Sakar forseta Frakklands um að hafa hótað Pólverjum Birgir Olgeirsson skrifar 10. mars 2017 23:38 Forsætisráðherra Póllands, Beata Szydlo Vísir/EPA Forsætisráðherra Póllands, Beata Szydlo, hefur sakað forseta Frakklands um að reyna að kúga þjóð hennar vegna endurkjörs Donald Tusk sem forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Á vef fréttastofu BBC er haft eftir henni að það hafi verið óásættanlegt af Francois Hollande að hóta að skrúfa fyrir styrki til Póllands vegna slæmrar hegðunar. Pólskir ráðamenn reyndu að koma í veg fyrir að Tusk yrði endurkjörinn. Tusk var áður forsætisráðherra Póllands og hann og núverandi stjórnvöld Póllands hafa lengi eldað grátt silfur saman. Viðræður leiðtoga aðildarríkja innan Evrópusambandsins hafa staðið yfir vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr sambandinu. Voru þeir sammála um að senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu sem leggur áherslu á einingu innan Evrópusambandsins. Leiðtogar Póllands tóku hins vegar ekki þátt í þessari yfirlýsingu. BBC segir það hafa orðið til þess að Hollande hafi sagt við kvöldverðarboð í gærkvöldi að ríku löndin í Vestur-Evrópu væru að halda Póllandi á floti með styrkjum. „Ef einhver segir að þú hagir þér ekki vel og fáir því ekki pening, það er óásættanlegt,“ sagði Szydlo á blaðamannafundi í dag. Hún skaut einnig á óvinsældir Hollande í heimalandi hans. Hún spurði hvort hún ætti að taka hótanir alvarlega frá forseta sem mælist aðeins með fjögur prósent í ánægjukönnunum í Frakklandi. Tengdar fréttir Tusk endurkjörinn þrátt fyrir mótmæli Pólverja Donald Tusk verður því forseti leiðtogaráðs ESB í 30 mánuði til viðbótar. 9. mars 2017 16:19 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Forsætisráðherra Póllands, Beata Szydlo, hefur sakað forseta Frakklands um að reyna að kúga þjóð hennar vegna endurkjörs Donald Tusk sem forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Á vef fréttastofu BBC er haft eftir henni að það hafi verið óásættanlegt af Francois Hollande að hóta að skrúfa fyrir styrki til Póllands vegna slæmrar hegðunar. Pólskir ráðamenn reyndu að koma í veg fyrir að Tusk yrði endurkjörinn. Tusk var áður forsætisráðherra Póllands og hann og núverandi stjórnvöld Póllands hafa lengi eldað grátt silfur saman. Viðræður leiðtoga aðildarríkja innan Evrópusambandsins hafa staðið yfir vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr sambandinu. Voru þeir sammála um að senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu sem leggur áherslu á einingu innan Evrópusambandsins. Leiðtogar Póllands tóku hins vegar ekki þátt í þessari yfirlýsingu. BBC segir það hafa orðið til þess að Hollande hafi sagt við kvöldverðarboð í gærkvöldi að ríku löndin í Vestur-Evrópu væru að halda Póllandi á floti með styrkjum. „Ef einhver segir að þú hagir þér ekki vel og fáir því ekki pening, það er óásættanlegt,“ sagði Szydlo á blaðamannafundi í dag. Hún skaut einnig á óvinsældir Hollande í heimalandi hans. Hún spurði hvort hún ætti að taka hótanir alvarlega frá forseta sem mælist aðeins með fjögur prósent í ánægjukönnunum í Frakklandi.
Tengdar fréttir Tusk endurkjörinn þrátt fyrir mótmæli Pólverja Donald Tusk verður því forseti leiðtogaráðs ESB í 30 mánuði til viðbótar. 9. mars 2017 16:19 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Tusk endurkjörinn þrátt fyrir mótmæli Pólverja Donald Tusk verður því forseti leiðtogaráðs ESB í 30 mánuði til viðbótar. 9. mars 2017 16:19