Selma Björns: „Ég bara er ekki lesbía og get því ekki verið lesbía“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. september 2017 10:00 Selma Björnsdóttir opnar sig á Facebook. „Ég hitti samstarfskonu mína úti í búð áðan sem er nú ekki í frásögur færandi nema hún spurði, eins og eiginlega allir sem ég hitti, „how´s your love life?“ Svona hefst stöðufærsla hjá söngkonunni, leikkonunni og leikstjóranum Selmu Björnsdóttur á Facebook en þar talar hún um það hvernig fólk talar oft við einhleypar konur. „Við einhleypa fólkið erum orðin vön að fá þessa spurningu og alltaf er mitt svar jafn óspennandi: „jah, það er bara ekkert að frétta, enginn vill mig“ og svo hlæ ég vandræðalega til að reyna að létta stemninguna.“ Selma segir þessa samstarfskonu vera lífsreynda, gáfaða, opna og víðförula og þegar hún hafi melt svarið hennar í smá stund bætti hún við: „Hefurðu hugsað þér að skipta um lið? Að verða lesbía? Það sem er magnað við þetta er að þessi kona er ekki sú fyrsta sem spyr mig að þessu, ekki önnur, heldur þriðja. Þessar þrjár konur eru allar lífsreyndar, gáfaðar, opnar, víðförlar, bera hag minn fyrir brjósti, og vilja mér vel,“ segir Selma sem svarar alltaf umræddri spurningu svona: „Ég bara er ekki lesbía og get því ekki verið lesbía“.Sjálfstæð kona Selma segist hafa haldið áfram að ræða hjúskapastöðu sína við konuna. „Af hverju ég væri ekki enn búinn að hitta þann eina rétta og oftar en ekki vilja konur sem ég þekki meina að ég sé of sterk og of sjálfstæð. Ég skil ekki hvernig það á að koma í veg fyrir að ég gangi út. Ég er sjálfstæð, bæði í daglega lífinu, fjárhagslega og sjálfstæð móðir. Mér finnst þetta ákaflega áhugaverð pæling því ég hef heyrt þessu fleygt fram býsna oft á mínum einhleypu árum. Mig langar til þess að spyrja einhleypar konur hér á fésinu hvort þær hafi fengið hvatningu frá öðrum um að verða lesbíur þegar illa gengur á galeiðunni?“ Selma veltir því fyrir sér hvort einhleypir karlmenn séu hvattir til þess að verða hommar. „Fyrst illa gengur að finna hina einu sönnu og að lokum langar mig að spyrja ykkur strákar: Eruð þið hræddir við sjálfstæðar og sterkar konur? Af hverju í ósköpunum heyri ég þá alhæfingu aftur og aftur og aftur....og það árið 2017?“ Ef athugasemdir eru skoðaðar við færslu Selmu kemur í ljós að fjölmargar konur og karlar virðast tengja við hugleiðingar leikstjórans. Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Sjá meira
„Ég hitti samstarfskonu mína úti í búð áðan sem er nú ekki í frásögur færandi nema hún spurði, eins og eiginlega allir sem ég hitti, „how´s your love life?“ Svona hefst stöðufærsla hjá söngkonunni, leikkonunni og leikstjóranum Selmu Björnsdóttur á Facebook en þar talar hún um það hvernig fólk talar oft við einhleypar konur. „Við einhleypa fólkið erum orðin vön að fá þessa spurningu og alltaf er mitt svar jafn óspennandi: „jah, það er bara ekkert að frétta, enginn vill mig“ og svo hlæ ég vandræðalega til að reyna að létta stemninguna.“ Selma segir þessa samstarfskonu vera lífsreynda, gáfaða, opna og víðförula og þegar hún hafi melt svarið hennar í smá stund bætti hún við: „Hefurðu hugsað þér að skipta um lið? Að verða lesbía? Það sem er magnað við þetta er að þessi kona er ekki sú fyrsta sem spyr mig að þessu, ekki önnur, heldur þriðja. Þessar þrjár konur eru allar lífsreyndar, gáfaðar, opnar, víðförlar, bera hag minn fyrir brjósti, og vilja mér vel,“ segir Selma sem svarar alltaf umræddri spurningu svona: „Ég bara er ekki lesbía og get því ekki verið lesbía“.Sjálfstæð kona Selma segist hafa haldið áfram að ræða hjúskapastöðu sína við konuna. „Af hverju ég væri ekki enn búinn að hitta þann eina rétta og oftar en ekki vilja konur sem ég þekki meina að ég sé of sterk og of sjálfstæð. Ég skil ekki hvernig það á að koma í veg fyrir að ég gangi út. Ég er sjálfstæð, bæði í daglega lífinu, fjárhagslega og sjálfstæð móðir. Mér finnst þetta ákaflega áhugaverð pæling því ég hef heyrt þessu fleygt fram býsna oft á mínum einhleypu árum. Mig langar til þess að spyrja einhleypar konur hér á fésinu hvort þær hafi fengið hvatningu frá öðrum um að verða lesbíur þegar illa gengur á galeiðunni?“ Selma veltir því fyrir sér hvort einhleypir karlmenn séu hvattir til þess að verða hommar. „Fyrst illa gengur að finna hina einu sönnu og að lokum langar mig að spyrja ykkur strákar: Eruð þið hræddir við sjálfstæðar og sterkar konur? Af hverju í ósköpunum heyri ég þá alhæfingu aftur og aftur og aftur....og það árið 2017?“ Ef athugasemdir eru skoðaðar við færslu Selmu kemur í ljós að fjölmargar konur og karlar virðast tengja við hugleiðingar leikstjórans.
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Sjá meira