Breiðhyltingar lögðust á eitt og fundu stolna vespu Freys Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 23:15 Freyr Alexandersson þakkar kærlega fyrir aðstoðina og segist glaður með að vera kominn aftur með vespuna í hendurnar. Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, varð fyrir því óláni aðfaranótt mánudags að vespunni hans og fjölskyldunnar var stolið. Freyr og kona hans tilkynntu lögreglu um stuldinn eftir hádegi samdægurs og birtu einnig auglýsingu inn á Facebookhóp íbúasamtaka Breiðholts og þar kom samkennd íbúanna svo sannarlega í ljós en margir íbúar í Breiðholti létu sig málið varða og deildu færslu Freys. „Þegar ég er á leiðinni niður á lögreglustöð til að gefa skýrslu 20 mínútum seinna þá hringir árvökull Breiðhyltingur í okkur og lætur okkur vita að hann sé búinn að finna vespuna fyrir utan húsið sitt. Þetta tók ekki nema 20 mínútur. Hann beið þarna eftir mér fyrir framan vespuna og það var ekkert búið að skemma hana neitt. Þetta gat eiginlega ekki endað betur,“ segir Freyr í samtali við Vísi og nefnir að hann hafi verið afar þakklátur fyrir aðstoðina. „Ég er aðallega bara ánægður með samstöðuna og það að hafa fengið aftur vespuna,“ segir Freyr og nefnir að hann og kona hans noti vespuna töluvert mikið þegar vel viðrar. Hins vegar sé ekki eins notalegt að þeysast um á vespunni í rigningu og roki. Freyr var búinn að eiga vespuna í eitt og hálft ár. Freyr segist aldrei hafa lent í svona aðstæðum áður. „Ég er búinn að búa nánast alla ævi í Breiðholti og ég hef aldrei lent í neinu slíku áður,“ segir Freyr og nefnir að það sé gífurleg samstaða í hverfinu og vinalegt andrúmsloft. Freyr segir að málið sé í rannsókn og lögregla hafi tekið við keflinu. Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, varð fyrir því óláni aðfaranótt mánudags að vespunni hans og fjölskyldunnar var stolið. Freyr og kona hans tilkynntu lögreglu um stuldinn eftir hádegi samdægurs og birtu einnig auglýsingu inn á Facebookhóp íbúasamtaka Breiðholts og þar kom samkennd íbúanna svo sannarlega í ljós en margir íbúar í Breiðholti létu sig málið varða og deildu færslu Freys. „Þegar ég er á leiðinni niður á lögreglustöð til að gefa skýrslu 20 mínútum seinna þá hringir árvökull Breiðhyltingur í okkur og lætur okkur vita að hann sé búinn að finna vespuna fyrir utan húsið sitt. Þetta tók ekki nema 20 mínútur. Hann beið þarna eftir mér fyrir framan vespuna og það var ekkert búið að skemma hana neitt. Þetta gat eiginlega ekki endað betur,“ segir Freyr í samtali við Vísi og nefnir að hann hafi verið afar þakklátur fyrir aðstoðina. „Ég er aðallega bara ánægður með samstöðuna og það að hafa fengið aftur vespuna,“ segir Freyr og nefnir að hann og kona hans noti vespuna töluvert mikið þegar vel viðrar. Hins vegar sé ekki eins notalegt að þeysast um á vespunni í rigningu og roki. Freyr var búinn að eiga vespuna í eitt og hálft ár. Freyr segist aldrei hafa lent í svona aðstæðum áður. „Ég er búinn að búa nánast alla ævi í Breiðholti og ég hef aldrei lent í neinu slíku áður,“ segir Freyr og nefnir að það sé gífurleg samstaða í hverfinu og vinalegt andrúmsloft. Freyr segir að málið sé í rannsókn og lögregla hafi tekið við keflinu.
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira