Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því að búið sé að opna fyrir umferð um Kjalarnes en veginum veginum var lokað vegna þess að stórar plötur, 25 kíló að þyngd, voru í fokhættu vegna snarpra vindhviða á svæðinu, sem náðu allt að 45 metrum á sekúndu. Plöturnar voru 30 talsins og þurfti að flytja þær á öruggan stað.
*Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:08
