H&M-síða innblásin af Costco-hópnum fræga Guðný Hrönn skrifar 11. júlí 2017 14:15 Íslendingar eru ólmir í bæði H&M og Costco. Nú bíða margir landsmenn ofurspenntir eftir að sænska keðjan H&M opni verslanir hér á landi og af því tilefni stofnaði Hilmar Ægir Þórðarson Facebook-síðu sem er innblásin af einum stærsta og virkasta Facebook-hóp landsins, Keypt í Costco Ísl.- myndir og verð. Facebook-síða Hilmars heitir Keypt í H&M ísl - myndir og verð. „Ég ætlaði að gera Facebook-hóp en kunnátta mín á Facebook var ekki meiri en það að ég stofnaði Facebook-síðu,“ segir Hilmar. Hilmar fékk innblástur frá Costco-hópnum en honum er ritstýrt með harðri hendi. „Ég var í henni [Costco-grúppunni] í einhverjar tvær vikur held ég. Og setti inn einhver innlegg sem var öllum hent út. Ég spurði hvort það væru til plötur með Hall & Oates og svona. Það hékk ekki lengi þarna inni,“ segir Hilmar sem er að gera góðlátlegt grín að Costco-hópnum með H&M-síðu sinni sem hefur nú fengið 2.297 „like“ síðan hún var stofnuð fyrir um tveimur vikum. Í lýsingu síðunnar segir: „Senn líður að því að H&M opni hér á landi, hér skal senda inn myndir og verð og tala illa um aðrar búðir sem selja fatnað.“„En svo vildi ég líka búa til síðu sem fengi fleiri „like“ heldur en Facebook-síða hljómsveitarinnar Famina Futura. Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinur er með þá síðu og ég var sko fljótur að fara fram úr honum, hann er með 470 „like“.“ Spurður út í skoðun hans á komu H&M til landsins segir Hilmar: „Ég er ánægður með að þetta sé að koma til Íslands því þá verður kannski hægt að gera eitthvað skemmtilegra þegar maður fer til útlanda. Það fer nefnilega miklu meiri tími í að hanga í H&M heldur en ákveðið var í upphafi. Fyrst er planið að fara inn og kaupa eitthvað smá fyrir krakkana, en svo er þetta yfirleitt það sinnum fjórir.“ Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Nú bíða margir landsmenn ofurspenntir eftir að sænska keðjan H&M opni verslanir hér á landi og af því tilefni stofnaði Hilmar Ægir Þórðarson Facebook-síðu sem er innblásin af einum stærsta og virkasta Facebook-hóp landsins, Keypt í Costco Ísl.- myndir og verð. Facebook-síða Hilmars heitir Keypt í H&M ísl - myndir og verð. „Ég ætlaði að gera Facebook-hóp en kunnátta mín á Facebook var ekki meiri en það að ég stofnaði Facebook-síðu,“ segir Hilmar. Hilmar fékk innblástur frá Costco-hópnum en honum er ritstýrt með harðri hendi. „Ég var í henni [Costco-grúppunni] í einhverjar tvær vikur held ég. Og setti inn einhver innlegg sem var öllum hent út. Ég spurði hvort það væru til plötur með Hall & Oates og svona. Það hékk ekki lengi þarna inni,“ segir Hilmar sem er að gera góðlátlegt grín að Costco-hópnum með H&M-síðu sinni sem hefur nú fengið 2.297 „like“ síðan hún var stofnuð fyrir um tveimur vikum. Í lýsingu síðunnar segir: „Senn líður að því að H&M opni hér á landi, hér skal senda inn myndir og verð og tala illa um aðrar búðir sem selja fatnað.“„En svo vildi ég líka búa til síðu sem fengi fleiri „like“ heldur en Facebook-síða hljómsveitarinnar Famina Futura. Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinur er með þá síðu og ég var sko fljótur að fara fram úr honum, hann er með 470 „like“.“ Spurður út í skoðun hans á komu H&M til landsins segir Hilmar: „Ég er ánægður með að þetta sé að koma til Íslands því þá verður kannski hægt að gera eitthvað skemmtilegra þegar maður fer til útlanda. Það fer nefnilega miklu meiri tími í að hanga í H&M heldur en ákveðið var í upphafi. Fyrst er planið að fara inn og kaupa eitthvað smá fyrir krakkana, en svo er þetta yfirleitt það sinnum fjórir.“
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira