Laumufarþeginn Abú sást stefna á Hlemm Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Systkinin Jasmin og Abú til hægri sem nú er með græna ól og tvær bjöllur um hálsinn. Mynd/Heiðdís Snorradóttir „Hann er svolítið forvitinn en þetta hefur aldrei gerst áður,“ segir Heiðdís Snorradóttir, eigandi kattarins Abú, sem hvarf nýlega á ævintýralegan hátt. Nágranni Heiðdísar vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið dag einn fyrir tveimur vikum þegar hann opnaði skottið á bílnum sínum á bílastæðinu við Heklu á Laugavegi. „Þá hoppaði kötturinn út og hljóp í átt að Hlemmi og hefur ekki sést síðan,“ segir Heiðdís. Abú hafði þá laumað sér með í bíltúr ofan úr Breiðholti. Heima í Eyjabakka bíður systir Abú, læðan Jasmín. Saman fundust þau fimm vikna fyrir fimm árum ásamt tveimur systkinum sínum í pappakassa sem skilinn hafði verið eftir á víðavangi í Borgarnesi. „Það er ótrúlega algengt að fólk losi sig við kettlinga með því að láta þá drepast úti,“ segir Heiðdís sem fékk þau Jasmin og Abú í Kattholti og segir að Jasmín sakni bróður síns sárt. „Hún vill helst bara sofa uppí og fyrstu dagana fór hún út og leitaði að honum um allt.“ Abú og Jasmín ólust upp í Nóatúni fyrstu sjö eða átta mánuðina. „Við héldum að hann myndi kannski leita þangað,“ segir Heiðdís sem kveðst því hafa svipast um eftir Abú í Nóatúni. „Síðan er ég búin að fara tvær ferðir að útisvæðinu í kring um Háteigskirkju þar sem ég kallaði á hann – eins og kjáni því maður kallar eiginlega ekki kisur til sín,“ útskýrir Heiðdís en tekur þó fram að Abú svari nafni og sé ósköp gæfur og mannblendinn. Heiðdís segir að fjölskyldan hafi átt heima í Þjóttuseli áður en hún flutti í Eyjabakka. Abú hafi í fyrstu átt það til að strjúka upp í Þjóttusel þar sem tengdaforeldrar hennar búa. „Þannig að hann kann alveg að flakka og er eiginlega alger útiköttur. En hann hefur aldrei látið sig hverfa í meira en sólarhring,“ segir hún. Engar áreiðanlegar vísbendingar hafa borist um ferðir Abú frá því hann hvarf af planinu við Heklu. Hann er ekki enn með sömu merkingu og á meðfylgjandi mynd. „Abú er bara með græna hálsól núna og tvær bjöllur. En hann er mjög sérstakur í framan og er skemmtilegur og glaðlegur karakter. Hann vill klárlega koma heim og við söknum hans mjög mikið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
„Hann er svolítið forvitinn en þetta hefur aldrei gerst áður,“ segir Heiðdís Snorradóttir, eigandi kattarins Abú, sem hvarf nýlega á ævintýralegan hátt. Nágranni Heiðdísar vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið dag einn fyrir tveimur vikum þegar hann opnaði skottið á bílnum sínum á bílastæðinu við Heklu á Laugavegi. „Þá hoppaði kötturinn út og hljóp í átt að Hlemmi og hefur ekki sést síðan,“ segir Heiðdís. Abú hafði þá laumað sér með í bíltúr ofan úr Breiðholti. Heima í Eyjabakka bíður systir Abú, læðan Jasmín. Saman fundust þau fimm vikna fyrir fimm árum ásamt tveimur systkinum sínum í pappakassa sem skilinn hafði verið eftir á víðavangi í Borgarnesi. „Það er ótrúlega algengt að fólk losi sig við kettlinga með því að láta þá drepast úti,“ segir Heiðdís sem fékk þau Jasmin og Abú í Kattholti og segir að Jasmín sakni bróður síns sárt. „Hún vill helst bara sofa uppí og fyrstu dagana fór hún út og leitaði að honum um allt.“ Abú og Jasmín ólust upp í Nóatúni fyrstu sjö eða átta mánuðina. „Við héldum að hann myndi kannski leita þangað,“ segir Heiðdís sem kveðst því hafa svipast um eftir Abú í Nóatúni. „Síðan er ég búin að fara tvær ferðir að útisvæðinu í kring um Háteigskirkju þar sem ég kallaði á hann – eins og kjáni því maður kallar eiginlega ekki kisur til sín,“ útskýrir Heiðdís en tekur þó fram að Abú svari nafni og sé ósköp gæfur og mannblendinn. Heiðdís segir að fjölskyldan hafi átt heima í Þjóttuseli áður en hún flutti í Eyjabakka. Abú hafi í fyrstu átt það til að strjúka upp í Þjóttusel þar sem tengdaforeldrar hennar búa. „Þannig að hann kann alveg að flakka og er eiginlega alger útiköttur. En hann hefur aldrei látið sig hverfa í meira en sólarhring,“ segir hún. Engar áreiðanlegar vísbendingar hafa borist um ferðir Abú frá því hann hvarf af planinu við Heklu. Hann er ekki enn með sömu merkingu og á meðfylgjandi mynd. „Abú er bara með græna hálsól núna og tvær bjöllur. En hann er mjög sérstakur í framan og er skemmtilegur og glaðlegur karakter. Hann vill klárlega koma heim og við söknum hans mjög mikið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira