Markmiðið að búa til gleðistund í anda Stuðmanna Magnús Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2018 06:00 Guðjón Davíð segir stefnt að því að smita gleði út í samfélagið eins og Stuðmenn hafi gert í öll þessi ár. Vísir/Stefán „Loksins á íslenska þjóðin söngleik með lögum Stuðmanna, það var tími til kominn,“ segir Guðjón Davíð Karlsson, leikari, leikstjóri og nú söngleikjahöfundur, aðspurður um hvað hann væri búinn að vera að fást við að undanförnu. Guðjón Davíð er höfundur og leikstjóri sirkussöngleiksins Slá í gegn, sem er með lögum Stuðmanna, og verður frumsýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins á laugardagskvöldið. Til þess að útskýra formið nánar segir Guðjón Davíð að þetta form sé nú Íslendingum að góðu kunnugt og að Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símarson sé gott dæmi um þessa nálgun. „Þetta er svona það sem er kallað glymskrattasöngleikur eða jukebox musical upp á enskuna. Ég bý til ákveðna sögu, vel lögin og reyni svona eftir bestu getu að láta þetta hljóma eins og þetta hafi verið samið á sama tíma. Mamma Mia!, We Will Rock You, þetta eru allt dæmi um það þegar þessari aðferð er beitt svo að fólk átti sig aðeins á því við hverju það má búast. Það var ótrúlega gaman að gera þetta því þarna erum við með tónlist eftir mestu gleðisveit íslensku þjóðarinnar. Það var æðislegt að leggjast yfir þetta því þeir eiga svo ótrúlega langan lagalista. Eitt er svo að eiga mörg lög en annað er að eiga svona marga smelli. Það er eiginlega bara vandræðalegt,“ segir Guðjón Davíð og hlær við tilhugsunina. Það er vandfundið það mannsbarn á Íslandi sem ekki þekkir til tónlistar Stuðmanna enda segir Guðjón Davíð tímabilið sem hann hafi sótt í spanna ríflega fjóra áratugi. „Ég er þarna með lög frá Tívolí og Sumri á Sýrlandi og þetta eru plötur frá því um miðjan áttunda áratuginn. En það merkilega er hvað þeir eru búnir að fara í gegnum ótrúlega mörg skeið í tónlistarsögunni. Margar stefnur og alls konar tískusveiflur þannig að það eru þarna alls konar týpur af lögum en samt er gleðin alltaf leiðarstefið. En það sem ég held að sé lykillinn að því að geta þetta er einfaldlega hversu ótrúlega færir laga- og textasmiðir eru þarna á ferðinni. Annað sem þeir hafa og hjálpar líka mikið til við þetta langlífi er það að þeir hafa húmor fyrir sjálfum sér. Ef maður hefur húmor þá hjálpar hann manni að komast í gegnum allt og þeir eru sönnun þess. Þessi húmor kemur fram hjá þeim í bæði lögum og textum en svo líka á sama tíma risastórt hjarta því þetta eru engin skrípalæti. Þetta er það sem er svo flott við Stuðmenn og þess vegna hentar þetta líka svo vel í leikhúsuppfærslu.“Eilítið kvíðvænlegt verkefni Guðjón Davíð segir að mörg laga Stuðmanna séu einmitt það sem kalla má leikhúsleg. „Það er svo mikið verið að segja sögur. Þarna er allt fullt af nöfnum, bæði staðarnöfnum og mannanöfnum og það einmitt gefur til kynna að það er alltaf verið að segja sögur sem liggja þarna að baki og það gerir þetta mjög skemmtilegt.“ Stuðmenn voru byrjaðir að leika og syngja fyrir landsmenn áður en Guðjón Davíð kom í heiminn og aðspurður hvort honum hafi ekki þótt þetta verkefni eilítið kvíðvænlegt tilhugsunar svarar hann einfaldlega. „Jú, jú. Auðvitað, en að sama skapi þá nálgast ég þetta með mikilli virðingu fyrir þeim og aðdáun því mér finnst þeir svo frábærir. Með þessum söngleik erum við að reyna að gera það sem þeir hafa verið að fást við í öll þessi ár og það er að smita gleði út í samfélagið. Það er takmarkið með þessum söngleik. Við erum ekkert að þykjast neitt eða reyna eitthvað, við viljum bara gleðja. Það er bara gleðibomba í Þjóðleikhúsinu og þarna fær fólk þessa æðislegu og dillandi Stuðmannatónlist flutta af frábærum listamönnum á sviðinu og það með leikhústöfrum. Það er hljómsveit á sviðinu auk leikaranna, dansara og sirkuslistamanna þannig að það er mikið í lagt. Markmiðið er einfaldlega að búa til gleðistund í anda Stuðmanna og reyna að fá fólk til þess að fara brosandi, dansandi og syngjandi aftur út í lífið eftir kvöldstund í leikhúsinu.“ Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
„Loksins á íslenska þjóðin söngleik með lögum Stuðmanna, það var tími til kominn,“ segir Guðjón Davíð Karlsson, leikari, leikstjóri og nú söngleikjahöfundur, aðspurður um hvað hann væri búinn að vera að fást við að undanförnu. Guðjón Davíð er höfundur og leikstjóri sirkussöngleiksins Slá í gegn, sem er með lögum Stuðmanna, og verður frumsýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins á laugardagskvöldið. Til þess að útskýra formið nánar segir Guðjón Davíð að þetta form sé nú Íslendingum að góðu kunnugt og að Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símarson sé gott dæmi um þessa nálgun. „Þetta er svona það sem er kallað glymskrattasöngleikur eða jukebox musical upp á enskuna. Ég bý til ákveðna sögu, vel lögin og reyni svona eftir bestu getu að láta þetta hljóma eins og þetta hafi verið samið á sama tíma. Mamma Mia!, We Will Rock You, þetta eru allt dæmi um það þegar þessari aðferð er beitt svo að fólk átti sig aðeins á því við hverju það má búast. Það var ótrúlega gaman að gera þetta því þarna erum við með tónlist eftir mestu gleðisveit íslensku þjóðarinnar. Það var æðislegt að leggjast yfir þetta því þeir eiga svo ótrúlega langan lagalista. Eitt er svo að eiga mörg lög en annað er að eiga svona marga smelli. Það er eiginlega bara vandræðalegt,“ segir Guðjón Davíð og hlær við tilhugsunina. Það er vandfundið það mannsbarn á Íslandi sem ekki þekkir til tónlistar Stuðmanna enda segir Guðjón Davíð tímabilið sem hann hafi sótt í spanna ríflega fjóra áratugi. „Ég er þarna með lög frá Tívolí og Sumri á Sýrlandi og þetta eru plötur frá því um miðjan áttunda áratuginn. En það merkilega er hvað þeir eru búnir að fara í gegnum ótrúlega mörg skeið í tónlistarsögunni. Margar stefnur og alls konar tískusveiflur þannig að það eru þarna alls konar týpur af lögum en samt er gleðin alltaf leiðarstefið. En það sem ég held að sé lykillinn að því að geta þetta er einfaldlega hversu ótrúlega færir laga- og textasmiðir eru þarna á ferðinni. Annað sem þeir hafa og hjálpar líka mikið til við þetta langlífi er það að þeir hafa húmor fyrir sjálfum sér. Ef maður hefur húmor þá hjálpar hann manni að komast í gegnum allt og þeir eru sönnun þess. Þessi húmor kemur fram hjá þeim í bæði lögum og textum en svo líka á sama tíma risastórt hjarta því þetta eru engin skrípalæti. Þetta er það sem er svo flott við Stuðmenn og þess vegna hentar þetta líka svo vel í leikhúsuppfærslu.“Eilítið kvíðvænlegt verkefni Guðjón Davíð segir að mörg laga Stuðmanna séu einmitt það sem kalla má leikhúsleg. „Það er svo mikið verið að segja sögur. Þarna er allt fullt af nöfnum, bæði staðarnöfnum og mannanöfnum og það einmitt gefur til kynna að það er alltaf verið að segja sögur sem liggja þarna að baki og það gerir þetta mjög skemmtilegt.“ Stuðmenn voru byrjaðir að leika og syngja fyrir landsmenn áður en Guðjón Davíð kom í heiminn og aðspurður hvort honum hafi ekki þótt þetta verkefni eilítið kvíðvænlegt tilhugsunar svarar hann einfaldlega. „Jú, jú. Auðvitað, en að sama skapi þá nálgast ég þetta með mikilli virðingu fyrir þeim og aðdáun því mér finnst þeir svo frábærir. Með þessum söngleik erum við að reyna að gera það sem þeir hafa verið að fást við í öll þessi ár og það er að smita gleði út í samfélagið. Það er takmarkið með þessum söngleik. Við erum ekkert að þykjast neitt eða reyna eitthvað, við viljum bara gleðja. Það er bara gleðibomba í Þjóðleikhúsinu og þarna fær fólk þessa æðislegu og dillandi Stuðmannatónlist flutta af frábærum listamönnum á sviðinu og það með leikhústöfrum. Það er hljómsveit á sviðinu auk leikaranna, dansara og sirkuslistamanna þannig að það er mikið í lagt. Markmiðið er einfaldlega að búa til gleðistund í anda Stuðmanna og reyna að fá fólk til þess að fara brosandi, dansandi og syngjandi aftur út í lífið eftir kvöldstund í leikhúsinu.“
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira