Orkustofnun stýrir risajarðhitaverkefni þrettán Evrópulanda Svavar Hávarðsson skrifar 22. mars 2017 06:45 Jarðhiti er vannýtt auðlind víða um heim og tækifærin til nýtingar hans eru talin nær óendanleg. vísir/ernir Orkustofnun hefur verið falin verkefnisstjórn í stóru samstarfsverkefni Evrópusambandsins og sextán stjórnsýslu- og rannsóknamiðstöðva í þrettán Evrópulöndum. Markmið verkefnisins – sem nefnist Geothermica – er að styðja við og hraða framþróun jarðhitanýtingar innan þátttökulandanna. Til að ná markmiðum verkefnisins hafa þátttakendur lagt rúmar 30 milljónir evra, eða 3,5 milljarða íslenskra króna, í sjóð sem nýttur verður til að styðja við nýsköpunar- og þróunarverkefni í jarðhita.Hjalti Páll Ingólfsson,Alls taka 10 ríki Evrópusambandsins þátt í samstarfinu; Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Spánn, Portúgal, Holland, Belgía, Danmörk, Rúmenía og Slóvenía, auk Íslands, Sviss og Tyrklands sem tengjast verkefninu í gegnum sérstaka samninga við ESB, meðal annars með EES-samningnum. Markmið samstarfsins er að samnýta rannsóknarfé frá þátttökulöndunum annars vegar og frá ESB hins vegar, til rannsókna og nýsköpunar á sviði jarðhita, og til að efla tengslanet og viðskiptasambönd innan jarðvarmageirans í Evrópu. Þá er ætlunin að koma á stefnumótandi samstarfi meðal þeirra sem veita styrki á sviði jarðhitarannsókna og nýsköpunar. Hjalti Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri GEORGS rannsóknarklasa í jarðhita og rekstrarstjóri verkefnisstofu Geothermica, segist líta svo á að verkefnið geti nýst Íslendingum sérstaklega vel. Í því felist tækifæri til að koma að verkefnum á nýjum stöðum, en íslensk fyrirtæki og einstaklingar hafa unnið að verkefnum víða um heim á undanförnum árum. „Þetta opnar líka möguleika til að nýta okkar þekkingu á hitaveitu og möguleikum á að nota jarðhita sem uppsprettu hita, ekki bara til orkuframleiðslu. Í þessu er að verða mikil vakning í Evrópu við nýtingu á endurnýjanlegri orku, sem hefur ekki verið til þessa þrátt fyrir mikilvægið,“ segir Hjalti. Spurður hverjir hér innanlands gætu nýtt sér samkeppnissjóð eins og þennan segir Hjalti að það geti verið sérfræðingar í orkumálum sem gætu komið að ýmsum verkefnum, óháð því hvers lensk þau eru. „Þeir sem geta klárlega komið hér inn eru sjálfstæðir sérfræðingar og ráðgjafar, verkfræðistofurnar, orkufyrirtækin og þetta getur klárlega verið tækifæri fyrir sprotaverkefni sem eru komin svolítið áleiðis,“ segir Hjalti.Að baki verkefni eins og þessu liggur sú stefnumótun Evrópulanda að auka verulega hlut endurnýjanlegra orkugjafa bæði fyrir almenning og til notkunar í atvinnulífinu. Jarðvarmi er í dag einungis notaður sem orkugjafi í örfáum atvinnugreinum og á fáum afmörkuðum svæðum. Á sama tíma er talið að um fjórðungur Evrópulanda geti nýtt sér jarðvarma en ESB stefnir að því að fyrir árið 2050 komi 80 prósent allrar orku til húshitunar frá endurnýjanlegum orkugjöfum, þar með talið frá jarðhita sem er talinn vannýttur víðast hvar í heiminum. Það er því mat aðstandenda verkefnisins að tækifærin til frekari nýtingar hans séu nánast ótæmandi. Spurður hvort tengja megi loftslagsumræðuna í heiminum við verkefnið segir Hjalti að verkefnið staðfesti áhuga Evrópu á jarðhita og beint og óbeint tengist þetta saman. Áhugi á endurnýtanlegri orku sé auðvitað gríðarlega mikilvægur í því ljósi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Orkustofnun hefur verið falin verkefnisstjórn í stóru samstarfsverkefni Evrópusambandsins og sextán stjórnsýslu- og rannsóknamiðstöðva í þrettán Evrópulöndum. Markmið verkefnisins – sem nefnist Geothermica – er að styðja við og hraða framþróun jarðhitanýtingar innan þátttökulandanna. Til að ná markmiðum verkefnisins hafa þátttakendur lagt rúmar 30 milljónir evra, eða 3,5 milljarða íslenskra króna, í sjóð sem nýttur verður til að styðja við nýsköpunar- og þróunarverkefni í jarðhita.Hjalti Páll Ingólfsson,Alls taka 10 ríki Evrópusambandsins þátt í samstarfinu; Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Spánn, Portúgal, Holland, Belgía, Danmörk, Rúmenía og Slóvenía, auk Íslands, Sviss og Tyrklands sem tengjast verkefninu í gegnum sérstaka samninga við ESB, meðal annars með EES-samningnum. Markmið samstarfsins er að samnýta rannsóknarfé frá þátttökulöndunum annars vegar og frá ESB hins vegar, til rannsókna og nýsköpunar á sviði jarðhita, og til að efla tengslanet og viðskiptasambönd innan jarðvarmageirans í Evrópu. Þá er ætlunin að koma á stefnumótandi samstarfi meðal þeirra sem veita styrki á sviði jarðhitarannsókna og nýsköpunar. Hjalti Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri GEORGS rannsóknarklasa í jarðhita og rekstrarstjóri verkefnisstofu Geothermica, segist líta svo á að verkefnið geti nýst Íslendingum sérstaklega vel. Í því felist tækifæri til að koma að verkefnum á nýjum stöðum, en íslensk fyrirtæki og einstaklingar hafa unnið að verkefnum víða um heim á undanförnum árum. „Þetta opnar líka möguleika til að nýta okkar þekkingu á hitaveitu og möguleikum á að nota jarðhita sem uppsprettu hita, ekki bara til orkuframleiðslu. Í þessu er að verða mikil vakning í Evrópu við nýtingu á endurnýjanlegri orku, sem hefur ekki verið til þessa þrátt fyrir mikilvægið,“ segir Hjalti. Spurður hverjir hér innanlands gætu nýtt sér samkeppnissjóð eins og þennan segir Hjalti að það geti verið sérfræðingar í orkumálum sem gætu komið að ýmsum verkefnum, óháð því hvers lensk þau eru. „Þeir sem geta klárlega komið hér inn eru sjálfstæðir sérfræðingar og ráðgjafar, verkfræðistofurnar, orkufyrirtækin og þetta getur klárlega verið tækifæri fyrir sprotaverkefni sem eru komin svolítið áleiðis,“ segir Hjalti.Að baki verkefni eins og þessu liggur sú stefnumótun Evrópulanda að auka verulega hlut endurnýjanlegra orkugjafa bæði fyrir almenning og til notkunar í atvinnulífinu. Jarðvarmi er í dag einungis notaður sem orkugjafi í örfáum atvinnugreinum og á fáum afmörkuðum svæðum. Á sama tíma er talið að um fjórðungur Evrópulanda geti nýtt sér jarðvarma en ESB stefnir að því að fyrir árið 2050 komi 80 prósent allrar orku til húshitunar frá endurnýjanlegum orkugjöfum, þar með talið frá jarðhita sem er talinn vannýttur víðast hvar í heiminum. Það er því mat aðstandenda verkefnisins að tækifærin til frekari nýtingar hans séu nánast ótæmandi. Spurður hvort tengja megi loftslagsumræðuna í heiminum við verkefnið segir Hjalti að verkefnið staðfesti áhuga Evrópu á jarðhita og beint og óbeint tengist þetta saman. Áhugi á endurnýtanlegri orku sé auðvitað gríðarlega mikilvægur í því ljósi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira