Segir bónuskerfið í fjármálageiranum stefna í tóma vitleysu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 5. júlí 2017 14:30 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki sáttur með það hvert bónuskerfi fjármálafyrirtækjanna er að stefna. „Mér finnst nú þessar launagreiðslur og bónuskerfið í fjármálageiranum vera að stefna í tóma vitleysu,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Og jafnvel er þetta orðið verra en í gömlu bönkunum árin 2003 til 2008.“ Fimm fyrirframgreiðslur Landsbankans til eignarhaldsfélagsins LBI, sem sér um eignir gamla Landsbankans, á undanförnum níu mánuðum upp á samtals um 110 milljarða króna tryggðu stjórnendum LBI samanlagt á bilinu 350 til 370 milljónir í bónus, samkvæmt útreikningum Markaðarins fylgirits Fréttablaðsins um efnahagsmál.Umfangsmikið bónuskerfi LBI virkjaðist undir lok síðasta árs en samkvæmt því þá fá helstu stjórnendur LBI meðal annars tiltekinn hluta hverju sinni af þeirri fjárhæð sem Landsbankinn fyrirframgreiðir inn á skuldina við LBI.Á síðustu níu mánuðum hefur Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, greitt 110 milljarða inn á skuld hjá LBI. Hluti þessarar upphæðar hefur ratað í vasa stjórnarmanna LBI sem bónusgreiðslur.vísir/anton brinkStjórnendur LBI höfðu hinsvegar enga aðkomu að því að Landsbankinn greiddi upp skuldir sínar fyrr en ella heldur er um að ræða aðra þætti líkt og sífellt betri kjör á erlendum lánamörkuðum sem bankinn hefur nýtt sér til að sækja sér fjármagn og með því greiða upp óhagstæðari skuldabréf við LBI. „Það að bónusgreiðslur séu með þessum hætti þar sem að [stjórnarmennirnir] eru að engu leiti þess valdandi að nýji Landsbankinn greiði skuldir sínar hraðar er ekki forsvarandi fyrir venjulegu fólki. Ég skil þetta ekki,“ segir Vilhjálmur. Hann segir ákveðið höfrungahlaup í gangi þegar kemur að launa- og bónusgreiðslum innan fjármálafyrirtækja og það er almenningur og viðskiptavinir þeirra fyrirtækja sem koma til með að borga það. „Og bankarnir verða í rauninni ekki starfhæfir og þetta sýnir nauðsyn þess að aflétta hér öllum hömlum á erlendum viðskiptum svo að íslendingar geti stundað viðskipti í erlendum bönkum.“ Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Mér finnst nú þessar launagreiðslur og bónuskerfið í fjármálageiranum vera að stefna í tóma vitleysu,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Og jafnvel er þetta orðið verra en í gömlu bönkunum árin 2003 til 2008.“ Fimm fyrirframgreiðslur Landsbankans til eignarhaldsfélagsins LBI, sem sér um eignir gamla Landsbankans, á undanförnum níu mánuðum upp á samtals um 110 milljarða króna tryggðu stjórnendum LBI samanlagt á bilinu 350 til 370 milljónir í bónus, samkvæmt útreikningum Markaðarins fylgirits Fréttablaðsins um efnahagsmál.Umfangsmikið bónuskerfi LBI virkjaðist undir lok síðasta árs en samkvæmt því þá fá helstu stjórnendur LBI meðal annars tiltekinn hluta hverju sinni af þeirri fjárhæð sem Landsbankinn fyrirframgreiðir inn á skuldina við LBI.Á síðustu níu mánuðum hefur Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, greitt 110 milljarða inn á skuld hjá LBI. Hluti þessarar upphæðar hefur ratað í vasa stjórnarmanna LBI sem bónusgreiðslur.vísir/anton brinkStjórnendur LBI höfðu hinsvegar enga aðkomu að því að Landsbankinn greiddi upp skuldir sínar fyrr en ella heldur er um að ræða aðra þætti líkt og sífellt betri kjör á erlendum lánamörkuðum sem bankinn hefur nýtt sér til að sækja sér fjármagn og með því greiða upp óhagstæðari skuldabréf við LBI. „Það að bónusgreiðslur séu með þessum hætti þar sem að [stjórnarmennirnir] eru að engu leiti þess valdandi að nýji Landsbankinn greiði skuldir sínar hraðar er ekki forsvarandi fyrir venjulegu fólki. Ég skil þetta ekki,“ segir Vilhjálmur. Hann segir ákveðið höfrungahlaup í gangi þegar kemur að launa- og bónusgreiðslum innan fjármálafyrirtækja og það er almenningur og viðskiptavinir þeirra fyrirtækja sem koma til með að borga það. „Og bankarnir verða í rauninni ekki starfhæfir og þetta sýnir nauðsyn þess að aflétta hér öllum hömlum á erlendum viðskiptum svo að íslendingar geti stundað viðskipti í erlendum bönkum.“
Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent