Ásta Guðrún biðst afsökunar: „Ég skil vel hvernig þessi ummæli þóttu óviðeigandi og jafnvel særandi“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 14:33 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata. Vísir/Ernir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum í Silfrinu á sunnudag þar sem hún sagðist ekki sjá fram á að geta keypt sér íbúð. Ummæli Ástu Guðrúnar vöktu mikla athygli sökum þess að laun hennar eru hærri en laun ungs fólks á Íslandi almennt. „Ég er ekkert að fara að sjá fram á að geta keypt íbúð einhvern tímann á næstunni. Það er frekar ómögulegt að mínu mati,“ sagði Ásta. Miklar umræður spruttu upp í kjölfar þessara ummæla á samskiptamiðlinum Twitter þar sem Dagur Hjartarson, rithöfundur, velti því fyrir sér hvernig á því stæði að þingmaður með 1,5 milljónir króna í laun á mánuði gæti ekki keypt sér íbúð. Ásta svaraði Degi og benti á að hún hefði um síðustu mánaðarmót einungis hafa fengið 800 þúsund krónur útborgaðar. „Ég biðst afsökunar á þeim orðum sem ég lét falla í Silfrinu síðastliðinn sunnudag. Þetta var sagt í hugsunarleysi og það var aldrei ætlun mín á nokkurn hátt að setja mínar fjárhagslegu aðstæður að jöfnu við aðstæður annars ungs fólks á Íslandi,“ skrifar Ásta Guðrún á Facebook síðu sinni. „Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að aðstæður mínar eru ekki sambærilegar við aðstæður fólks almennt á Íslandi og ég skil vel hvernig þessi ummæli þóttu óviðeigandi og jafnvel særandi.“ Hún segist hafa viljað koma því á framfæri að hækkanir á húsnæði hafi verið langt fram úr því sem hún hafi búist við og vildi beina kastljósinu á stöðu ungs fólks, sem jafnvel sé nýkomið úr námi og inn á vinnumarkað og hvernig það eigi að feta sig við þessar aðstæður. „Aðstæður sem ég upplifði fyrir ekki svo löngu síðan og tengi ennþá mikið við. Eitt af erindum mínum í stjórnmálum er að berjast fyrir bættum hag ungs fólks á Íslandi og ég vona að ég geti unnið til baka traust þessa hóps og haldið áfram að vinna að þeirra stóru hagsmunamálum. Ég læri af mistökum og geri betur næst. Því get ég lofað.“ Tengdar fréttir Ásta Guðrún: Launin mín eru ekki vandamálið heldur fasteignamarkaðurinn Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að sér finnist leiðinlegt að umræðan 19. febrúar 2017 15:50 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum í Silfrinu á sunnudag þar sem hún sagðist ekki sjá fram á að geta keypt sér íbúð. Ummæli Ástu Guðrúnar vöktu mikla athygli sökum þess að laun hennar eru hærri en laun ungs fólks á Íslandi almennt. „Ég er ekkert að fara að sjá fram á að geta keypt íbúð einhvern tímann á næstunni. Það er frekar ómögulegt að mínu mati,“ sagði Ásta. Miklar umræður spruttu upp í kjölfar þessara ummæla á samskiptamiðlinum Twitter þar sem Dagur Hjartarson, rithöfundur, velti því fyrir sér hvernig á því stæði að þingmaður með 1,5 milljónir króna í laun á mánuði gæti ekki keypt sér íbúð. Ásta svaraði Degi og benti á að hún hefði um síðustu mánaðarmót einungis hafa fengið 800 þúsund krónur útborgaðar. „Ég biðst afsökunar á þeim orðum sem ég lét falla í Silfrinu síðastliðinn sunnudag. Þetta var sagt í hugsunarleysi og það var aldrei ætlun mín á nokkurn hátt að setja mínar fjárhagslegu aðstæður að jöfnu við aðstæður annars ungs fólks á Íslandi,“ skrifar Ásta Guðrún á Facebook síðu sinni. „Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að aðstæður mínar eru ekki sambærilegar við aðstæður fólks almennt á Íslandi og ég skil vel hvernig þessi ummæli þóttu óviðeigandi og jafnvel særandi.“ Hún segist hafa viljað koma því á framfæri að hækkanir á húsnæði hafi verið langt fram úr því sem hún hafi búist við og vildi beina kastljósinu á stöðu ungs fólks, sem jafnvel sé nýkomið úr námi og inn á vinnumarkað og hvernig það eigi að feta sig við þessar aðstæður. „Aðstæður sem ég upplifði fyrir ekki svo löngu síðan og tengi ennþá mikið við. Eitt af erindum mínum í stjórnmálum er að berjast fyrir bættum hag ungs fólks á Íslandi og ég vona að ég geti unnið til baka traust þessa hóps og haldið áfram að vinna að þeirra stóru hagsmunamálum. Ég læri af mistökum og geri betur næst. Því get ég lofað.“
Tengdar fréttir Ásta Guðrún: Launin mín eru ekki vandamálið heldur fasteignamarkaðurinn Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að sér finnist leiðinlegt að umræðan 19. febrúar 2017 15:50 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Ásta Guðrún: Launin mín eru ekki vandamálið heldur fasteignamarkaðurinn Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að sér finnist leiðinlegt að umræðan 19. febrúar 2017 15:50