Hamingjan er undir þér komin Brynhildur Björnsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 16:00 „Ég hef lært að maður verður að vera maður sjálfur og ekki hugsa of mikið um það sem öðrum finnst, þora að taka af skarið og skapa sinn eigin veg.“ Mynd/Vilhelm Sigurður Edgar Andersen er komin heim. Reyndar bara í stutta vinnuferð því hann kemur fram á þremur afmælissýningum Reykjavík Kabarett um helgina en hann getur ekki beðið eftir að háma í sig kúlusúkk og malt, eyða tíma með fjölskyldunni og gera það sem honum finnst skemmtilegast: kynna St Edgard fyrir Íslendingum og leyfa honum að leika lausum hala, nokkuð sem Sigurður Edgar myndi aldrei gera.Hér má sjá Sigurð, móður hans Stefaníu Sigurðardóttur og systur hans. Hundurinn heitir Stefsstells Kolmars Krómi og hampar hér titlinum Besti hundur sýningar en hann er einmitt faðir hvolpsins Sigurs sem er í eigu Sigurðar.Jón SvavarssonSigurður er 25 ára og ólst upp á Íslandi en hefur verið búsettur í Hässelby rétt fyrir utan Stokkhólm undanfarin þrjú ár. „Ég var mikið í dansi þegar ég var yngri, alltaf dansandi og hin ástríðan mín var að rækta og sýna hunda og ég hef fundið farveg fyrir hvort tveggja eftir að ég flutti til Svíþjóðar. Ég kom hingað oft í heimsókn en flutti alveg fyrir þremur árum því ég vildi prófa eithvad nýtt og skora á sjálfan mig. Planið var að flytja út svo ég gæti unnið meira með hunda en ég hef verið kringum hunda síðan ég fæddist. Móðir mín Stefanía Sigurðardóttir ræktar íslenska fjárhundinn undir ræktunarnafninu Stefssells og hundar frá henni eru margverðlaunaðir í Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum. Ég elska hunda og hef fengið mörg tækifæri kringum þá, ferðast um heiminn til að sýna og kynnst mörgu yndislegu fólki.” Hann segir Svía halda mikið upp á íslenska hestinn og íslenska fjárhundinn og margir eigi bæði. „Hér er íslenski fjárhundurinn notaður til vinnu, sýninga og svo er hann náttúrlega frábær fjölskylduhundur. Hundafólk erlendis hefur mikinn ahuga a tegundinni þvi íslenski fjárhundurinn hefur svo marga góða eiginleika. Hann vill alltaf vera með fólki og þóknast eiganda sínum. Þetta er ofboðslega blíð tegund og hún er vinsælli erlendis en hér heima. Það er eins og við kunnum ekki alveg að meta hann.”Stefsstells Kolmars Krómi var yfir sig glaður að hitta vin sinn aftur en Sigurður ólst upp með íslenskum fjárhundum og hefur m.a. starfað sem hundaþjálfari.Vísir/VilhelmSigurður á sjálfur hvolpinn Sigur sem hann segir efnilegan sýningarhund, skemmtilegan með æðislegan karakter. „Ég elska fátt meira en að fara út i skóg i labbitúr með Sigur eftir viðburðaríka helgi. Hundarnir halda mér a jörðinni.” Þó upphaflega hafi íslenski fjárhundurinn dregið Sigurð til Svíþjóðar eru hundaþjálfun og sýningar þó ekki hans aðalstarf heldur er hann einn þekktasti boylesquelistamaður Stokkhólms.Sigurður Edgar vissi lítið um burlesque og boylesque þegar hann fór í atvinnuviðtal á Melt Bar í Stokkhólmi en svo kolféll hann fyrir listformnu.Tomio Araki„Ég fann boylesque fyrir algjöra tilviljun og það er orðinn svo stór partur af mér. Mitt aðalstarf er að koma fram a Melt Bar sem þjónn og sýni þar allar helgar. Melt Bar er mjög miðsvæðis í Stokkhólmi, innblásinn af stemmingu þriðja áratugsins en allir þjónarnir eru líka skemmtikraftar og koma fram með söng, dans, burlesque eða boylesque og sirkusatriði. Svo kem ég líka fram í veislum á vegum einstaklinga eða fyrirtækja. Svo ef ég er ekki að baða hunda þá er ég að líma kristalla á búninginn minn. Ég er mjög þakklátur fyrir hvernig líf mitt er að þróast!” Sigurður kemur fram undir sviðsnafninu Saint Edgard og hann viðurkennir að þeir Sigurður séu frekar ólíkir. „Saint Edgard er mjög óheftur boylesque skemmtikraftur sem fyllir öll rými með kynþokka, stælum og spennu og gerir hluti sem Sigurdur Edgar mundi aldrei gera.” Saint Edgard varð til fyrir algjöra tilviljun fyrir tveimur árum. „Ég var búinn að leita lengi að vinnu meðfram hundasýningunum og sá auglýsingu frá Melt Bar þar sem var leitað að ”performance waiter” sem er heitið yfir það sem ég geri í dag. Þá hafði ég aldrei heyrt um burlesque eða boylesque. En ég sendi þeim línu og var boðaður í prufu daginn eftir. Ég gleymi aldrei fyrsta kvöldinu því ég hafði ekki grænan grun um hvað beið mín og var frekar skeptískur.“Sigurður Edgar er einn vinsælasti boylesque-listamaður í Stokkhólmi.Hampus Leonardo DanielssonEn svo kom Mrs. Murphy fram á sviðið og Sigurður segist hafa misst andlitið. „Hvílíkt sjálfstraust og þokki! Hún var í rauðum kjól með rauða hanska, stóra og dramatíska skartgripi og heillaði alla í kringum sig. Eftir þetta varð ekki aftur snúið og nú er ég heltekinn af þessu listformi. Og gaman að segja frá því að í dag erum við Mrs. Murphy bestu vinir og hún hefur verið mér lærimeistari og einstakur vinur. Boylesque hefur kennt mér að elska sjálfan mig a hátt sem ég gerði ekki áður, maður lærir að bera virðingu fyrir likamanum sinum og sjálfum sér.” Boylesque er karlaútgáfan af burlesque og Sigurður segir það ganga út á sömu grunnatriði. „Boylesque inniheldur glamúr, gleði, frjálsræði, ástríðu, húmor, skemmtun og það fallegasta er að það eru engar reglur, það er undir þér komið hvernig þú vilt tjá þig og ná tengslum við áhorfendur og það er kannski það besta af þessu öllu.” En skyldu vera mörg tækifæri fyrir boylesque-listamann í Stokkhólmi? „Senan er vaxandi i Svíþjóð enda eiga Svíar mjög metnaðarfullt burlesque-listafólk. Þegar kemur að boylesque erum við ekki margir. Dragsenan hérna er mjög stór og á háu plani og það tekur tíma fyrir fólk að venja sig við eitthvað nýtt og öðruvísi. En mér hefur verið tekið mjög vel og er einmitt núna að skoða mörg spennandi tækifæri fyrir 2018.”Boylesque hefur kennt mér að elska sjálfan mig a hátt sem ég gerði ekki áður, maður lærir að bera virðingu fyrir likamanum sinum og sjálfum sér, segir Sigurður.Vísir/VilhelmSigurður kemur til Íslands tvisvar til þrisvar sinnum á ári. „Þegar ég kem heim á Selfoss vil ég eyða sem mestum tíma með fjölskyldunni og hundunum og anda að mér íslenska loftinu sem er best af öllu. Það fyrsta sem ég geri þegar ég lendi er alltaf að kaupa malt og kúlusúkk, eigum við að ræða það eitthvað? Og svo elska ég að komast í matinn hennar mömmu, í slátur til ömmu og fá íslenskt lambakjöt sem er best.” Hann segir það hafa mikla þýðingu fyrir sig að fá tækifæri til að koma fram á Íslandi. „Þegar ég var yngri leið mér aldrei eins og ég passaði inn í en ég hef lært að maður verður að vera maður sjálfur og ekki hugsa of mikið um það sem öðrum finnst. Þín hamingja er undir sjálfum þér komin og maður verður að þora að taka af skarið og skapa sinn eigin vel. Mér finnst ég hafa fundið mig núna í boylesque og er svo þakklátur fyrir að Margrét Erla Maack bauð mér að taka þátt í eins árs afmælissýningu Reykjavík Kabarett. Mamma og systir mín ætla að koma og ég skora á vini og ættingja að redda sér miða núna í kvöld eða annað kvöld og hafa gaman með okkur. Sjón er sögu ríkari!”Saint Edgard er mjög óheftur boylesque-skemmtikraftur sem fyllir öll rými með kynþokka, stælum og spennu og gerir hluti sem Sigurður Edgar mundi aldrei gera.Felicia Lemmeke Menning Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Sigurður Edgar Andersen er komin heim. Reyndar bara í stutta vinnuferð því hann kemur fram á þremur afmælissýningum Reykjavík Kabarett um helgina en hann getur ekki beðið eftir að háma í sig kúlusúkk og malt, eyða tíma með fjölskyldunni og gera það sem honum finnst skemmtilegast: kynna St Edgard fyrir Íslendingum og leyfa honum að leika lausum hala, nokkuð sem Sigurður Edgar myndi aldrei gera.Hér má sjá Sigurð, móður hans Stefaníu Sigurðardóttur og systur hans. Hundurinn heitir Stefsstells Kolmars Krómi og hampar hér titlinum Besti hundur sýningar en hann er einmitt faðir hvolpsins Sigurs sem er í eigu Sigurðar.Jón SvavarssonSigurður er 25 ára og ólst upp á Íslandi en hefur verið búsettur í Hässelby rétt fyrir utan Stokkhólm undanfarin þrjú ár. „Ég var mikið í dansi þegar ég var yngri, alltaf dansandi og hin ástríðan mín var að rækta og sýna hunda og ég hef fundið farveg fyrir hvort tveggja eftir að ég flutti til Svíþjóðar. Ég kom hingað oft í heimsókn en flutti alveg fyrir þremur árum því ég vildi prófa eithvad nýtt og skora á sjálfan mig. Planið var að flytja út svo ég gæti unnið meira með hunda en ég hef verið kringum hunda síðan ég fæddist. Móðir mín Stefanía Sigurðardóttir ræktar íslenska fjárhundinn undir ræktunarnafninu Stefssells og hundar frá henni eru margverðlaunaðir í Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum. Ég elska hunda og hef fengið mörg tækifæri kringum þá, ferðast um heiminn til að sýna og kynnst mörgu yndislegu fólki.” Hann segir Svía halda mikið upp á íslenska hestinn og íslenska fjárhundinn og margir eigi bæði. „Hér er íslenski fjárhundurinn notaður til vinnu, sýninga og svo er hann náttúrlega frábær fjölskylduhundur. Hundafólk erlendis hefur mikinn ahuga a tegundinni þvi íslenski fjárhundurinn hefur svo marga góða eiginleika. Hann vill alltaf vera með fólki og þóknast eiganda sínum. Þetta er ofboðslega blíð tegund og hún er vinsælli erlendis en hér heima. Það er eins og við kunnum ekki alveg að meta hann.”Stefsstells Kolmars Krómi var yfir sig glaður að hitta vin sinn aftur en Sigurður ólst upp með íslenskum fjárhundum og hefur m.a. starfað sem hundaþjálfari.Vísir/VilhelmSigurður á sjálfur hvolpinn Sigur sem hann segir efnilegan sýningarhund, skemmtilegan með æðislegan karakter. „Ég elska fátt meira en að fara út i skóg i labbitúr með Sigur eftir viðburðaríka helgi. Hundarnir halda mér a jörðinni.” Þó upphaflega hafi íslenski fjárhundurinn dregið Sigurð til Svíþjóðar eru hundaþjálfun og sýningar þó ekki hans aðalstarf heldur er hann einn þekktasti boylesquelistamaður Stokkhólms.Sigurður Edgar vissi lítið um burlesque og boylesque þegar hann fór í atvinnuviðtal á Melt Bar í Stokkhólmi en svo kolféll hann fyrir listformnu.Tomio Araki„Ég fann boylesque fyrir algjöra tilviljun og það er orðinn svo stór partur af mér. Mitt aðalstarf er að koma fram a Melt Bar sem þjónn og sýni þar allar helgar. Melt Bar er mjög miðsvæðis í Stokkhólmi, innblásinn af stemmingu þriðja áratugsins en allir þjónarnir eru líka skemmtikraftar og koma fram með söng, dans, burlesque eða boylesque og sirkusatriði. Svo kem ég líka fram í veislum á vegum einstaklinga eða fyrirtækja. Svo ef ég er ekki að baða hunda þá er ég að líma kristalla á búninginn minn. Ég er mjög þakklátur fyrir hvernig líf mitt er að þróast!” Sigurður kemur fram undir sviðsnafninu Saint Edgard og hann viðurkennir að þeir Sigurður séu frekar ólíkir. „Saint Edgard er mjög óheftur boylesque skemmtikraftur sem fyllir öll rými með kynþokka, stælum og spennu og gerir hluti sem Sigurdur Edgar mundi aldrei gera.” Saint Edgard varð til fyrir algjöra tilviljun fyrir tveimur árum. „Ég var búinn að leita lengi að vinnu meðfram hundasýningunum og sá auglýsingu frá Melt Bar þar sem var leitað að ”performance waiter” sem er heitið yfir það sem ég geri í dag. Þá hafði ég aldrei heyrt um burlesque eða boylesque. En ég sendi þeim línu og var boðaður í prufu daginn eftir. Ég gleymi aldrei fyrsta kvöldinu því ég hafði ekki grænan grun um hvað beið mín og var frekar skeptískur.“Sigurður Edgar er einn vinsælasti boylesque-listamaður í Stokkhólmi.Hampus Leonardo DanielssonEn svo kom Mrs. Murphy fram á sviðið og Sigurður segist hafa misst andlitið. „Hvílíkt sjálfstraust og þokki! Hún var í rauðum kjól með rauða hanska, stóra og dramatíska skartgripi og heillaði alla í kringum sig. Eftir þetta varð ekki aftur snúið og nú er ég heltekinn af þessu listformi. Og gaman að segja frá því að í dag erum við Mrs. Murphy bestu vinir og hún hefur verið mér lærimeistari og einstakur vinur. Boylesque hefur kennt mér að elska sjálfan mig a hátt sem ég gerði ekki áður, maður lærir að bera virðingu fyrir likamanum sinum og sjálfum sér.” Boylesque er karlaútgáfan af burlesque og Sigurður segir það ganga út á sömu grunnatriði. „Boylesque inniheldur glamúr, gleði, frjálsræði, ástríðu, húmor, skemmtun og það fallegasta er að það eru engar reglur, það er undir þér komið hvernig þú vilt tjá þig og ná tengslum við áhorfendur og það er kannski það besta af þessu öllu.” En skyldu vera mörg tækifæri fyrir boylesque-listamann í Stokkhólmi? „Senan er vaxandi i Svíþjóð enda eiga Svíar mjög metnaðarfullt burlesque-listafólk. Þegar kemur að boylesque erum við ekki margir. Dragsenan hérna er mjög stór og á háu plani og það tekur tíma fyrir fólk að venja sig við eitthvað nýtt og öðruvísi. En mér hefur verið tekið mjög vel og er einmitt núna að skoða mörg spennandi tækifæri fyrir 2018.”Boylesque hefur kennt mér að elska sjálfan mig a hátt sem ég gerði ekki áður, maður lærir að bera virðingu fyrir likamanum sinum og sjálfum sér, segir Sigurður.Vísir/VilhelmSigurður kemur til Íslands tvisvar til þrisvar sinnum á ári. „Þegar ég kem heim á Selfoss vil ég eyða sem mestum tíma með fjölskyldunni og hundunum og anda að mér íslenska loftinu sem er best af öllu. Það fyrsta sem ég geri þegar ég lendi er alltaf að kaupa malt og kúlusúkk, eigum við að ræða það eitthvað? Og svo elska ég að komast í matinn hennar mömmu, í slátur til ömmu og fá íslenskt lambakjöt sem er best.” Hann segir það hafa mikla þýðingu fyrir sig að fá tækifæri til að koma fram á Íslandi. „Þegar ég var yngri leið mér aldrei eins og ég passaði inn í en ég hef lært að maður verður að vera maður sjálfur og ekki hugsa of mikið um það sem öðrum finnst. Þín hamingja er undir sjálfum þér komin og maður verður að þora að taka af skarið og skapa sinn eigin vel. Mér finnst ég hafa fundið mig núna í boylesque og er svo þakklátur fyrir að Margrét Erla Maack bauð mér að taka þátt í eins árs afmælissýningu Reykjavík Kabarett. Mamma og systir mín ætla að koma og ég skora á vini og ættingja að redda sér miða núna í kvöld eða annað kvöld og hafa gaman með okkur. Sjón er sögu ríkari!”Saint Edgard er mjög óheftur boylesque-skemmtikraftur sem fyllir öll rými með kynþokka, stælum og spennu og gerir hluti sem Sigurður Edgar mundi aldrei gera.Felicia Lemmeke
Menning Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira