HS Orka vill að Yrsa myrði einhvern hjá sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2017 19:15 Yrsa Sigurðardóttir hefur fengið margar furðulegar beiðnir. Vísir/Daníel HS Orka hefur ítrekað beðið glæpasagnahöfundinn og verkfræðinginn Yrsu Sigurðardóttur að „myrða einhvern“ í einhverju af orkuverum fyrirtækisins. Þetta er meðal þess kom fram í þættinum The Arts Hour á BBC World Service sem sendi út frá Tjarnarbíó í Reykjavík. Þar ræddi þáttastjórnandinn Nikki Bedi við fjölmarga íslenska listamenn, leikara, rithöfunda og tónlistarfólk um listsköpun á Íslandi. Reyndi hún að leita svara við því hvernig hin harðneskjulega veðrátta, dimmur vetur og langar sumarnætur hafi áhrif á störf listmanna á Íslandi. Meðal viðmælenda Bedi voru þau Yrsa Sigurðardóttir, leikarinn Ólafur Darri Ólafsson og rithöfundurinn og forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason. Þá ræddi hún einnig við grínistann Ara Eldjárn, Katrínu Kötu Mogensen í Mammút sem og Sölku Valsdóttur í Reykjavíkurdætrum. Yrsa var spurð að því hvernig hún sækir innblástur fyrir glæpasögur í landi þar sem hrottaleg morð og ómanneskjuleg afbrot eru fátíð. Hún sagði að það reyndist henni oft erfitt en að galdurinn við góða glæpasögu væri þó að hafa hana, og þá sérstaklega einstaklingana, trúðverðuga og að auðvelt væri að tengja við þá. Þá sagði hún einnig á léttu nótunum að HS Orka hafi oft farið þess á leit við hana að hún myndi taka sig til og „myrða einhvern“ í einu af orkuverum fyrirtækisins. Uppskar hún mikinn hlátur í salnum fyrir vikið. Yrsa á stóran aðdáendahóp um heim allan og hefur selt bækur sínar í bílförmum þannig að slíkur morðvettvangur væri því skiljanlega heljarinnar auglýsing fyrir fyrirtækið. Þáttinn má nálgast innan tíðar á vef BBC. Menning Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fleiri fréttir Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Sjá meira
HS Orka hefur ítrekað beðið glæpasagnahöfundinn og verkfræðinginn Yrsu Sigurðardóttur að „myrða einhvern“ í einhverju af orkuverum fyrirtækisins. Þetta er meðal þess kom fram í þættinum The Arts Hour á BBC World Service sem sendi út frá Tjarnarbíó í Reykjavík. Þar ræddi þáttastjórnandinn Nikki Bedi við fjölmarga íslenska listamenn, leikara, rithöfunda og tónlistarfólk um listsköpun á Íslandi. Reyndi hún að leita svara við því hvernig hin harðneskjulega veðrátta, dimmur vetur og langar sumarnætur hafi áhrif á störf listmanna á Íslandi. Meðal viðmælenda Bedi voru þau Yrsa Sigurðardóttir, leikarinn Ólafur Darri Ólafsson og rithöfundurinn og forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason. Þá ræddi hún einnig við grínistann Ara Eldjárn, Katrínu Kötu Mogensen í Mammút sem og Sölku Valsdóttur í Reykjavíkurdætrum. Yrsa var spurð að því hvernig hún sækir innblástur fyrir glæpasögur í landi þar sem hrottaleg morð og ómanneskjuleg afbrot eru fátíð. Hún sagði að það reyndist henni oft erfitt en að galdurinn við góða glæpasögu væri þó að hafa hana, og þá sérstaklega einstaklingana, trúðverðuga og að auðvelt væri að tengja við þá. Þá sagði hún einnig á léttu nótunum að HS Orka hafi oft farið þess á leit við hana að hún myndi taka sig til og „myrða einhvern“ í einu af orkuverum fyrirtækisins. Uppskar hún mikinn hlátur í salnum fyrir vikið. Yrsa á stóran aðdáendahóp um heim allan og hefur selt bækur sínar í bílförmum þannig að slíkur morðvettvangur væri því skiljanlega heljarinnar auglýsing fyrir fyrirtækið. Þáttinn má nálgast innan tíðar á vef BBC.
Menning Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fleiri fréttir Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Sjá meira