfi. Lögreglustjóri vill fá Aldísi aftur til starfa.Sigríður Björk færði Aldísi til í starfi árið 2016 þegar yfirstjórn lögreglunnar taldi þörf á að breytingum innan fíkniefnadeildar vegna vanda sem þar var til staðar. Héraðsdómur hafði áður sýknað ríkið af kröfum Aldísar sem fór fram á 126 milljónir í skaðabætur vegna ólögmætrar brottvikningar úr starfi en skaðabótakröfunni var vísað frá hjá Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar er viðurkennt að lögreglustjóri hafi heimild til að færa fólk til í starfi, Aldís fær miskabætur upp á 1,5 milljónir vegna skaða sem dómurinn telur að hún hafi orðið fyrir með breytingum og málsmeðferð lögreglustjóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglusjórinn á höfuðborgarsvæðinu.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRKemur þessi dómur til með að hafa áhrif á þig og þín störf? „Ég á ekki vona á því. Þetta er lærdómsferli. Við erum að læra af þessum dómi,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þegar hún er innt eftir viðbrögðum eftir að dómurinn féll í dag. Sigríður segir að sá lærdómur sem sé dreginn með dómnum sé að skrá samtímaheimildir. „Það er það sem er fundið að í dómnum að það hafi ekki verið til skráðar heimildir um ástandið í deildinni. Það má ekki gleyma því að við vorum að bregðast við mjög brýnum vanda í fíkniefnadeildinni. Það voru tveir menn grunaðir um spillingu og annar hefur verið sakfelldur fyrir spillingu. Hinn var ekki ákærður og hefur fengið bætur,“ segir Sigríður.Aldís HilmarsdóttirFréttablaðið/EyþórLögreglustjóri segir að Aldís Hilmarsdóttir, sem nú sé horfin til annarra starfa, sé velkominn aftur til lögreglunnar og vonar að hún komi til baka. „það stendur enn, Aldís á starfið sitt hér. Ég var búinn að fela henni aukna ábyrgð og búin að skipa hana sem aðstoðaryfirlögregluþjón, þannig að við viljum gjarnan fá hana aftur til starfa. Hún er velkomin,“ segir Sigríður Björk.Kemur hún aftur? Hafið þið heyrt í henni?„Ekki heyrt í henni enn, en dómurinn var að falla,“ segir Sigríður.Ætlar þú að taka upp símann og hringja í hana?„Það þykir mér mjög líklegt,“ segir Sigríður Björk. Lögreglan Tengdar fréttir Aldís áfrýjar til Hæstaréttar Aldís Hilmarsdóttir mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi hafi verið réttmæt. 28. desember 2017 15:43 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Lögreglustjóri vó að æru og persónu Aldísar sem fær miskabætur Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar lögreglustjóra að færa hana til í starfi. 11. október 2018 14:57 Aldís fær engar bætur frá ríkinu Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Aldís ætti ekki rétt á skaðabótum vegna tilfærslu í starfi. Aldís krafðist 126 milljóna í bætur. 13. desember 2017 15:30 Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar að færa hana til í starfi. Lögreglustjóri vill fá Aldísi aftur til starfa.Sigríður Björk færði Aldísi til í starfi árið 2016 þegar yfirstjórn lögreglunnar taldi þörf á að breytingum innan fíkniefnadeildar vegna vanda sem þar var til staðar. Héraðsdómur hafði áður sýknað ríkið af kröfum Aldísar sem fór fram á 126 milljónir í skaðabætur vegna ólögmætrar brottvikningar úr starfi en skaðabótakröfunni var vísað frá hjá Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar er viðurkennt að lögreglustjóri hafi heimild til að færa fólk til í starfi, Aldís fær miskabætur upp á 1,5 milljónir vegna skaða sem dómurinn telur að hún hafi orðið fyrir með breytingum og málsmeðferð lögreglustjóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglusjórinn á höfuðborgarsvæðinu.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRKemur þessi dómur til með að hafa áhrif á þig og þín störf? „Ég á ekki vona á því. Þetta er lærdómsferli. Við erum að læra af þessum dómi,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þegar hún er innt eftir viðbrögðum eftir að dómurinn féll í dag. Sigríður segir að sá lærdómur sem sé dreginn með dómnum sé að skrá samtímaheimildir. „Það er það sem er fundið að í dómnum að það hafi ekki verið til skráðar heimildir um ástandið í deildinni. Það má ekki gleyma því að við vorum að bregðast við mjög brýnum vanda í fíkniefnadeildinni. Það voru tveir menn grunaðir um spillingu og annar hefur verið sakfelldur fyrir spillingu. Hinn var ekki ákærður og hefur fengið bætur,“ segir Sigríður.Aldís HilmarsdóttirFréttablaðið/EyþórLögreglustjóri segir að Aldís Hilmarsdóttir, sem nú sé horfin til annarra starfa, sé velkominn aftur til lögreglunnar og vonar að hún komi til baka. „það stendur enn, Aldís á starfið sitt hér. Ég var búinn að fela henni aukna ábyrgð og búin að skipa hana sem aðstoðaryfirlögregluþjón, þannig að við viljum gjarnan fá hana aftur til starfa. Hún er velkomin,“ segir Sigríður Björk.Kemur hún aftur? Hafið þið heyrt í henni?„Ekki heyrt í henni enn, en dómurinn var að falla,“ segir Sigríður.Ætlar þú að taka upp símann og hringja í hana?„Það þykir mér mjög líklegt,“ segir Sigríður Björk.
Lögreglan Tengdar fréttir Aldís áfrýjar til Hæstaréttar Aldís Hilmarsdóttir mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi hafi verið réttmæt. 28. desember 2017 15:43 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Lögreglustjóri vó að æru og persónu Aldísar sem fær miskabætur Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar lögreglustjóra að færa hana til í starfi. 11. október 2018 14:57 Aldís fær engar bætur frá ríkinu Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Aldís ætti ekki rétt á skaðabótum vegna tilfærslu í starfi. Aldís krafðist 126 milljóna í bætur. 13. desember 2017 15:30 Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði Sjá meira
Aldís áfrýjar til Hæstaréttar Aldís Hilmarsdóttir mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi hafi verið réttmæt. 28. desember 2017 15:43
Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00
Lögreglustjóri vó að æru og persónu Aldísar sem fær miskabætur Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar lögreglustjóra að færa hana til í starfi. 11. október 2018 14:57
Aldís fær engar bætur frá ríkinu Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Aldís ætti ekki rétt á skaðabótum vegna tilfærslu í starfi. Aldís krafðist 126 milljóna í bætur. 13. desember 2017 15:30
Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45
Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent