„Keflavíkurflugvöllur er ekki byggður upp af ríkisfé“ Ásgeir Erlendsson skrifar 10. mars 2017 21:44 Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Vísir Forstjóri Isavia segir beina ábyrgð skattgreiðenda þegar kemur að uppbyggingu Keflavíkurflugvallar mjög litla þar sem völlurinn sé ekki byggður upp af ríkisfé. Hann telur ljóst að stórir erlendir aðilar hefðu áhuga kaupa hlut í vellinum yrði farið í útboð á hluta hans. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að ekki væri skynsamlegt að skattgreiðendur bæru alla ábyrgð á rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og sagði mikilvægt að skoða þann möguleika hvort einkaaðilar kæmu að uppbyggingu vallarins. Forstjóri Isavia, Björn Óli Hauksson, segir ábyrgð skattgreiðenda litla þar sem fyrirtækið standi vel. Gert er ráð fyrir að á næstu 25 árum tvöfaldist stærð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar með tilheyrandi kostnaði. Flugstöðin er í eigu Isavia sem er opinbert hlutafélag alfarið í eigu ríkisins. Björn Óli segist enga afstöðu taka hvort rétt sé að skoða möguleika þess að einkaaðilar komi að uppbyggingu flugstöðvarinnar en bendir á að bein ábyrgð skattgreiðenda þegar kemur að uppbyggingunni sé lítil. „Keflavíkurflugvöllur er ekki byggður upp af ríkisfé. Hann er byggður upp af þeim rekstri sem við erum með og svo líka lántökum sem við erum með. Þannig að skattgreiðandinn er ekki að senda neina peninga í málið, lánin sem við erum með eru heldur ekki með ríkisábyrgð þannig að þetta lendir ekki á skattgreiðendum,“ segir Björn Óli. Aftur á móti ber Isavia að skjá til þess að fyrirtækið sé rekið með lágmarksáhættu og þess vegna sé virk áhættustefna sem tryggi stöðu eigandans, ríkisins. Hann telur að mikill áhugi yrði erlendis frá ef einkaaðilum byðist að kaupa hlut í flugstöðinni. „Um leið og þessi völlur færi á markað þá mundu mörg mjög stór erlend fyrirtæki skoða hvort þau myndu kaupa hlut í vellinum. Við erum á opnum evrópskum markaði og þeir munu hafa áhuga á að koma inn.“ Tengdar fréttir Vill ekki sjá skattgreiðendur enda með stóra flugstöð sem er á ábyrgð þeirra Ráðherra vill fá fjárfesta inn í uppbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. 9. mars 2017 19:52 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Forstjóri Isavia segir beina ábyrgð skattgreiðenda þegar kemur að uppbyggingu Keflavíkurflugvallar mjög litla þar sem völlurinn sé ekki byggður upp af ríkisfé. Hann telur ljóst að stórir erlendir aðilar hefðu áhuga kaupa hlut í vellinum yrði farið í útboð á hluta hans. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að ekki væri skynsamlegt að skattgreiðendur bæru alla ábyrgð á rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og sagði mikilvægt að skoða þann möguleika hvort einkaaðilar kæmu að uppbyggingu vallarins. Forstjóri Isavia, Björn Óli Hauksson, segir ábyrgð skattgreiðenda litla þar sem fyrirtækið standi vel. Gert er ráð fyrir að á næstu 25 árum tvöfaldist stærð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar með tilheyrandi kostnaði. Flugstöðin er í eigu Isavia sem er opinbert hlutafélag alfarið í eigu ríkisins. Björn Óli segist enga afstöðu taka hvort rétt sé að skoða möguleika þess að einkaaðilar komi að uppbyggingu flugstöðvarinnar en bendir á að bein ábyrgð skattgreiðenda þegar kemur að uppbyggingunni sé lítil. „Keflavíkurflugvöllur er ekki byggður upp af ríkisfé. Hann er byggður upp af þeim rekstri sem við erum með og svo líka lántökum sem við erum með. Þannig að skattgreiðandinn er ekki að senda neina peninga í málið, lánin sem við erum með eru heldur ekki með ríkisábyrgð þannig að þetta lendir ekki á skattgreiðendum,“ segir Björn Óli. Aftur á móti ber Isavia að skjá til þess að fyrirtækið sé rekið með lágmarksáhættu og þess vegna sé virk áhættustefna sem tryggi stöðu eigandans, ríkisins. Hann telur að mikill áhugi yrði erlendis frá ef einkaaðilum byðist að kaupa hlut í flugstöðinni. „Um leið og þessi völlur færi á markað þá mundu mörg mjög stór erlend fyrirtæki skoða hvort þau myndu kaupa hlut í vellinum. Við erum á opnum evrópskum markaði og þeir munu hafa áhuga á að koma inn.“
Tengdar fréttir Vill ekki sjá skattgreiðendur enda með stóra flugstöð sem er á ábyrgð þeirra Ráðherra vill fá fjárfesta inn í uppbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. 9. mars 2017 19:52 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Vill ekki sjá skattgreiðendur enda með stóra flugstöð sem er á ábyrgð þeirra Ráðherra vill fá fjárfesta inn í uppbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. 9. mars 2017 19:52