Roger Federer vann Alexander Zverev auðveldlega 6-1 og 6-3 á Gerry Weber Open mótinu í Halle í Þýskalandi í dag.
Federer sem er 35 ára, er að undirbúa sig fyrir Wimbledon mótið og stefnir á sinn áttunda Wimbledon titil.
Hann var einungis í 53 mínútur að sigra Zverev í dag en þeir mættust einnig í fyrra á sama móti, þar sem Zverev sigraði Federer í undanúrslitum.
Federer er því búinn að vinna fjóra titla á árinu - jafn marga og Rafael Nadal en þeir tveir eru taldnir vera bestu tennisleikarar í heiminum.

